Fara í efni

Bæjarstjórn

273. fundur
29. ágúst 2019 kl. 16:00 - 16:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Sigurður Ólafsson aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 627
Málsnúmer 1908011F
Til máls tóku: Eydís Ásbjörnsdóttir, Dýrunn Pála Skaftadóttir
Fundargerð bæjarráðs frá 26. ágúst sl. staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Fræðslunefnd - 72
Málsnúmer 1908008F
Enginn tók til máls.
Fundargerð fræðslunefndar frá 21. ágúst sl. staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Félagsmálanefnd - 124
Málsnúmer 1907006F
Til máls tóku: Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð félagsmálanefndar frá 20. ágúst sl. staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Landbúnaðarnefnd - 24
Málsnúmer 1908001F
Fundargerð er tekin til afgreiðslu með afbrigðum vegna gangnaboðs fjallskila.
Enginn tók til máls.
Fundargeðr landbúnaðarnefndar frá 13. ágúst sl. staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Barnaverndarfundargerðir 2019
Málsnúmer 1902124
Enginn tók til máls.
Fundargerðir barnaverndarnefndar nr. 103 frá 14. júní, nr. 104 frá 22. júlí og nr. 106 frá 22. ágúst staðfestar með 9 atkvæðum.
6.
Fjárhagsáætlun 2019 - viðauki 4
Málsnúmer 1908078
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir viðauka.
Framlagður viðauki 4 við fjárhagsáætlun ársins 2019 í samræmi við samþykkt bæjarráðs. Útgjöld í Félagsþjónustu hækki um 14 milljónir króna og fari í um 525 milljónir króna. Framlög til barnaverndar hækki og verði um 64 milljónir króna og lækkar rekstrarniðurstöðu Aðalsjóðs og eigið fé sem nemur 14 milljónum kr. Handbært fé Aðalsjóðs mun lækka um 14 milljónir króna og verður 269.496 þ.kr..
Enginn tók til máls.
Viðauki 4 staðfestur með 9 atkvæðum.