Fara í efni

Bæjarstjórn

274. fundur
12. september 2019 kl. 16:00 - 16:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður
Sigurður Ólafsson aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Einar Már Sigurðarson aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 628
Málsnúmer 1908015F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Eydís Ásbjörnsdóttir Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 2. september sl. staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 629
Málsnúmer 1909009F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 9. september sl. staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Hafnarstjórn - 226
Málsnúmer 1907013F
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 26. ágúst staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 63
Málsnúmer 1908010F
Til máls tók Pálína Margeirsdóttir.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 4. september staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 240
Málsnúmer 1908005F
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 2. september staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Fjárhagsáætlun 2019 - viðauki 5
Málsnúmer 1909026
Bæjarstjóri fylgdi viðauka úr hlaði.
Ragnar Sigurðsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu liðar.
Vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn felur í sér að útgjöld í málaflokknum 03 heilbrigðismál hækki um 14,5 m.kr. og fari úr um 18,5 m.kr. í rúmar 33 m.kr. Enn fremur er lagt til að þessi hækkun rekstrarkostnaðar lækki rekstrarniðurstöðu Aðalsjóðs og lækki sjóð og eigið fé Aðalsjóðs um sömu upphæð.
Handbært fé Aðalsjóðs mun lækka um 14,5 m.kr. frá fjárhagsáætlun ársins og verða 254.996.000 kr. í árslok 2019.
Enginn tók til máls.
Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2019 staðfestur með 8 atkvæðum.