Bæjarstjórn
278. fundur
31. október 2019
kl.
16:00
-
17:49
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir
aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
aðalmaður
Sigurður Ólafsson
aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2020 - 2023 - TRÚNAÐARMÁL
Lögð fram til fyrri umræðu tillaga að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana árin 2020 - 2023.
Bæjarstjóri mælti fyrir fjárhagsáætlun.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Ragnar Sigurðsson, Rúnar Már Gunnarsson og Dýrunn Pála Skaftadóttir.
Bókun Fjarðalista, Framsóknarflokks og Miðflokks við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar 2020 - 2023.
Nú við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2020 vilja bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, Fjarðalista og Miðflokksins leggja áherslu á eftirfarandi atriði í tengslum við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Ljóst er að þrátt fyrir að rekstur sveitarfélagsins sé þungur í ljósi sérstöðu þess sem fjölkjarna samfélags, þá er fjárhagur þess sterkur og geta til að þjónusta íbúa þess mikil. Líkt og á yfirstandandi ári er haldið vel utan um rekstur þess en um leið brugðist við og fjárfest í þágu íbúa og atvinnulífs um leið og skuldahlutfall samstæðu Fjarðabyggðar fer lækkandi.
Áherslur í rekstri Fjarðabyggðar eru áfram þær að hér sé samfélag sem hefur jöfnuð og jafnrétti að leiðarljósi og málefni fjölskyldunnar í fyrirrúmi. Gjöld vegna leik- og skóladagheimila, ásamt tónlistarskólagjöldum, eru með þeim lægri á landinu og afslættir virkir á milli þessara skólastiga. Þá verður áfram haldið þeirri stefnu að gera skólamáltíðir gjaldfrjálsar með lækkun um helming, á núverandi gjaldskrá, frá 1.ágúst 2020 og mun þá hver skólamáltíð kosta 150 kr. Þetta eru mikilvæg mál fyrir barnafjölskyldur og gera Fjarðabyggð að enn betri stað til að búa á. Áfram er staðinn vörður um gott skólastarf í leik-, grunn- og tónlistarskólum Fjarðabyggðar ásamt öflugu stoðkerfi félagsþjónustunnar. Þá munu breytingar á Fjölskyldusviði Fjarðabyggðar koma til fullrar virkni í upphafi árs 2020, þar sem megináherslan er lögð á innleiðingu Austurlandslíkansins með snemmtæka íhlutun að leiðarljósi og gildi öflugra forvarna. Þannig mun sveitarfélagið halda utan um íbúa sína enn betur.
Einnig verður veitt frekara fé til leikskóla til að bæta starfsumhverfi starfsfólks, ásamt auknu fé til menningarmála til að auðga mannlífið ennfrekar til framtíðar. Þá verður sett fjármagn til heilsuátaks eldri borgara með innleiðingu Janusarverkefnisins til að auka lífsgæði þessa aldurshóps. Afnot íbúa af bókasöfnum sveitarfélagsins verða gerð gjaldfrjáls og þannig lagt til þjóðarátaks um læsi. Safnastarfsemi verður sett í forgang og horft sérstaklega til Íslenska Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði á næsta ári, ásamt uppbyggingu á skjalaaðstöðu fyrir sveitarfélagið.
Verðmætahækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis í Fjarðabyggð fyrir árið 2020 er undir markmiðum lífskjarasamninga og jafnframt er álagningarhlutfall fráveitugjalda lækkað um 10%, frá stuðlinum 0,306 í 0,275. Með því er komið til móts við heimili og fyrirtæki í Fjarðabyggð til lækkunar fasteignagjalda. Þá verður farið í undirbúning og skoðun á breytingu á álagningu á vatnsgjöldum fyrir árið 2021, með það fyrir augum að horft verði til stærðar eigna í stað verðmætamats. Slík breyting þarfnast góðs undirbúnings og kynningar og rétt að nýta næsta ár til þess.
Fjárfestingum er áfram stillt í hóf í Fjarðabyggð og horft til þeirra sem eru hvað nauðsynlegastar með fjölgun íbúa og sterks atvinnulífs í huga. Meginfjárfesting A hluta verður áfram stækkun leikskóla á Reyðarfirði, ásamt því að farið verður milli umræðna í kostnaðar- og þarfagreiningu á stækkun leikskóla á Eskifirði með það fyrir augum að ráðast í hönnun húsnæðis á árinu 2020. Þá er einnig unnið að kostnaðargreiningu á framkvæmdum við Fjarðabyggðarhöllina, til undirbúnings framkvæmdum við hana á kjörtímabilinu. Þarna er verið að fjárfesta í blómlegri framtíð. Meginfjárfestingar Hafnarsjóðs á komandi ári verða í uppbyggingu á nýrri hafnaraðstöðu við fiskiðjuver Eskju á Eskifirði og stækkun Mjóeyrarhafnar á Reyðarfirði, ásamt viðlegukanti á Stöðvarfirði. Sjávarútvegur og iðnaður eru burðarásar sveitarfélagsins og áfram verður framkvæmt til að geta þjónustað þessar greinar sem best. Án öflugs atvinnulífs er engin velferð og að því leyti erum við lánsöm hér í Fjarðabyggð. Þá mun áfram verða unnið að innviðauppbyggingu í Breiðdal eins og samið var um í tengslum við sameininguna á árinu 2018.
Þrátt fyrir að útlit sé áfram fyrir sterkt tekjustreymi er líkt og áður farið varlega í tekjuspá sveitarfélagsins og því er gert ráð fyrir heimild til lántöku í fjárhagsáætlun ársins 2020 á móti framkvæmdum, eins og verið hefur í áætlunum síðustu ára en slíkt er ekki óeðlilegt þar sem fjárfesta á fyrir um 740 milljónir á árinu. Óvíst er þó að reyni nokkuð á þessa heimild verði tekjur í samræmi við yfirstandandi ár og þannig áfram haldið á þeirri vegferð að lækka skuldir sveitarfélagsins líkt og á síðustu árum.
Það er því trú okkar að með þessum aðgerðum verði enn betra að búa í Fjarðabyggð til framtíðar.
Bókun Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð vegna fjárhagsáætlunar 2020 - 2023.
Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2020 til annarrar umræðu - en áskilur sér þó rétt til að koma með tillögur inn í bæjarráð á milli umræðna um breytingar á fjárhagsáætlun.
Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð harmar fyrirhugaða skuldsetningu sveitarfélagsins til næstu ára. Farið er af braut skynsamlegrar og ábyrgrar fjármálastefnu sveitarfélagsins með áætlun um 200 m.kr. lántöku á næsta ári. Það er mikilvægt að Fjarðabyggð snúi frá fyrirhugaðri þróun á frekari skuldsetningu sveitarfélagsins með aukinni vaxtabyrgði til framtíðar. Ljóst er að á komandi árum bíða fjölmargar áskoranir í innviðauppbyggingu og fjárfestingum, með aukinni skuldsetningu sveitarfélagsins er vandséð að hægt verði að standast þær skuldbindingar án frekari lántöku. Þá mótmælir Sjálfstæðisflokkurinn því að samhliða lántöku sé gert ráð fyrir frekari niðurgreiðslu skólamáltíða með 50% lækkun gjaldskrár ofan á þær 34 m.kr. útgjaldaaukningu sem varð til á þessu ári vegna þess.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2020-2023, til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri mælti fyrir fjárhagsáætlun.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Ragnar Sigurðsson, Rúnar Már Gunnarsson og Dýrunn Pála Skaftadóttir.
Bókun Fjarðalista, Framsóknarflokks og Miðflokks við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar 2020 - 2023.
Nú við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2020 vilja bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, Fjarðalista og Miðflokksins leggja áherslu á eftirfarandi atriði í tengslum við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Ljóst er að þrátt fyrir að rekstur sveitarfélagsins sé þungur í ljósi sérstöðu þess sem fjölkjarna samfélags, þá er fjárhagur þess sterkur og geta til að þjónusta íbúa þess mikil. Líkt og á yfirstandandi ári er haldið vel utan um rekstur þess en um leið brugðist við og fjárfest í þágu íbúa og atvinnulífs um leið og skuldahlutfall samstæðu Fjarðabyggðar fer lækkandi.
Áherslur í rekstri Fjarðabyggðar eru áfram þær að hér sé samfélag sem hefur jöfnuð og jafnrétti að leiðarljósi og málefni fjölskyldunnar í fyrirrúmi. Gjöld vegna leik- og skóladagheimila, ásamt tónlistarskólagjöldum, eru með þeim lægri á landinu og afslættir virkir á milli þessara skólastiga. Þá verður áfram haldið þeirri stefnu að gera skólamáltíðir gjaldfrjálsar með lækkun um helming, á núverandi gjaldskrá, frá 1.ágúst 2020 og mun þá hver skólamáltíð kosta 150 kr. Þetta eru mikilvæg mál fyrir barnafjölskyldur og gera Fjarðabyggð að enn betri stað til að búa á. Áfram er staðinn vörður um gott skólastarf í leik-, grunn- og tónlistarskólum Fjarðabyggðar ásamt öflugu stoðkerfi félagsþjónustunnar. Þá munu breytingar á Fjölskyldusviði Fjarðabyggðar koma til fullrar virkni í upphafi árs 2020, þar sem megináherslan er lögð á innleiðingu Austurlandslíkansins með snemmtæka íhlutun að leiðarljósi og gildi öflugra forvarna. Þannig mun sveitarfélagið halda utan um íbúa sína enn betur.
Einnig verður veitt frekara fé til leikskóla til að bæta starfsumhverfi starfsfólks, ásamt auknu fé til menningarmála til að auðga mannlífið ennfrekar til framtíðar. Þá verður sett fjármagn til heilsuátaks eldri borgara með innleiðingu Janusarverkefnisins til að auka lífsgæði þessa aldurshóps. Afnot íbúa af bókasöfnum sveitarfélagsins verða gerð gjaldfrjáls og þannig lagt til þjóðarátaks um læsi. Safnastarfsemi verður sett í forgang og horft sérstaklega til Íslenska Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði á næsta ári, ásamt uppbyggingu á skjalaaðstöðu fyrir sveitarfélagið.
Verðmætahækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis í Fjarðabyggð fyrir árið 2020 er undir markmiðum lífskjarasamninga og jafnframt er álagningarhlutfall fráveitugjalda lækkað um 10%, frá stuðlinum 0,306 í 0,275. Með því er komið til móts við heimili og fyrirtæki í Fjarðabyggð til lækkunar fasteignagjalda. Þá verður farið í undirbúning og skoðun á breytingu á álagningu á vatnsgjöldum fyrir árið 2021, með það fyrir augum að horft verði til stærðar eigna í stað verðmætamats. Slík breyting þarfnast góðs undirbúnings og kynningar og rétt að nýta næsta ár til þess.
Fjárfestingum er áfram stillt í hóf í Fjarðabyggð og horft til þeirra sem eru hvað nauðsynlegastar með fjölgun íbúa og sterks atvinnulífs í huga. Meginfjárfesting A hluta verður áfram stækkun leikskóla á Reyðarfirði, ásamt því að farið verður milli umræðna í kostnaðar- og þarfagreiningu á stækkun leikskóla á Eskifirði með það fyrir augum að ráðast í hönnun húsnæðis á árinu 2020. Þá er einnig unnið að kostnaðargreiningu á framkvæmdum við Fjarðabyggðarhöllina, til undirbúnings framkvæmdum við hana á kjörtímabilinu. Þarna er verið að fjárfesta í blómlegri framtíð. Meginfjárfestingar Hafnarsjóðs á komandi ári verða í uppbyggingu á nýrri hafnaraðstöðu við fiskiðjuver Eskju á Eskifirði og stækkun Mjóeyrarhafnar á Reyðarfirði, ásamt viðlegukanti á Stöðvarfirði. Sjávarútvegur og iðnaður eru burðarásar sveitarfélagsins og áfram verður framkvæmt til að geta þjónustað þessar greinar sem best. Án öflugs atvinnulífs er engin velferð og að því leyti erum við lánsöm hér í Fjarðabyggð. Þá mun áfram verða unnið að innviðauppbyggingu í Breiðdal eins og samið var um í tengslum við sameininguna á árinu 2018.
Þrátt fyrir að útlit sé áfram fyrir sterkt tekjustreymi er líkt og áður farið varlega í tekjuspá sveitarfélagsins og því er gert ráð fyrir heimild til lántöku í fjárhagsáætlun ársins 2020 á móti framkvæmdum, eins og verið hefur í áætlunum síðustu ára en slíkt er ekki óeðlilegt þar sem fjárfesta á fyrir um 740 milljónir á árinu. Óvíst er þó að reyni nokkuð á þessa heimild verði tekjur í samræmi við yfirstandandi ár og þannig áfram haldið á þeirri vegferð að lækka skuldir sveitarfélagsins líkt og á síðustu árum.
Það er því trú okkar að með þessum aðgerðum verði enn betra að búa í Fjarðabyggð til framtíðar.
Bókun Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð vegna fjárhagsáætlunar 2020 - 2023.
Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2020 til annarrar umræðu - en áskilur sér þó rétt til að koma með tillögur inn í bæjarráð á milli umræðna um breytingar á fjárhagsáætlun.
Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð harmar fyrirhugaða skuldsetningu sveitarfélagsins til næstu ára. Farið er af braut skynsamlegrar og ábyrgrar fjármálastefnu sveitarfélagsins með áætlun um 200 m.kr. lántöku á næsta ári. Það er mikilvægt að Fjarðabyggð snúi frá fyrirhugaðri þróun á frekari skuldsetningu sveitarfélagsins með aukinni vaxtabyrgði til framtíðar. Ljóst er að á komandi árum bíða fjölmargar áskoranir í innviðauppbyggingu og fjárfestingum, með aukinni skuldsetningu sveitarfélagsins er vandséð að hægt verði að standast þær skuldbindingar án frekari lántöku. Þá mótmælir Sjálfstæðisflokkurinn því að samhliða lántöku sé gert ráð fyrir frekari niðurgreiðslu skólamáltíða með 50% lækkun gjaldskrár ofan á þær 34 m.kr. útgjaldaaukningu sem varð til á þessu ári vegna þess.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2020-2023, til síðari umræðu í bæjarstjórn.
2.
Bæjarráð - 636
Til máls tóku Eydís Ásbjörnsdóttir og Ragnar Sigurðsson.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 636 frá 28.október 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 636 frá 28.október 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
3.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 19
Enginn tók til máls.
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 19 frá 23.október 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 19 frá 23.október 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
4.
Safnanefnd - 12
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð safnanefndar, nr. 12 frá 15.október 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
Fundargerð safnanefndar, nr. 12 frá 15.október 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
5.
Barnaverndarfundargerðir 2019
Enginn tók til máls.
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 107 frá 29.ágúst 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 107 frá 29.ágúst 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
6.
Jafnréttisstefna 2019-2023
Síðari umræða um jafnréttisstefnu 2019 - 2023. Forseti mælti fyrir jafnréttisstefnu til síðari umræðu. Enginn tók til máls. Bæjarstjórn samþykkir Jafnréttisstefnu 2019-2023 með 9 atkvæðum.
7.
740 Bakkavegur 5 - umsókn um stækkun lóðar
Jón Björn Hákonarson vék af fundi í tengslum við afgreiðslu þessa liðar og tók Eydís Ásbjörnsdóttir við stjórnun fundarins.
Lögð fram eftir grenndarkynningu lóðarumsókn SÚN, dagsett 30. ágúst 2019, þar sem sótt er um stækkun lóðarinnar við Bakkaveg 5 á Norðfirði til vesturs að göngustíg samsíða Bakkalæk.
Gert er ráð fyrir að stækkun verði nýtt fyrir viðbyggingu við núverandi húsnæði á lóðinni. Sjö athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar. Lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna athugasemda, dagsett 19. október 2019. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur athugasemdir ekki þess eðlis að hafna beri umsókn um stækkun lóðar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 8 atkvæðum niðurstöðu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar vegna grenndarkynningar.
Lögð fram eftir grenndarkynningu lóðarumsókn SÚN, dagsett 30. ágúst 2019, þar sem sótt er um stækkun lóðarinnar við Bakkaveg 5 á Norðfirði til vesturs að göngustíg samsíða Bakkalæk.
Gert er ráð fyrir að stækkun verði nýtt fyrir viðbyggingu við núverandi húsnæði á lóðinni. Sjö athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar. Lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna athugasemda, dagsett 19. október 2019. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur athugasemdir ekki þess eðlis að hafna beri umsókn um stækkun lóðar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 8 atkvæðum niðurstöðu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar vegna grenndarkynningar.