Bæjarstjórn
280. fundur
28. nóvember 2019
kl.
16:00
-
16:42
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir
aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
aðalmaður
Sigurður Ólafsson
aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 640
Fundargerðir bæjarráðs nr. 640 og nr. 641 lagðar fram til samþykktar.
Til máls tók Eydís Ásbjörnsdóttir.
Fundargerð bæjarráðs nr. 640 frá 18.nóvember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
Til máls tók Eydís Ásbjörnsdóttir.
Fundargerð bæjarráðs nr. 640 frá 18.nóvember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 641
Fundargerðir bæjarráðs nr. 640 og nr. 641 lagðar fram til samþykktar.
Til máls tók Eydís Ásbjörnsdóttir.
Fundargerð bæjarráðs nr. 641 frá 25.nóvember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
Til máls tók Eydís Ásbjörnsdóttir.
Fundargerð bæjarráðs nr. 641 frá 25.nóvember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 247
Enginn tók til máls.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 247 frá 18.nóvember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 247 frá 18.nóvember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
4.
Ungmennaráð - 1
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð ungmennaráðs nr. 1 frá 13.nóvember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
Fundargerð ungmennaráðs nr. 1 frá 13.nóvember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
5.
Félagsmálanefnd - 128
Enginn tók til máls.
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 128 frá 19.nóvember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 128 frá 19.nóvember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
6.
Barnaverndarfundargerðir 2019
Enginn tók til máls.
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 110 frá 14.nóvember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 110 frá 14.nóvember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
7.
Reglur um garðslátt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega
Endurskoðaðar reglur um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja. Félagsmálanefnd og bæjarráð hafa samþykkt reglurnar og er þeim vísað til samþykktar í bæjarstjórn. Forseti gerði grein fyrir breytingum sem gerðar hafa verið á reglunum.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir reglur með 9 atkvæðum.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir reglur með 9 atkvæðum.
8.
Reglur um snjómokstur fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega
Endurskoðaðar reglur um snjómokstur fyrir eldri borgara og öryrkja. Félagsmálanefnd og bæjarráð hafa samþykkt reglurnar og er þeim vísað til samþykktar í bæjarstjórn.
Forseti gerði grein fyrir breytingum sem gerðar hafa verið á reglunum.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir reglur með 9 atkvæðum.
Forseti gerði grein fyrir breytingum sem gerðar hafa verið á reglunum.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir reglur með 9 atkvæðum.
9.
Búðareyri 2 Reyðarfirði, kaupsamningur
Jón Björn Hákonarson vék af fundi vegna vanhæfis og tók Ívar Dan Arnarson sæti hans á fundinum. Eydís Ásbjörnsdóttir tók við stjórn fundarins.
Lagt fram samþykkt kauptilboð, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar, í fasteignina Búðareyri 2 á Reyðarfirði.
Tillaga vegna kaupa á Búðareyri 2 á Reyðarfirði.
Fyrir liggur til umræðu og samþykktar bæjarstjórnar kauptilboð Fjarðabyggðar í húseignina að Búðareyri 2 á Reyðarfirði sem ætluð er sem framtíðaraðstaða bæjarskrifstofu sveitarfélagsins. Stefna sveitarfélagsins hefur á liðnum árum verið að hverfa frá því fyrirkomulagi að leigja eignir undir starfsemi sína og fest kaup á þeim í staðinn í þeim tilvikum sem slíkt var mögulegt eins og í tilfellum Fjarðabyggðarhallarinnar, sundlaugar á Eskifirði, slökkvistöðvar á Hrauni, húsnæði líkamsræktarstöðvarinnar á Reyðarfirði og sal eldri borgara í Melgerði. Hefur það verið mat bæjarstjórna hverju sinni að slíkt væri hagfelldara fyrir sveitarfélagið. Leigusamningar um húsnæði gagnvart þriðja aðila eru færðir meðal langtímaskuldbindinga út leigutíma þannig að fjárfesting í húsnæðinu hefur ekki áhrif á skuldir sveitarfélagsins eða væntar fjárfestingar þess. Rekstur sveitarfélagsins ætti frekar heima í eigin húsnæði sem er hannað með þarfir þess í huga. Með þessu mun sparast í rekstri sveitarfélagsins til framtíðar og verður leigukostnaður nýttur til uppbyggingar eigins húsnæðis fyrir bæjarskrifstofur Fjarðabyggðar. Mun þessi aðgerð því ekki hafa áhrif á aðrar fjárfestingar sveitarfélagsins sem áætlaðar eru á fjárhagsáætlun næstu ára.
Fyrir liggur að núverandi húsnæði bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði rúmar ekki starfsemi sveitarfélagsins og við því þarf að bregðast. Hefur öll bæjarstjórn samþykkt stjórnkerfisbreytingar á þessu ári sem hafa í för með sér ýmsar breytingar á sviðum sveitarfélagsins og starfsmannafjölda. Fjarðabyggð hefur leigt húsnæðið að Hafnargötu 2 með 15 ára bindandi leigusamningi, sem rennur út þann 1.mars 2020 og því hafa húsnæðismál bæjarskrifstofu sveitarfélagsins verið til skoðunar. Með því að kaupa Búðareyri 2 er horft til þess að þangað færist starfsemi bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar á næstu árum og uppbygging bæjarskrifstofunnar á þessum stað styrki miðbæ Reyðarfjarðar. Í byrjun verði efri hæð hússins tekin til notkunar og síðan húsið allt er leigjendur sem þar eru nú, flytja starfsemi sína. Í framhaldinu verði metin þörf á viðbyggingu og hönnun hennar. Stefnt verði að því að leigja núverandi húsnæði bæjarskrifstofu á meðan eða þangað til allri starfsemi bæjarskrifstofunnar verði komið fyrir undir sama þaki. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að vísa til gerðar viðauka kaupum fasteignarinnar og fjármögnun. Fjármálastjóra falið að útfæra viðaukann og leggja hann fyrir bæjarráð til afgreiðslu.
Til máls tóku Eydís Ásbjörnsdóttir, Ragnar Sigurðsson, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Pálína Margeirsdóttir, Sigurður Ólafsson, Gunnar Jónsson og Rúnar Már Gunnarsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum kauptilboð á Búðareyri 2 og framlagða tillögu um kaupin.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks eru á móti.
Lagt fram samþykkt kauptilboð, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar, í fasteignina Búðareyri 2 á Reyðarfirði.
Tillaga vegna kaupa á Búðareyri 2 á Reyðarfirði.
Fyrir liggur til umræðu og samþykktar bæjarstjórnar kauptilboð Fjarðabyggðar í húseignina að Búðareyri 2 á Reyðarfirði sem ætluð er sem framtíðaraðstaða bæjarskrifstofu sveitarfélagsins. Stefna sveitarfélagsins hefur á liðnum árum verið að hverfa frá því fyrirkomulagi að leigja eignir undir starfsemi sína og fest kaup á þeim í staðinn í þeim tilvikum sem slíkt var mögulegt eins og í tilfellum Fjarðabyggðarhallarinnar, sundlaugar á Eskifirði, slökkvistöðvar á Hrauni, húsnæði líkamsræktarstöðvarinnar á Reyðarfirði og sal eldri borgara í Melgerði. Hefur það verið mat bæjarstjórna hverju sinni að slíkt væri hagfelldara fyrir sveitarfélagið. Leigusamningar um húsnæði gagnvart þriðja aðila eru færðir meðal langtímaskuldbindinga út leigutíma þannig að fjárfesting í húsnæðinu hefur ekki áhrif á skuldir sveitarfélagsins eða væntar fjárfestingar þess. Rekstur sveitarfélagsins ætti frekar heima í eigin húsnæði sem er hannað með þarfir þess í huga. Með þessu mun sparast í rekstri sveitarfélagsins til framtíðar og verður leigukostnaður nýttur til uppbyggingar eigins húsnæðis fyrir bæjarskrifstofur Fjarðabyggðar. Mun þessi aðgerð því ekki hafa áhrif á aðrar fjárfestingar sveitarfélagsins sem áætlaðar eru á fjárhagsáætlun næstu ára.
Fyrir liggur að núverandi húsnæði bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði rúmar ekki starfsemi sveitarfélagsins og við því þarf að bregðast. Hefur öll bæjarstjórn samþykkt stjórnkerfisbreytingar á þessu ári sem hafa í för með sér ýmsar breytingar á sviðum sveitarfélagsins og starfsmannafjölda. Fjarðabyggð hefur leigt húsnæðið að Hafnargötu 2 með 15 ára bindandi leigusamningi, sem rennur út þann 1.mars 2020 og því hafa húsnæðismál bæjarskrifstofu sveitarfélagsins verið til skoðunar. Með því að kaupa Búðareyri 2 er horft til þess að þangað færist starfsemi bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar á næstu árum og uppbygging bæjarskrifstofunnar á þessum stað styrki miðbæ Reyðarfjarðar. Í byrjun verði efri hæð hússins tekin til notkunar og síðan húsið allt er leigjendur sem þar eru nú, flytja starfsemi sína. Í framhaldinu verði metin þörf á viðbyggingu og hönnun hennar. Stefnt verði að því að leigja núverandi húsnæði bæjarskrifstofu á meðan eða þangað til allri starfsemi bæjarskrifstofunnar verði komið fyrir undir sama þaki. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að vísa til gerðar viðauka kaupum fasteignarinnar og fjármögnun. Fjármálastjóra falið að útfæra viðaukann og leggja hann fyrir bæjarráð til afgreiðslu.
Til máls tóku Eydís Ásbjörnsdóttir, Ragnar Sigurðsson, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Pálína Margeirsdóttir, Sigurður Ólafsson, Gunnar Jónsson og Rúnar Már Gunnarsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum kauptilboð á Búðareyri 2 og framlagða tillögu um kaupin.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks eru á móti.