Bæjarstjórn
281. fundur
12. desember 2019
kl.
16:00
-
17:56
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir
aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
aðalmaður
Sigurður Ólafsson
aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
aðalmaður
Einar Már Sigurðarson
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 642
Fundargerðir bæjarráðs nr. 642 og nr. 643 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tók Eydís Ásbjörnsdóttir
Sævar Guðjónsson vék af fundi við afgreiðslu liðar 1.1.
Fundargerð bæjarráðs nr. 642 frá 2. desember 2019, utan liðar 1.1. samþykkt með 9 atkvæðum.
Liður 1.1. samþykktur með 8 atkvæðum.
Til máls tók Eydís Ásbjörnsdóttir
Sævar Guðjónsson vék af fundi við afgreiðslu liðar 1.1.
Fundargerð bæjarráðs nr. 642 frá 2. desember 2019, utan liðar 1.1. samþykkt með 9 atkvæðum.
Liður 1.1. samþykktur með 8 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 643
Fundargerðir bæjarráðs nr. 642 og nr. 643 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tók Jón Björn Hákonarson
Einar Már Sigurðarson vék af fundi við afgreiðslu liðar 2.7.
Fundargerð bæjarráðs nr. 643 frá 9. desember 2019, utan liðar 2.7. samþykkt með 9 atkvæðum.
Liður 2.7. samþykktur með 8 atkvæðum.
Til máls tók Jón Björn Hákonarson
Einar Már Sigurðarson vék af fundi við afgreiðslu liðar 2.7.
Fundargerð bæjarráðs nr. 643 frá 9. desember 2019, utan liðar 2.7. samþykkt með 9 atkvæðum.
Liður 2.7. samþykktur með 8 atkvæðum.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 248
Til máls tóku Einar Már Sigurðarson og Sævar Guðjónsson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 248 frá 2.desember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 248 frá 2.desember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
4.
Hafnarstjórn - 232
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson og Sævar Guðjónsson.
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 232 frá 25.nóvember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 232 frá 25.nóvember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
5.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 67
Til máls tók Pálína Margeirsdóttir.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 67 frá 4.desember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 67 frá 4.desember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
6.
Fræðslunefnd - 77
Enginn tók til máls.
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 77 frá 4.desember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 77 frá 4.desember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
7.
Rafveita Reyðarfjarðar - TRÚNAÐARMÁL
Forseti mælti fyrir máli.
Fyrir fundi bæjarstjórnar liggja kaupsamningar að fjárhæð 440 m.kr. ásamt fylgiskjölum 1-4, við RARIK ohf. f.h. Fjarðabyggðar og Rafveitu Reyðarfjarðar, um sölu á dreifikerfi og spennistöðvum Rafveitu Reyðarfjarðar auk búnaðar og tækja sem fylgja eiga. Einnig kaupsamningur að fjárhæð 130 m.kr. ásamt fylgiskjölum 1-7, við Orkusöluna f.h. Fjarðabyggðar og Rafveitu Reyðarfjarðar um sölu á raforkuviðskiptum Rafveitu Reyðarfjarðar, yfirtöku á samningum við Landsvirkjun ásamt rafstöð og stíflu. Kaupsamningar þessir eru háðir fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlits hvað varðar orkusölu veitunnar og samþykki iðnaðarráðherra á yfirtöku RARIK á einkaleyfi Rafveitu Reyðarfjarðar til orkudreifingar.
Rafveita Reyðarfjarðar er síðasta dreifiveita rafmagns, hér á landi, í beinni eigu og rekstri á hendi sveitarfélags, en umhverfi og regluverk sem veitum er sett í núgildandi raforkulöggjöf er orðið verulega snúið og umfangsmikið. Um langt árabil hefur Rafveita Reyðarfjarðar framleitt um 5% af því rafmagni sem hún endurselur en 95% hafa verið keypt á heildsölumarkaði og það ásamt auknum kröfum í rekstrarumhverfi, samkeppni á raforkumarkaði og tæknilegum lausnum, gera sveitarfélaginu erfitt fyrir með áframhaldandi rekstur á henni í sínu starfsumhverfi. Því telur bæjarstjórn rétt að selja áðurnefndum aðilum Rafveitu Reyðarfjarðar sem sérhæfðir eru í rekstri rafmagnsveitna og sölu raforku í samkeppnisumhverfi enda geti þeir nýtt stærðarhagkvæmni og veitt sömu þjónustu til viðskiptavina veitunnar til framtíðar. Þá eru RARIK og Orkusalan í opinberri eigu, með starfsemi á Austurlandi, og þannig er tryggt að notendur rafveitunnar sitji við sama borð og aðrir íbúar landshlutans hvað varðar öryggi og þjónustu.
Jafnframt vill bæjarstjórn að þeir fjármunir sem sveitarfélagið fær í sinn hlut, eftir greiðslu skatta, af sölu þessari, renni fyrst og fremst til uppbyggingar Íþróttahúss Reyðarfjarðar ásamt öðrum slíkum mannvirkjum og samfélagslegum verkefnum í samfélaginu á Reyðarfirði. Mun verða farið í áætlunargerð vegna þess eftir að ákvarðanir um sölu hafa verið teknar.
Vegna áðurnefndra samninga samþykkir bæjarstjórn með 9 atkvæðum að boðað verði til íbúafundar á Reyðarfirði mánudagskvöldið 16. desember nk. kl. 20:00 til að kynna málið frekar og aukafundar í bæjarstjórn þriðjudaginn 17. desember nk. kl:17:00 þar sem ákvörðun verður tekin.
Til máls tók Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir og Rúnar Már Gunnarsson.
Fyrir fundi bæjarstjórnar liggja kaupsamningar að fjárhæð 440 m.kr. ásamt fylgiskjölum 1-4, við RARIK ohf. f.h. Fjarðabyggðar og Rafveitu Reyðarfjarðar, um sölu á dreifikerfi og spennistöðvum Rafveitu Reyðarfjarðar auk búnaðar og tækja sem fylgja eiga. Einnig kaupsamningur að fjárhæð 130 m.kr. ásamt fylgiskjölum 1-7, við Orkusöluna f.h. Fjarðabyggðar og Rafveitu Reyðarfjarðar um sölu á raforkuviðskiptum Rafveitu Reyðarfjarðar, yfirtöku á samningum við Landsvirkjun ásamt rafstöð og stíflu. Kaupsamningar þessir eru háðir fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlits hvað varðar orkusölu veitunnar og samþykki iðnaðarráðherra á yfirtöku RARIK á einkaleyfi Rafveitu Reyðarfjarðar til orkudreifingar.
Rafveita Reyðarfjarðar er síðasta dreifiveita rafmagns, hér á landi, í beinni eigu og rekstri á hendi sveitarfélags, en umhverfi og regluverk sem veitum er sett í núgildandi raforkulöggjöf er orðið verulega snúið og umfangsmikið. Um langt árabil hefur Rafveita Reyðarfjarðar framleitt um 5% af því rafmagni sem hún endurselur en 95% hafa verið keypt á heildsölumarkaði og það ásamt auknum kröfum í rekstrarumhverfi, samkeppni á raforkumarkaði og tæknilegum lausnum, gera sveitarfélaginu erfitt fyrir með áframhaldandi rekstur á henni í sínu starfsumhverfi. Því telur bæjarstjórn rétt að selja áðurnefndum aðilum Rafveitu Reyðarfjarðar sem sérhæfðir eru í rekstri rafmagnsveitna og sölu raforku í samkeppnisumhverfi enda geti þeir nýtt stærðarhagkvæmni og veitt sömu þjónustu til viðskiptavina veitunnar til framtíðar. Þá eru RARIK og Orkusalan í opinberri eigu, með starfsemi á Austurlandi, og þannig er tryggt að notendur rafveitunnar sitji við sama borð og aðrir íbúar landshlutans hvað varðar öryggi og þjónustu.
Jafnframt vill bæjarstjórn að þeir fjármunir sem sveitarfélagið fær í sinn hlut, eftir greiðslu skatta, af sölu þessari, renni fyrst og fremst til uppbyggingar Íþróttahúss Reyðarfjarðar ásamt öðrum slíkum mannvirkjum og samfélagslegum verkefnum í samfélaginu á Reyðarfirði. Mun verða farið í áætlunargerð vegna þess eftir að ákvarðanir um sölu hafa verið teknar.
Vegna áðurnefndra samninga samþykkir bæjarstjórn með 9 atkvæðum að boðað verði til íbúafundar á Reyðarfirði mánudagskvöldið 16. desember nk. kl. 20:00 til að kynna málið frekar og aukafundar í bæjarstjórn þriðjudaginn 17. desember nk. kl:17:00 þar sem ákvörðun verður tekin.
Til máls tók Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir og Rúnar Már Gunnarsson.
8.
Reglur um endurgerð gamalla bryggja
Framlögð drög að reglum um styrkveitingu vegna viðhalds og endurgerðar gamalla bryggja. Hafnarstjórn og bæjarráð hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti og er þeim vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Forseti mælti fyrir reglum.
Til máls tóku Sævar Guðjónsson og Jón Björn Hákonarson.
Bæjarstjórn samþykkir reglur með 9 atkvæðum.
Forseti mælti fyrir reglum.
Til máls tóku Sævar Guðjónsson og Jón Björn Hákonarson.
Bæjarstjórn samþykkir reglur með 9 atkvæðum.
9.
Fjárhagsáætlun 2019 - viðauki 6
Framlagður viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2019. Viðaukinn er í samræmi við ýmsar samþykktir bæjarstjórnar, bæjarráðs og annarra nefnda er varða fjárfestingarákvarðanir, fjárfestingarverkefni, millifærslur milli rekstrarliða og annarra breytinga fjárhagsáætlunar.
Forseti gerði grein fyrir viðauka en viðaukinn sundurliðar og gerir nánari grein fyrir eftirfarandi:
a)Kaup á Búðareyri 2 Reyðarfirði.
b)Kaup á Sæbergi 3 Breiðdal.
c)Nýtt þjónustuhús Breiðdal.
d)Endurbætur skíðasvæðis Oddsskarði.
e)Endurbætur íþróttahúss Eskifirði.
f)Endurbætur Skólamiðstöðvar Fáskrúðsfirði.
g)Endurbætur skólahúsnæðis Breiðdal
h)Endurbætur Egilsbúðar Neskaupstað.
i)Framkvæmdir við Skólaveg á Fáskrúðsfirði - gatnagerð.
j)Framkvæmdir við Skólaveg á Fáskrúðsfirði - vatnsveita.
k)Framkvæmdir við Skólaveg á Fáskrúðsfirði - fráveita.
l)Endurbætur Sæbergs Breiðdal.
m)Snjómokstur í Fjarðabyggð.
n)Uppbyggingu fólkvanga, friðlanda og útivistarsvæða í Fjarðabyggð.
o)Fjárframlag til reksturs hjúkrunarheimilsins Hulduhlíðar.
p)Tilfærsla framlags innan aðalsjóðs til hjúkrunarheimila.
q)Tilfærslur fjármagns milli vinnuskóla og umhverfisverkefna innan aðalsjóðs.
r)Leiðrétting innri húsaleigu milli málaflokka og deilda aðalsjóðs.
s)Ráðningar mannauðsstjóra vegna skipulagsbreytinga.
t)Úthlutun námsstyrkja milli málaflokka og deilda innan aðalsjóðs.
u)Lækkun fjárveitinga til framkvæmd við móttökustöðvar úrgangs.
v)Lækkun fjárvetingar til viðhaldsverkefna Félagslegra íbúða.
x)Lækkun fjárveitinga til viðhaldsverkefna Eignarhaldsfélagsins Hrauns
y)Hækkun framlaga Jöfnunarsjóðs í samræmi við lög um viðauka sveitarfélaga.
Viðaukinn felur í sér eftirfarandi samanlagðar breytingar á útgjöldum:
Útgjöld í rekstri A hluta hækka um 16,4.kr. og rekstrarniðurstaða A hluta verður jákvæð um kr. 213,8 m.kr.
Útgjöld í rekstri B hluta lækka um 15 m.kr. og rekstrarniðurstaða samstæðu verður jákvæð um 505 m.kr.
Fjárfestingar í A hluta hækka um 206,1 m.kr. og verða 731,3 m.kr. í stað 576 m.kr. áður.
Fjárfestingar í B hluta hækka um 50,5 m.kr. og verða í samstæðu 1.331,5 m.kr. í stað 1.074,9 m.kr. áður
Lántökur hækka um 52,4 m.kr. og verða 162,4 m.kr. á árinu.
Handbært fé Aðalsjóðs mun lækka alls um 216,8 m.kr. frá fjárhagsáætlun ársins og verða 49,4 m.kr. í árslok 2019.
Ragnar Sigurðsson vék af fundi undir liðum o) og p)
Liður a) í viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2019, borinn upp sérstaklega og samþykktur með 7 atkvæðum. Fulltrúar sjálfstæðisflokks eru á móti.
Til máls við viðauka nr. 6 utan liða a), o) og p) tóku Ragnar Sigurðsson, Jón Björn Hákonarson og Einar Már Sigurðarson.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2019, utan liða a), o) og p) með 9 atkvæðum.
Liðir o) og p) samþykktir með 8 atkvæðum.
Forseti gerði grein fyrir viðauka en viðaukinn sundurliðar og gerir nánari grein fyrir eftirfarandi:
a)Kaup á Búðareyri 2 Reyðarfirði.
b)Kaup á Sæbergi 3 Breiðdal.
c)Nýtt þjónustuhús Breiðdal.
d)Endurbætur skíðasvæðis Oddsskarði.
e)Endurbætur íþróttahúss Eskifirði.
f)Endurbætur Skólamiðstöðvar Fáskrúðsfirði.
g)Endurbætur skólahúsnæðis Breiðdal
h)Endurbætur Egilsbúðar Neskaupstað.
i)Framkvæmdir við Skólaveg á Fáskrúðsfirði - gatnagerð.
j)Framkvæmdir við Skólaveg á Fáskrúðsfirði - vatnsveita.
k)Framkvæmdir við Skólaveg á Fáskrúðsfirði - fráveita.
l)Endurbætur Sæbergs Breiðdal.
m)Snjómokstur í Fjarðabyggð.
n)Uppbyggingu fólkvanga, friðlanda og útivistarsvæða í Fjarðabyggð.
o)Fjárframlag til reksturs hjúkrunarheimilsins Hulduhlíðar.
p)Tilfærsla framlags innan aðalsjóðs til hjúkrunarheimila.
q)Tilfærslur fjármagns milli vinnuskóla og umhverfisverkefna innan aðalsjóðs.
r)Leiðrétting innri húsaleigu milli málaflokka og deilda aðalsjóðs.
s)Ráðningar mannauðsstjóra vegna skipulagsbreytinga.
t)Úthlutun námsstyrkja milli málaflokka og deilda innan aðalsjóðs.
u)Lækkun fjárveitinga til framkvæmd við móttökustöðvar úrgangs.
v)Lækkun fjárvetingar til viðhaldsverkefna Félagslegra íbúða.
x)Lækkun fjárveitinga til viðhaldsverkefna Eignarhaldsfélagsins Hrauns
y)Hækkun framlaga Jöfnunarsjóðs í samræmi við lög um viðauka sveitarfélaga.
Viðaukinn felur í sér eftirfarandi samanlagðar breytingar á útgjöldum:
Útgjöld í rekstri A hluta hækka um 16,4.kr. og rekstrarniðurstaða A hluta verður jákvæð um kr. 213,8 m.kr.
Útgjöld í rekstri B hluta lækka um 15 m.kr. og rekstrarniðurstaða samstæðu verður jákvæð um 505 m.kr.
Fjárfestingar í A hluta hækka um 206,1 m.kr. og verða 731,3 m.kr. í stað 576 m.kr. áður.
Fjárfestingar í B hluta hækka um 50,5 m.kr. og verða í samstæðu 1.331,5 m.kr. í stað 1.074,9 m.kr. áður
Lántökur hækka um 52,4 m.kr. og verða 162,4 m.kr. á árinu.
Handbært fé Aðalsjóðs mun lækka alls um 216,8 m.kr. frá fjárhagsáætlun ársins og verða 49,4 m.kr. í árslok 2019.
Ragnar Sigurðsson vék af fundi undir liðum o) og p)
Liður a) í viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2019, borinn upp sérstaklega og samþykktur með 7 atkvæðum. Fulltrúar sjálfstæðisflokks eru á móti.
Til máls við viðauka nr. 6 utan liða a), o) og p) tóku Ragnar Sigurðsson, Jón Björn Hákonarson og Einar Már Sigurðarson.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2019, utan liða a), o) og p) með 9 atkvæðum.
Liðir o) og p) samþykktir með 8 atkvæðum.
10.
Búðareyri 2 Reyðarfirði, kaupsamningur
Lagt er til að kaup á Búðareyri 2 á Reyðarfirði verði að hluta fjármögnuð með lántöku hjá Sparisjóði Austurlands, með skuldabréfi að fjárhæð 40,8 m.kr. til 15 ára með 6,75% vöxtum. Lánið er óverðtryggt og með fyrsta veðrétti í eigninni. Lántaka lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Til máls tóku Ragnar Sigurðsson, Sævar Guðjónsson, Jón Björn Hákonarson, Einar Már Sigurðarson, Rúnar Már Gunnarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir og Pálína Margeirsdóttir.
Sjálfstæðisflokkurinn er á móti lántöku.
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum fyrirliggjandi skuldabréf við Sparisjóð Austurlands að höfuðstól kr. 40.800.000, til allt að 15 ára, í samræmi við skilmála skuldabréfs sem liggja fyrir á fundinum og bæjarfulltrúar hafa kynnt sér. Lánið er óverðtryggt á breytilegum vöxtum. Skuldabréfið er með 1. veðrétti í Búðareyri 2 Reyðarfirði og er lánið tekið til að fjármagna kaup fasteignarinnar. Jafnframt er Gunnari Jónssyni, staðgengli bæjarstjóra Fjarðabyggðar kt. 291065-8059, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fjarðabyggðar að undirrita skuldabréfið við Sparisjóð Austurlands sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Til máls tóku Ragnar Sigurðsson, Sævar Guðjónsson, Jón Björn Hákonarson, Einar Már Sigurðarson, Rúnar Már Gunnarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir og Pálína Margeirsdóttir.
Sjálfstæðisflokkurinn er á móti lántöku.
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum fyrirliggjandi skuldabréf við Sparisjóð Austurlands að höfuðstól kr. 40.800.000, til allt að 15 ára, í samræmi við skilmála skuldabréfs sem liggja fyrir á fundinum og bæjarfulltrúar hafa kynnt sér. Lánið er óverðtryggt á breytilegum vöxtum. Skuldabréfið er með 1. veðrétti í Búðareyri 2 Reyðarfirði og er lánið tekið til að fjármagna kaup fasteignarinnar. Jafnframt er Gunnari Jónssyni, staðgengli bæjarstjóra Fjarðabyggðar kt. 291065-8059, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fjarðabyggðar að undirrita skuldabréfið við Sparisjóð Austurlands sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
11.
Lántaka 100 m.kr. á árinu 2019
Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2019 var gert ráð fyrir lántöku allt að 100 m. kr. á árinu. Lagt er til að þessi lánsheimild verði nýtt. Heimild til lántöku lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum fyrirliggjandi lánasamning við Íslandsbanka að höfuðstól kr. 100.000.000, til allt að 15 ára, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og bæjarfulltrúar hafa kynnt sér. Lánið er jafngreiðslulán og óverðtryggt á breytilegum vöxtum. Er lánið tekið til að endurfjármagna fjárfestingu ársins að hluta. Jafnframt er Gunnari Jónssyni, staðgengli bæjarstjóra Fjarðabyggðar kt. 291065-8059, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fjarðabyggðar að undirrita lánssamning Íslandsbanka sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum fyrirliggjandi lánasamning við Íslandsbanka að höfuðstól kr. 100.000.000, til allt að 15 ára, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og bæjarfulltrúar hafa kynnt sér. Lánið er jafngreiðslulán og óverðtryggt á breytilegum vöxtum. Er lánið tekið til að endurfjármagna fjárfestingu ársins að hluta. Jafnframt er Gunnari Jónssyni, staðgengli bæjarstjóra Fjarðabyggðar kt. 291065-8059, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fjarðabyggðar að undirrita lánssamning Íslandsbanka sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.