Fara í efni

Bæjarstjórn

282. fundur
17. desember 2019 kl. 17:00 - 18:50
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður
Sigurður Ólafsson aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Einar Már Sigurðarson aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 644
Málsnúmer 1912011F
Til máls tóku Eydís Ásbjörnsdóttir, Ragnar Sigurðsson, Jón Björn Hákonarson, Einar Már Sigurðarson, Rúnar Már Gunnarsson og Dýrunn Pála Skaftadóttir.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 644 frá 17. desember 2019, utan liðar 1.5., samþykkt með 9 atkvæðum.
Ragnar Sigurðsson vék af fundi undir lið 1.5.
Enginn tók til máls undir lið 1.5.
Liður 1.5. samþykktur með 8 atkvæðum.
2.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 249
Málsnúmer 1912012F
Enginn tók til máls.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 249 frá 16.desember 2019, utan liðar 2.4., samþykkt með 9 atkvæðum.
Ragnar Sigurðsson vék af fundi undir lið 2.4.
Enginn tók til máls undir lið 2.4.
Liður 2.4. samþykktur með 8 atkvæðum.
3.
Landbúnaðarnefnd - 25
Málsnúmer 1912003F
Enginn tók til máls.
Fundargerð landbúnaðarnefndar nr. 25 frá 5.desember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
4.
Hafnarstjórn - 233
Málsnúmer 1912008F
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 233 frá 9.desember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
5.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 20
Málsnúmer 1912005F
Enginn tók til máls.
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar nr. 20 frá 16.desember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
6.
Safnanefnd - 13
Málsnúmer 1911021F
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð safnanefndar nr. 13 frá 27.nóvember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
7.
Öldungaráð - 2
Málsnúmer 1911019F
Enginn tók til máls.
Fundargerð öldungaráðs nr. 2 frá 12.desember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
8.
Barnaverndarfundargerðir 2019
Málsnúmer 1902124
Enginn tók til máls.
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 111 frá 9.desember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
9.
Rafveita Reyðarfjarðar - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1911121
Forseti mælti fyrir máli.

Fyrir fundi bæjarstjórnar liggja kaupsamningar að fjárhæð 440 m.kr. ásamt fylgiskjölum 1-4, við RARIK ohf. f.h. Fjarðabyggðar og Rafveitu Reyðarfjarðar, um sölu á dreifikerfi og spennistöðvum Rafveitu Reyðarfjarðar auk búnaðar og tækja sem fylgja eiga. Einnig kaupsamningur að fjárhæð 130 m.kr. ásamt fylgiskjölum 1-7, við Orkusöluna f.h. Fjarðabyggðar og Rafveitu Reyðarfjarðar um sölu á raforkuviðskiptum Rafveitu Reyðarfjarðar, yfirtöku á samningum við Landsvirkjun ásamt rafstöð og stíflu. Kaupsamningar þessir eru háðir fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlits hvað varðar orkusölu veitunnar og samþykki iðnaðarráðherra á yfirtöku RARIK á einkaleyfi Rafveitu Reyðarfjarðar til orkudreifingar.

Eins og bæjarstjórn hefur áður bókað, er Rafveita Reyðarfjarðar síðasta dreifiveita rafmagns hér á landi, í beinni eigu og rekstri á hendi sveitarfélags. Umhverfi og regluverk sem veitum er sett í núgildandi raforkulöggjöf er orðið verulega snúið og umfangsmikið. Um langt árabil hefur Rafveita Reyðarfjarðar framleitt um 5% af því rafmagni sem hún endurselur en rúmlega 95% hafa verið keypt á heildsölumarkaði. Það ásamt auknum kröfum í rekstrarumhverfi, samkeppni á raforkumarkaði og tæknilegum lausnunm, gera sveitarfélaginu erfitt fyrir með áframhaldandi rekstur rafveitunar í núverandi starfsumhverfi. Þetta er ástæða þess að bæjarstjórn samþykkir að selja RARIK og Orkusölunni, Rafveitu Reyðarfjarðar og starfsemi hennar. Báðir þessir aðilar eru sérhæfðir í rekstri rafmagnsveitna og sölu raforku í samkeppnisumhverfi. Þannig geta þeir nýtt stærðarhagkvæmni og veitt sömu þjónustu til viðskiptavina veitunnar til framtíðar. Þá eru RARIK og Orkusalan að fullu í opinberri eigu, með starfsemi á Austurlandi og þannig er tryggt að notendur rafveitunnar sitji við sama borð og aðrir landsmenn hvað varðar öryggi og þjónustu. Þetta telur bæjarstjórn mjög mikilvægt og er grundvallarástæða þess að til þessara fyrirtækja var leitað vegna sölu á rekstri Rafveitu Reyðarfjarðar.

Þá er það vilji bæjarstjórnar að þeir fjármunir sem sveitarfélagið fær í sinn hlut, eftir greiðslu skatta, af sölu þessari renni fyrst og fremst til uppbyggingar Íþróttahúss Reyðarfjarðar ásamt öðrum slíkum mannvirkjum og samfélagslegum verkefnum á Reyðarfirði. Farið verður í áætlunargerð og skipulag vegna þessa eftir að salan hefur gengið í gegn. Jafnframt mun sveitarfélagið beita sér fyrir því í samningum við Orkusöluna að húsnæði rafstöðvar Rafveitu Reyðarfjarðar verði varðveitt og vel við haldið til framtíðar, enda um að ræða menningarleg verðmæti í sögu Reyðarfjarðar.
Haldinn var íbúafundur vegna málsins þann 16.desember sl. á Reyðarfirði og kynntar þar forsendur þessarar ákvörðunar og hvað liggur henni til grundvallar. Á þeim fundi komu fram ýmis rök og spurningar um málið sem svarað var. Bæjarstjórn ítrekar að hún nálgast málið af virðingu fyrir öllum rökum með og á móti sölu Rafveitu Reyðarfjarðar og hefur skilning á því að ekki eru allir sammála sölunni.

Til máls tók Ragnar Sigurðsson, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson, Rúnar Már Gunnarsson.

Tillaga um sölu Rafveitu Reyðarfjarðar til RARIK og Orkusölunnar borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks eru á móti.