Fara í efni

Bæjarstjórn

283. fundur
9. janúar 2020 kl. 16:00 - 16:30
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Einar Már Sigurðarson aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 645
Málsnúmer 1912016F
Til máls tóku: Eydís Ásbjörnsdóttir, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 6. janúar sl. samþykkt með 9 atkvæðum.
2.
Ungmennaráð - 2
Málsnúmer 1912009F
Enginn tók til máls.
Fundargerð ungmennaráðs frá 19. desember sl. samþykkt með 9 atkvæðum.
3.
Skammtímafjármögnun Fjarðabyggðar 2020
Málsnúmer 1912171
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir lántöku.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar tillögu fjármálastjóra um að framlengja heimild til yfirdráttar að fjárhæð 300 milljónir króna hjá Íslandsbanka í allt að eitt ár.
Engin tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum framlengingu yfirdrátts að fjárhæð 300 m.kr.
4.
Reglur um launað námsleyfi í leikskólum
Málsnúmer 2001016
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir reglum.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar reglum um launuð námsleyfi í leikskólum Fjarðabyggðar auk minnisblaðs.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum reglur um launað námsleyfi í leikskólum Fjarðabyggðar
5.
Endurnýjun samninga við björgunarsveitir í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2001059
Forseti mælti fyrir tillögu um að samningar við björgunarsveitir í Fjarðabyggð sem giltu til ársloka 2018 yrðu framlengdir til 31.12.2019. Jafnframt yrði bætt við samning Björgunarsveitinni Geisla á Breiðdalsvík og styrkveitingar til hennar taki mið af samningsfjárhæðum sem giltu fyrir hinar björgunarsveitirnar í Fjarðabyggð. Þá taki samningsfjárhæðir 5% hækkun milli áranna 2018 og 2019. Þá er bæjarstjóra falið að hefja vinnu við gerð nýrra samninga við björgunarsveitir í Fjarðabyggð og leggja fyrir bæjarráð til staðfestingar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögur forseta bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.