Fara í efni

Bæjarstjórn

287. fundur
5. mars 2020 kl. 16:00 - 16:45
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður
Sigurður Ólafsson aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Einar Már Sigurðarson aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Stefán Aspar Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 652
Málsnúmer 2002024F
Til máls tóku: Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 2. mars sl. staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 253
Málsnúmer 2002021F
Til máls tók Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð eigna-, skipulags-, og umhverfisnefndar frá 24. febrúar sl. staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Hafnarstjórn - 237
Málsnúmer 2002016F
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 17. febrúar sl. staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 22
Málsnúmer 2002015F
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar frá 17. febrúar sl. með breytingu um skipan í starfshóp í lið 6 staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Ungmennaráð - 3
Málsnúmer 2002002F
Enginn tók til máls.
Fundargerð ungmennaráðs frá 5. febrúar sl. staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Málsnúmer 1810136
Forseti mælti fyrir matslýsingu
Vísað frá eigna-, skipulags-, og umhverfisnefnd til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar drögum að skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Fjarðabyggðar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir skipulags- og matslýsingu með 9 atkvæðum.
7.
Lántaka 2020 hjá Lánasjóði sveitarfélaga
Málsnúmer 2001114
Forseti mælti fyrir lántöku.
Vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar tillögu fjármálastjóra um að nýta samþykki Lánasjóðs sveitarfélaga um lán að upphæð 200 m.kr. af eigin fé sjóðsins til Fjarðabyggðar. Tillaga fjármálastjóra er sú að samþykki Lánasjóðsins verði nýtt og lánsheimild í áætlun ársins 2020 auk 100 m.kr. viðbótar lántöku verði heimiluð.
Til máls tóku: Rúnar Már Gunnarsson, Jón Björn Hákonarson, Ragnar Sigurðarson, Einar Már Sigurðarson.

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkir hér með 9 með atkvæðum á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 200.000.000, með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins þar mað talið bygging leikskóla, hafnar- og veituframkvæmdir. sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar kt. 251171-2979, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fjarðabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
8.
Fjárhagsáætlun 2020 - viðauki 1
Málsnúmer 2003011
Forseti mælti fyrir máli.
Framlagður viðauki 1 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2020. Viðaukinn varðar lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga, gervigras á Fjarðabyggðarhöllina, breytingar á Egilsbúð, húsaleigusamning um Hafnarbraut 2.
Viðaukinn breytir rekstrarútgjöldum í A hluta sem lækka um 41 m.kr., fjárfestingar í A hluta hækka um 77,6 m.kr. og eignasala í A hluta hækkar um 40 m.kr. auk þess sem lántaka í A hluta vex um 100 m.kr. og leiguskuldbindingar í A hluta vaxa um 21 m.kr.. Í B hluta hækka leiguskuldbindingar um 10,6 m.kr. og eignasala í B hluta hækkar um 410 m.kr. Sjóður í upphafi árs lækkar um 181 m.kr. Eigið fé einstakra stofnana og samstæðunnar í heild breytist til samræmis. Samandregið var sjóðsstaða áætluð í lok árs 2020 um 358 m.kr en er nú áætluð um 701 m.kr. breytingu á stöðu handbærs fjár í upphafi árs og sölu á Rafveitu Reyðarfjarðar.
Til máls tóku:
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2020 samþykktur með 9 atkvæðum.