Fara í efni

Bæjarstjórn

291. fundur
7. maí 2020 kl. 16:00 - 16:45
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður
Sigurður Ólafsson aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Einar Már Sigurðarson aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Stefán Aspar Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2019, síðari umræða
Málsnúmer 2001126
Vísað til síðari umræðu bæjarstjórnar ársreikningi Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2019 en ársreikningur hefur ekki tekið breytingum milli umræðna að öðru leyti en því að fyrirvari í skýringu nr. 23. er felldur út. Fyrirvari var vegna skoðunar Samkeppniseftirlits á sölu Rafveitu Reyðarfjarðar.
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir ársreikningi við síðari umræðu.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2019. Bæjarstjórn staðfestir jafnframt með 9 atkvæðum ábyrgðar- og skuldbindingaryfirlit Fjarðabyggðar fyrir árið 2019.
2.
Bæjarráð - 660
Málsnúmer 2004011F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 20. apríl sl. staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Bæjarráð - 661
Málsnúmer 2004016F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 27. apríl sl. utan liðar 3.9. staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Bæjarráð - 662
Málsnúmer 2004020F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 4. maí sl. staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 257
Málsnúmer 2004013F
Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Enginn tók til máls.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 20. apríl sl. staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 258
Málsnúmer 2004018F
Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 27. apríl sl. staðfest með 9 atkvæðum.
7.
Hafnarstjórn - 241
Málsnúmer 2004014F
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 22. apríl sl. staðfest með 9 atkvæðum.
8.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 71
Málsnúmer 2004009F
Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Enginn tók til máls.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 17. apríl sl. staðfest með 9 atkvæðum.
9.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 72
Málsnúmer 2004015F
Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 22. apríl sl. staðfest með 9 atkvæðum.
10.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 17
Málsnúmer 2004012F
Ragnar Sigurðsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu fundargerðar.
Enginn tók til máls.
Fundargerð framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna frá 22. apríl sl. staðfest með 8 atkvæðum.
11.
Félagsmálanefnd - 133
Málsnúmer 2004022F
Ragnar Sigurðsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu fundargerðar.
Enginn tók til máls.
Fundargerð félagsmálanefndar frá 5. maí sl. utan liðar 4 staðfest með 8 atkvæðum.
12.
Barnaverndarfundargerðir 2020
Málsnúmer 2003129
Enginn tók til máls.
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 114 frá 16. apríl 2020 staðfest með 9 atkvæðum.
13.
Fjárhagsáætlun 2020 - viðauki 2
Málsnúmer 2004150
Ragnar Sigurðsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu viðauka.
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir viðauka við fjárhagsáætlun.
Vísað frá bæjarráði til staðfestingar í bæjarstjórn viðauka 2 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2020. Viðaukinn er vegna framlaga til hjúkrunarheimila 24 m.kr., fasteignakaupa 12,5 m.kr. og snjómoksturs 35 m.kr. Heildaráhrifin eru til kostnaðarauka um 71,5 m.kr. í A hluta til hlutaðeigandi málaflokka og er honum mætt með lækkun á eigin fé aðalsjóðs og samstæðunnar í heild. Sjóðstaða lækkar úr 701 m.kr. í 629. m.kr. í árslok.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 8 atkvæðum viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2020.
14.
Tillaga að sölu íbúða í eigu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1606124
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir tillögu að sölulista eigna.
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd tillögu um fasteignir á sölulista sbr. reglur um sölu íbúða. Bætt er við eignum á Breiðdalsvík ásamt áhaldahúsum á Norðfirði og Reyðarfirði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum sölulista eigna fyrir árið 2020.