Bæjarstjórn
297. fundur
17. september 2020
kl.
16:00
-
16:50
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir
aðalmaður
Magni Þór Harðarson
varamaður
Sigurður Ólafsson
aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
aðalmaður
Einar Már Sigurðarson
aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Heimir Snær Gylfason
varamaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 677
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Dýrunn Pála Skaftadóttir, Jón Björn Hákonarson, Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 7. september sl. staðfest með 9 atkvæðum.
Til máls tóku: Dýrunn Pála Skaftadóttir, Jón Björn Hákonarson, Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 7. september sl. staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 678
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 14.september sl. staðfest með 9 atkvæðum.
Fundargerð bæjarráðs frá 14.september sl. staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 268
Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 31.ágúst sl. staðfest með 9 atkvæðum.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 31.ágúst sl. staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 269
Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 7.september sl. staðfest með 9 atkvæðum.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 7.september sl. staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Fræðslunefnd - 88
Enginn tók til máls.
Fundargerð fræðslunefndar 9.september sl. staðfest með 9 atkvæðum.
Fundargerð fræðslunefndar 9.september sl. staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 78
Til máls tók Pálína Margeirsdóttir.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 9. september sl. staðfest með 9 atkvæðum.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 9. september sl. staðfest með 9 atkvæðum.
7.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 30
Til máls tók Magni Þór Harðarson.
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar frá 7. september sl. staðfest með 9 atkvæðum.
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar frá 7. september sl. staðfest með 9 atkvæðum.
8.
Félagsmálanefnd - 136
Enginn tók til máls.
Fundargerð félagsmálanefndar frá 8. september sl. staðfest með 9 atkvæðum.
Fundargerð félagsmálanefndar frá 8. september sl. staðfest með 9 atkvæðum.
9.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 18
Til máls tók Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir.
Fundargerð framkvæmdaráðs hjúkrunarheimila frá 2. september sl. staðfest með 9 atkvæðum.
Fundargerð framkvæmdaráðs hjúkrunarheimila frá 2. september sl. staðfest með 9 atkvæðum.
10.
Reglur um stuðningsþjónustu
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir nýjum reglum um stuðningsþjónustu.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar drögum að nýjum reglum þar sem öll stuðningsþjónusta er felld undir sömu reglur. Reglurnar eiga því við um þjónustu við börn sem fullorðna innan heimilis sem utan. Reglurnar ná einnig yfir þjónustu við fatlað fólk. Með nýjum reglum falla því úr gildi reglur Fjarðabyggðar um félagslega heimaþjónustu, reglur Fjarðabyggðar um stuðningsfjölskyldur, reglur um félagslega liðveislu hjá félagsþjónustusviði Fjarðabyggðar, reglur um snjómokstur fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja og reglur um garðslátt fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja. Félagsmálanefnd hefur samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum reglur um stuðningsþjónustu.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar drögum að nýjum reglum þar sem öll stuðningsþjónusta er felld undir sömu reglur. Reglurnar eiga því við um þjónustu við börn sem fullorðna innan heimilis sem utan. Reglurnar ná einnig yfir þjónustu við fatlað fólk. Með nýjum reglum falla því úr gildi reglur Fjarðabyggðar um félagslega heimaþjónustu, reglur Fjarðabyggðar um stuðningsfjölskyldur, reglur um félagslega liðveislu hjá félagsþjónustusviði Fjarðabyggðar, reglur um snjómokstur fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja og reglur um garðslátt fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja. Félagsmálanefnd hefur samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum reglur um stuðningsþjónustu.
11.
Málefni hjúkrunarheimila, samningar við Sjúkratryggingar
Forseti mælti fyrir tillögu að uppsögn samnings Sjúkratrygginga Íslands og Hjúkrunarheimilanna Uppsala og Hulduhlíðar.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar tillögu um að samning um rekstur hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð við Sjúkratryggingar Íslands verði sagt upp.
Málefni hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð hafa verið um langt skeið til ítarlegrar umfjöllunar innan nefnda og ráða sveitarfélagsins. Jafnframt hafa bæjaryfirvöld verið um árabil í viðræðum við heilbrigðisyfirvöld um málaflokkinn þar sem ljóst er að fjárhagslegur grundvöllur reksturs þeirra er brostinn, þrátt fyrir að yfirstjórn og starfsfólk þeirra hafi kappkostað að haga rekstrinum sem best um leið og staðinn hefur verið vörður um faglegt starf og kröfur, og hefur verið um langa tíð. Þessar viðræður hafa engan árangur borið og því getur sveitarfélagið Fjarðabyggð ekki unað lengur.
Vaxandi taprekstur hefur verið á rekstri heimilanna síðan árið 2014 og er hallinn orðinn um 150 milljónir króna á þessum tíma. Þá hefur sveitarfélagið lagt þeim til fé á móti úr rekstri sínum þrátt fyrir ábyrgð málaflokksins sé á hendi ríkisvaldsins . Þá hefur ótal sinnum verið bent á það ósamræmi sem er í rekstrarumhverfi hjúkrunarheimilanna þar sem sum þeirra eru nú fjármögnuð beint af ríkisframlögum.
Vegna þessa sér bæjarstjórn Fjarðabyggðar sér ekki annað fært en að taka undir með framkvæmdaráði hjúkrunarheimilanna, félagsmálanefnd og bæjarráði sveitarfélagsins og samþykkir að segja upp samningi um rekstur þeirra við Sjúkratryggingar Íslands. Um leið minnir bæjarstjórn á að ríkisvaldinu er skylt að taka við rekstrinum þannig að enginn brestur verði á þjónustu við heimilismenn á hjúkrunarheimilunum og réttindi og kjör starfsmanna þeirri haldist óbreytt líkt og kom fram við svipaðar aðstæður á Akureyri nú síðsumars er ríkisvaldið samþykkti að taka við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að samningi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð verði sagt upp og felur bæjarstjóra framkvæmd uppsagnarinnar.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar tillögu um að samning um rekstur hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð við Sjúkratryggingar Íslands verði sagt upp.
Málefni hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð hafa verið um langt skeið til ítarlegrar umfjöllunar innan nefnda og ráða sveitarfélagsins. Jafnframt hafa bæjaryfirvöld verið um árabil í viðræðum við heilbrigðisyfirvöld um málaflokkinn þar sem ljóst er að fjárhagslegur grundvöllur reksturs þeirra er brostinn, þrátt fyrir að yfirstjórn og starfsfólk þeirra hafi kappkostað að haga rekstrinum sem best um leið og staðinn hefur verið vörður um faglegt starf og kröfur, og hefur verið um langa tíð. Þessar viðræður hafa engan árangur borið og því getur sveitarfélagið Fjarðabyggð ekki unað lengur.
Vaxandi taprekstur hefur verið á rekstri heimilanna síðan árið 2014 og er hallinn orðinn um 150 milljónir króna á þessum tíma. Þá hefur sveitarfélagið lagt þeim til fé á móti úr rekstri sínum þrátt fyrir ábyrgð málaflokksins sé á hendi ríkisvaldsins . Þá hefur ótal sinnum verið bent á það ósamræmi sem er í rekstrarumhverfi hjúkrunarheimilanna þar sem sum þeirra eru nú fjármögnuð beint af ríkisframlögum.
Vegna þessa sér bæjarstjórn Fjarðabyggðar sér ekki annað fært en að taka undir með framkvæmdaráði hjúkrunarheimilanna, félagsmálanefnd og bæjarráði sveitarfélagsins og samþykkir að segja upp samningi um rekstur þeirra við Sjúkratryggingar Íslands. Um leið minnir bæjarstjórn á að ríkisvaldinu er skylt að taka við rekstrinum þannig að enginn brestur verði á þjónustu við heimilismenn á hjúkrunarheimilunum og réttindi og kjör starfsmanna þeirri haldist óbreytt líkt og kom fram við svipaðar aðstæður á Akureyri nú síðsumars er ríkisvaldið samþykkti að taka við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að samningi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð verði sagt upp og felur bæjarstjóra framkvæmd uppsagnarinnar.
12.
Samgöngumál í Fjarðabyggð
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir sameiginlegri bókun bæjarstjórnar sem lögð er fram.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar skorar á Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að flýta gerð nýrrar tvíbreiðrar brúar yfir Sléttuá í Reyðarfirði sem er á þjóðvegi eitt. Í kjölfar gerðar Fáskrúðsfjarðargangna átti að fara í endurgerð brúar yfir Sléttuá og vegtengingar frá henni til þéttbýlisins á Reyðarfirði en ekki enn eru þær áætlanir komnar lengra en á teikniborðið frá árinu 2006. Við slíkt er ekki hægt að una enda er núverandi brú yfir Sléttuá umferðarþyngsta einbreiða brúin á Austurlandi samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar og ekki þarf frekari vitnanna við hvað varðar slysahættu því samhliða.
Því skorar bæjarstjórn Fjarðabyggðar á stjórnvöld að tryggja nú fjármagn á komandi ári til að hægt verði að ráðast í verkið innan fjárfestingarátaks stjórnvalda sem miðar að því að bæta umferðaröryggi með að fækka einbreiðum brúm á þjóðvegi eitt um landið. Um leið verði þá framkvæmdum við endurbætur á Suðurfjarðarvegi um Fáskrúðs- og Stöðvarfjörð flýtt í núverandi samgönguáætlun því ekki er minni þörf á endurbótum þess vegar eins og Fjarðabyggð hefur margoft bent á við samgönguyfirvöld og barist fyrir. Ekki síst við einbreiðar brýr sem þar eru í botni fjarðanna og þurfa að komast í forgang.
Bæjarstjórn staðfestir bókun með 9 atkvæðum og felur bæjarritara að koma henni á framfæri.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar skorar á Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að flýta gerð nýrrar tvíbreiðrar brúar yfir Sléttuá í Reyðarfirði sem er á þjóðvegi eitt. Í kjölfar gerðar Fáskrúðsfjarðargangna átti að fara í endurgerð brúar yfir Sléttuá og vegtengingar frá henni til þéttbýlisins á Reyðarfirði en ekki enn eru þær áætlanir komnar lengra en á teikniborðið frá árinu 2006. Við slíkt er ekki hægt að una enda er núverandi brú yfir Sléttuá umferðarþyngsta einbreiða brúin á Austurlandi samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar og ekki þarf frekari vitnanna við hvað varðar slysahættu því samhliða.
Því skorar bæjarstjórn Fjarðabyggðar á stjórnvöld að tryggja nú fjármagn á komandi ári til að hægt verði að ráðast í verkið innan fjárfestingarátaks stjórnvalda sem miðar að því að bæta umferðaröryggi með að fækka einbreiðum brúm á þjóðvegi eitt um landið. Um leið verði þá framkvæmdum við endurbætur á Suðurfjarðarvegi um Fáskrúðs- og Stöðvarfjörð flýtt í núverandi samgönguáætlun því ekki er minni þörf á endurbótum þess vegar eins og Fjarðabyggð hefur margoft bent á við samgönguyfirvöld og barist fyrir. Ekki síst við einbreiðar brýr sem þar eru í botni fjarðanna og þurfa að komast í forgang.
Bæjarstjórn staðfestir bókun með 9 atkvæðum og felur bæjarritara að koma henni á framfæri.