Fara í efni

Bæjarstjórn

301. fundur
19. nóvember 2020 kl. 16:00 - 16:40
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir forseti bæjarstjórnar
Jón Björn Hákonarson aðalmaður
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Sigurður Ólafsson aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Einar Már Sigurðarson aðalmaður
Heimir Snær Gylfason varamaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 687
Málsnúmer 2011003F
Fundargerðir bæjarráðs nr. 687 og nr. 688 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Sigurður Ólafsson og Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs nr. 687 frá 9.nóvember, samþykkt með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 688
Málsnúmer 2011010F
Fundargerðir bæjarráðs nr. 687 og nr. 688 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Sigurður Ólafsson og Jón Björn Hákonarson
Fundargerð bæjarráðs nr. 688 frá 16.nóvember, samþykkt með 9 atkvæðum.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 274
Málsnúmer 2010020F
Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 274 og nr. 275 teknar til afgreiðslu saman.
Enginn tók til máls.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 274 frá 2.nóvember, samþykkt með 9 atkvæðum.
4.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 275
Málsnúmer 2011005F
Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 274 og nr. 275 teknar til afgreiðslu saman.
Enginn tók til máls.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 275 frá 9.nóvember, samþykkt með 9 atkvæðum.
5.
Hafnarstjórn - 252
Málsnúmer 2011007F
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson og Ragnar Sigurðsson.
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 252 frá 10.nóvember, samþykkt með 9 atkvæðum.
6.
Fræðslunefnd - 92
Málsnúmer 2011004F
Enginn tók til máls.
Fundargerð fræðslunefndar nr. 92 frá 11.nóvember, samþykkt með 9 atkvæðum.
7.
Félagsmálanefnd - 139
Málsnúmer 2011006F
Enginn tók til máls.
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 139 frá 10.nóvember, samþykkt með 9 atkvæðum.
8.
Barnaverndarfundargerðir 2020
Málsnúmer 2003129
Enginn tók til máls.
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 123 frá 12.nóvember, samþykkt með 9 atkvæðum.
9.
Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar - breytingar október 2020
Málsnúmer 2010103
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir tillögu um breytingu á samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar við síðari umræðu.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum breytingu á samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar.
10.
Erindisbréf menningar- og nýsköpunarnefndar - endurskoðað 2020
Málsnúmer 2010102
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir tillögu um breytingu á erindisbréfi menningar- og nýsköpunarnefndar við síðari umræðu.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum breytingu á erindisbréfi menningar- og nýsköpunarnefndar.
11.
Gjaldskrá fasteignagjalda 2021
Málsnúmer 2009133
Bæjarstjóri mælti fyrir gjaldskrá fasteignagjalda en endursamþykkja þarf gjaldskrána fyrir árið 2021 þar sem villa var í bókun bæjarstjórnar á fundi 5.nóvember sl., um upphæð sorphirðu- og sorpeyðingargjalda. Rétt upphæð sorphreinsunargjalds er 31.136 kr. og sorpeyðingargjalds er 14.777 kr. Gjaldskráin er að öðru leyti rétt.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fasteignagjalda með 9 atkvæðum.
12.
Íþrótta -og tómstundastyrkur ríkið
Málsnúmer 2011009
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir drögum að reglum Fjarðabyggðar um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki. Um er að ræða úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja til barna frá tekjulágum heimilum til að auka jöfnuð til íþrótta- og tómstundastarf, sbr. fjáraukalög fyrir árið 2020, sbr. og lög nr. 26/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins. Félagsmálanefnd og bæjarráð hafa samþykkt reglur um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki fyrir sitt leyti.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir reglur um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki með 9 atkvæðum.
13.
Reglur um niðurgreiðslu daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur
Málsnúmer 2009173
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir reglum um niðurgreiðslu daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur. Félagsmálanefnd og bæjarráð hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir reglur um niðurgreiðslu daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur, með 9 atkvæðum.