Fara í efni

Bæjarstjórn

302. fundur
3. desember 2020 kl. 16:00 - 17:20
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir forseti bæjarstjórnar
Jón Björn Hákonarson aðalmaður
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Sigurður Ólafsson aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Einar Már Sigurðarson aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 - 2024
Málsnúmer 2005017
Bæjarstjóri mælti fyrir breytingum á fjárhagsáætlun árin 2021 til 2024 milli umræðna og áætlun til síðari umræðu.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar tillögum að breytingum á fjárhagsáætlun milli umræðna ásamt endanlegri fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana árin 2021 til 2024 til síðari umræðu.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2021 í milljónum kr.
Rekstrarniðurstaða
Samstæða A-hluta 40 m.kr.
Samstæða B-hluta 337 m.kr.
Samstæða A og B hluta 377 m.kr.
Fjárfestingar
Samstæða A-hluta 644 m.kr.
Samstæða B-hluta 491 m.kr.
Samstæða A og B hluta 1.135 m.kr.
Afborganir langtímalána og leiguskuldbindinga
Samstæða A-hluta 386 m.kr.
Samstæða B-hluta 154 m.kr.
Samstæða A og B hluta 540 m.kr
Skuldir og skuldbindingar A hluta verði 9,7 mi.kr. og samstæðunnar í heild 9,4 mi.kr. í árslok 2021.
Eigið fé er áætlað að nemi 1,4 milljörðum króna í A hluta og 6,9 milljörðum króna í samstæðu í árslok 2021.
Til máls tóku: Eydís Ásbjörnsdóttir, Ragnar Sigurðsson, Jón Björn Hákonarson, Einar Már Sigurðarson, Rúnar Már Gunnarsson,
Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð greiðir atkvæði gegn framlagðri fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021- 2024. Eins og fram hefur komið í fyrri bókunum flokksins þá er lagst gegn frekari skuldasöfnun sveitarfélagsins. Við teljum afar brýnt að snúið sé frá núverandi stefnu skuldasöfnunar og reksturinn verði sjálfbær að nýju þar sem jafnvægi sé á milli tekna og útgjalda sveitarfélagsins.
Í fyrsta sinn í áraraðir er áætlað að skuldahlutfall A og B hluta Fjarðabyggðar hækki og fari úr rúmum 110% í rúm 118% á næsta ári. Þá er á áætlun fram til ársins 2023 að taka langtímalán fyrir tæpa 2 milljarða, þar af 700 milljónir til að endurfjármagna núverandi lán sem skapar aukið svigrúm í rekstri til ársins 2024. Þrátt fyrir það er gert ráð fyrir áframhaldandi skuldsetningu sem Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki unað við og greiðir því atkvæði gegn fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Bókun fulltrúa Fjarðalista og Framsóknarflokks
Bæjarfulltrúar Fjarðalista og Framsóknarflokks lýsa yfir ánægju með fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2021 sem liggur fyrir til samþykktar og afgreiðslu við síðari umræðu í bæjarstjórn. Þrátt fyrir að ytri aðstæður í efnahagslífinu og áhrif Covid-19 hafi reynt á Fjarðabyggð, eins og önnur sveitarfélög hérlendis, hefur tekist að ná jafnvægi í rekstur A-hluta sveitarsjóðs fyrir næsta ár og snúa við væntum taprekstri sem stefndi í. Engu að síður bíður áframhaldandi vinna við tillögur og lausnir til hagkvæmari rekstrar í A-hluta sveitarsjóðs á næstu árum og þannig ná niður þörf á lántöku til fjárfestinga hans. Þetta er vinna sem farið verður í og þarf að vera kominn mynd á fyrir úthlutun ramma fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022. Samt er nauðsynlegt í þeirri vinnu að hafa að leiðarljósi hag íbúanna um leið og brugðist verði við hvatningu ríkisvaldsins, sem fjármálaráðherra hefur talað fyrir, um nauðsyn þess að opinberir aðilar dragi ekki saman seglin í þessu ástandi heldur framkvæmi og haldi fólki í vinnu.
Bæjarstjórn staðfestir með 7 atkvæðum fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana árin 2021 til 2024. Ragnar Sigurðsson og Dýrunn Pála Skaftadóttir greiða atkvæði gegn fjárhagsáætlun.
2.
Bæjarráð - 689
Málsnúmer 2011016F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tók Sigurður Ólafsson.
Fundargerð bæjarráð frá 23. nóvember sl. staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Bæjarráð - 690
Málsnúmer 2011020F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 30. nóvember sl. staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 276
Málsnúmer 2011015F
Til máls tók Eydís Ásbjörnsdóttir.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 23. nóvember sl. staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Hafnarstjórn - 253
Málsnúmer 2011017F
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 24. nóvember sl. staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 81
Málsnúmer 2011013F
Til máls tók Pálína Margeirsdóttir.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 18. nóvember sl. staðfest með 9 atkvæðum.
7.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 33
Málsnúmer 2011011F
Enginn tók til máls.
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar frá 16. nóvember sl. staðfest með 9 atkvæðum.
8.
Barnaverndarfundargerðir 2020
Málsnúmer 2003129
Enginn tók til máls.
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 124 frá 26. nóvember sl. staðfest með 9 atkvæðum.
9.
Deiliskipulag Holtahverfis - óveruleg breyting, fækkun- og breyting lóða
Málsnúmer 2011127
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir tillögu að breytingu deiliskipulags.
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis. Tillagan gerir ráð fyrir fækkun lóða og breytingum á lóðarmörkum. Tillagan var ekki grenndarkynnt þar sem hún hefur bara áhrif á lóðarhafa og Fjarðabyggð.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum tillögu um óverulega breytingu deiliskipulags Holtahverfis.
10.
Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar 2021
Málsnúmer 2011128
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir tillögu að endurgreiðsluhlutfalli
Vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar tillögu Brúar lífeyrissjóðs um að endurgreiðsluhlutfall árið 2021 vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Neskaupstaðar í B-deild Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, verði 72% á næsta ári.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum að endurgreiðsluhlutfall árið 2021 vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Neskaupstaðar B-deildar verði 72%.
11.
Stjórnkerfisnefnd
Málsnúmer 2011203
Bæjarstjóri mælti fyrir málslið.
Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn að stjórnkerfisnefnd taki til starfa til þess að fjalla um, endurskoða og koma með tillögur að breytingar á stjórnskipulagi, verði það niðurstaða bæjarráðs. Markmið með endurskoðuninni er að skoða hvort auka megi skilvirkni, hagkvæmni og framþróun í rekstri og starfsemi Fjarðabyggðar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum tillöguna.
12.
Lántaka 2020 hjá Lánasjóði sveitarfélaga
Málsnúmer 2001114
Bæjarstjóri mælti fyrir tillögu um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar tillögu um 500 m.kr. lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga sbr. viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2021.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 500.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórn hefur kynnt sér.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins og endurfjármögnunar eldri lána sem fela í sér að vera verkefni sem hafa almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Jóni Birni Hákonarsyni, bæjarstjóra, kt. 270173-3149, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fjarðabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.