Fara í efni

Bæjarstjórn

303. fundur
17. desember 2020 kl. 16:00 - 16:55
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir forseti bæjarstjórnar
Jón Björn Hákonarson aðalmaður
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Sigurður Ólafsson aðalmaður
Magni Þór Harðarson varamaður
Einar Már Sigurðarson aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 691
Málsnúmer 2012004F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Sigurður Ólafsson, Jón Björn Hákonarson, Pálína Margeirsdóttir.
Fundargerð bæjarráðs frá 7. desember sl. utan liðar 7 staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 692
Málsnúmer 2012008F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 14. desember sl. utan liðar 10 staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 277
Málsnúmer 2012003F
Til máls tók Eydís Ásbjörnsdóttir.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 7. desember sl. staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 82
Málsnúmer 2012006F
Til máls tók Pálína Margeirsdóttir.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 10. desember sl. staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Fræðslunefnd - 93
Málsnúmer 2012005F
Til máls tók Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð fræðslunefndar frá 9. desember sl. staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Fjárhagsáætlun 2020 - viðauki 6
Málsnúmer 2011173
Bæjarstjóri mælti fyrir viðauka nr. 6
Vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar viðauka 6 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2020. Viðauki 6 við fjárhagsáætlun ársins 2020 felur í sér breytingar vegna eignakaupa og framkvæmda eignasjóðs, vatnsveitu og fráveitu, akstri vegna sundkennslu, skiptingu námsstyrkja, símenntunarsjóðs og sérstaks framlags vegna faraldurs, auk leiðréttingar á áætlun ársins.

13 m.kr. er bætt við fjárfestingar Eignasjóðs vegna Breiðdalsskóla. Viðskiptastaða Eignasjóðs lækkar sem því nemur gagnvart Aðalsjóð.

10 m.kr. er bætt við fjárfestingar Eignasjóðs vegna Skólavegs. Viðskiptastaða Eignasjóðs lækkar sem því nemur gagnvart Aðalsjóð.

30 m.kr. er bætt við fjárfestingar Eignarhaldsfélagsins Hrauns vegna Leikskóla Lyngholt. Viðskiptastaða Eignarhaldsfélagsins Hrauns lækkar sem því nemur gagnvart Aðalsjóð.

40 m.kr. er bætt við fjárfestingar Vatnsveitu vegna Fáskrúðsfjarðarveitu. Viðskiptastaða Vatnsveitu lækkar sem því nemur gagnvart Aðalsjóð.

31 m.kr. er bætt við fjárfestingar Fráveitu vegna Fáskrúðsfjarðarveitu. Einnig er 11 m. kr. fluttar af viðhaldi til fjárfestingar. Viðskiptastaða Fráveitu lækkar um 20 m.kr. gagnvart Aðalsjóð.

9,2 m.kr. bætt við fjárfestingar Eignasjóðs vegna kaupa á Sæbergi 1 en kaupin eru fjármögnuð með skuldajöfnun. Viðskiptastaða Eignasjóðs lækkar um sömu upphæð gagnvart Aðalsjóði en eigið fé aðalsjóðs lækkar ekki vegna skuldajöfnunar.

3,7 m.kr. er bætt við rekstur fræðslumála í aðalsjóði vegna skólaaksturs. Rekstrarniðurstaða Aðalsjóðs lækkar samsvarandi sem og sjóður og eigið fé.

Millifærslur sem hafa ekki áhrif á rekstrarkostnað, sjóð og eigið fé Aðalsjóðs og samstæðu Fjarðabyggðar en breytir áætlun málaflokka.

3,2 m.kr. af framlagi til stofnana vegna faraldurs er skipt milli deilda í Aðalsjóði.
2 m.kr. af liðnum Nýir íbúar færast til óvissra útgjalda.
4,6 m.kr. framlag til stofnana vegna námstyrkja er skipt milli deilda í Aðalsjóði.
9,4 m.kr. framlag til stofnana vegna endurmenntunar er skipt milli deilda í Aðalsjóði.
11,2 m.kr. framlag til stofnana af liðnum óviss útgjöld er skipt í samræmi við ákvörðun bæjarráðs.
1,6 m.kr. millifærsla vegna danskennslu milli stofnana í fræðslumálum.

Samandregnar breytingar eru að rekstrarkostnaður í A hluta hækkar um 3,7 m.kr. Rekstrarkostnaður í B hluta lækkar í Fráveitu um um 11 m.kr. Fjárfestingar í Eignasjóðum í A hluta hækka um 62,2 m.kr. Fjárfestingar í B hluta í Fráveitu og Vatnsveitu hækka um 71 m.kr. Eigið fé einstakra stofnana og samstæðunnar í heild breytist til samræmis. Samandregið er sjóðsstaða áætluð í lok árs 2020 um 440 m.kr.

Enginn tók til máls:
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum viðauka nr. 6. við fjárhagsáætlun 2020.
7.
Svæðisskipulagsnefnd
Málsnúmer 2012051
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir endurskoðun starfsreglna.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar staðfestingu Fjarðabyggðar á endurskoðuðum starfsreglum svæðisskipulagsnefndar, sem taka m.a. mið af sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir endurskoðaðar starfsreglur svæðisskipulagsnefndar með 9 atkvæðum.
8.
Stjórnkerfisnefnd
Málsnúmer 2011203
Bæjarstjóri mælti fyrir breytingartillögu stjórnkerfisnefndar.
Vísað frá stjórnkerfisnefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar, tillögu um breytingu á stjórnskipulagi fjölskyldusviðs.

Stjórnkerfisnefnd leggur til að verkefnaskiptin á sviðinu taki breytingum í samræmi við tillögur sviðsstjóra fjölskyldusviðs með eftirfarandi útfærslu. Sviðinu verði áfram skipt upp eftir fjórum málaflokkum og yfirmenn þeirra heyra undir sviðsstjóra. Breytingar verði ekki á verksviði fræðslustjóra.

Stjórnandi fjölskylduráðgjafar og barnaverndar fær nýtt starfsheiti og verður stjórnandi barnaverndar og félagsþjónustu. Mun hann samræma starfsemi barnaverndar og félagsþjónustu. Undir hann heyrir fjölskylduráðgjöf, barnavernd, félagsþjónusta, stoðþjónusta eldri borgara og öryrkja ásamt dagvist aldraðra. Hann verður starfsmaður félagsmálanefndar og barnaverndarnefndar.

Félagsmálastjóri fær nýtt starfsheiti og verður stjórnandi forvarnar- og stuðningsmála (við fatlað fólk). Undir hann heyra búsetuþjónusta, stuðningsþjónusta, málefni fatlaðs fólks og forvarnarverkefni ásamt jafnréttis- og mannréttindamálum. Hann verður starfsmaður forvarnarteymis.

Starf íþrótta- og frístundastjóra breytist og verður stjórnandi íþróttahúsa og sundlauga. Undir hann heyrir rekstur íþróttamannvirkja ásamt vinnuskóla. Hann verður starfsmaður íþrótta- og tómstundanefndar.

Ný staða deildarstjóra frístunda og tómstundamála bætist við á sviðinu og heyrir starfið undir stjórnanda íþróttahúsa og sundlauga. Undir hann heyra tómstundamál, félagsstarf aldraðra, frístundastarf barna, æskulýðsmiðstöðvar, skóladagheimili og sumarfrístund. Hann verður starfsmaður ungmennaráðs og öldungaráðs

Nefndin leggur jafnframt til að bæjarstjóra verði falin endanleg útfærsla breytinga sem leiða af ákvörðun þessari þ.m.t. uppfærsla á samþykktum, erindisbréfum nefnda, starfslýsingum starfsmanna, ferlum, reglum og fjárhagsáætlun málaflokka sem um ræðir.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum tillögu stjórnkerfisnefndar.