Fara í efni

Bæjarstjórn

305. fundur
21. janúar 2021 kl. 16:00 - 16:40
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir forseti bæjarstjórnar
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Sigurður Ólafsson aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Einar Már Sigurðarson aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 695
Málsnúmer 2101003F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Sigurður Ólafsson, Jón Björn Hákonarson, Ragnar Sigurðsson,
Fundargerð bæjarráðs frá 11. janúar sl. staðfestur með 8 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 696
Málsnúmer 2101011F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 18. janúar sl. utan liðar 10 staðfest með 8 atkvæðum.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 279
Málsnúmer 2101005F
Enginn tók til máls.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 13. janúar sl. staðfest með 8 atkvæðum.
4.
Hafnarstjórn - 255
Málsnúmer 2101007F
Til máls tók Sigurður Ólafsson.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 12. janúar sl. staðfest með 8 atkvæðum.
5.
Fræðslunefnd - 94
Málsnúmer 2101006F
Enginn tók til máls.
Fundargerð fræðslunefndar frá 13. janúar sl. staðfest með 8 atkvæðum.
6.
Félagsmálanefnd - 141
Málsnúmer 2101004F
Enginn tók til máls.
Fundargerð félagsmálanefndar frá 12. janúar sl. staðfest með 8 atkvæðum.
7.
Barnaverndarnefnd 2021
Málsnúmer 2101080
Enginn tók til máls.
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 126 frá 14. janúar sl. staðfest með 8 atkvæðum.
8.
Fjárhagsáætlun 2020 - viðauki 7
Málsnúmer 2101097
Bæjarstjóri mælti fyrir viðauka.
Vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2020.
Viðauki 7 við fjárhagsáætlun ársins 2020 felur í sér breytingar á fjárhagsáætlun vegna sölu eigna í eignarsjóði og félagslegum íbúðum auk úthlutunar úr veikindalaunapotti.
12 m.kr. er úthluta af liðnum starfsmannakostnaður til deilda aðalsjóðs til að mæta kostnaði vegna langtímaveikinda skv. sundurliðun. Ráðstöfunin hefur ekki áhrif á heildarniðurstöðu fjárhagsáætlunar
40,7 m.kr. er bætt við seldar eignir í félagslegum íbúðum. Uppgreiðsla lána hækkar um 43,1 m.kr. Viðskiptastaða Félagslegra íbúða hækkar um 11,5 m.kr. Viðskiptakröfur, sjóður og eigið fé aðalsjóðs hækkar samsvarandi.
60,9 m.kr. er bætt við seldar eignir eignasjóðs vegna sölu hesthúss á Símonartúni, Nesgötu 5, Grímseyrar 6 og Búðareyrar 19 og 21. Viðskiptastaða eignasjóðs hækkar um 64,9 m.kr. Viðskiptakröfur, sjóður og eigið fé aðalsjóðs hækkar samsvarandi.
Samandregnar breytingar eru að rekstrarniðurstaða í A hluta hækkar um 16,5 m.kr. Rekstrarniðurstaða í B hluta hækkar í félagslegum íbúðum um 32,2 m.kr. Afborganir lána í félagslegra íbúða hækka um 43,1 m.kr. Viðskiptakröfur hækka um 51,1 m.kr. Eigið fé einstakra stofnana og samstæðunnar í heild breytist til samræmis. Sjóðsstaða í lok árs verður 455 m.kr.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 8 atkvæðum viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2020.
9.
Forkaupsréttur að Laxinum NK-71
Málsnúmer 2101019
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir máli.
Vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar beiðni um yfirlýsingu þess efnis að sveitarfélagið hyggist ekki nýta forkaupsrétt á bátnum Laxinum NK-71 nr.1841, sem er 8,86 br.tonna bátur í eigu Keppings ehf. Kaupandi bátsins er Fengur útgerð ehf. á Akureyri. Skipið er án aflahlutdeildar, án aflamarks og án grásleppuleyfis.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 8 atkvæðum að nýta ekki forkaupsrétt að skipinu Laxinum NK-71.
10.
Deiliskipulag Eskifjörður-Miðbær, breyting, Lambeyrarbraut, vistgata og ný lóð
Málsnúmer 2101072
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir auglýsingu á breytingu deiliskipulags.
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar tillögu um að auglýsa breytingu á deiliskipulaginu Eskifjörður - Miðbær en nefndin hefur ákveðið að leggja til breytingu þess.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum að auglýsa breytingu á deiliskipulaginu Eskifjörður - Miðbær.