Fara í efni

Bæjarstjórn

306. fundur
4. febrúar 2021 kl. 16:00 - 16:45
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir forseti bæjarstjórnar
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Sigurður Ólafsson aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Einar Már Sigurðarson aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 697
Málsnúmer 2101015F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Sigurður Ólafsson, Jón Björn Hákonarson, Ragnar Sigurðsson.
Fundargerð bæjarráðs frá 25. janúar sl. staðfest með 9 atkvæðum
2.
Bæjarráð - 698
Málsnúmer 2101020F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 1. febrúar sl. utan liðar 11 staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 280
Málsnúmer 2101016F
Til máls tók Eydís Ásbjörnsdóttir.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 25. janúar sl. staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Hafnarstjórn - 256
Málsnúmer 2101018F
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 26. janúar sl. staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 83
Málsnúmer 2101017F
Enginn tók til máls.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 25. janúar sl. staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Skammtímafjármögnun Fjarðabyggðar 2021
Málsnúmer 2101116
Bæjarstjóri mælti fyrir máli.
Vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar heimild til framlengingar og hækkunar yfirdráttar í 400 milljónir króna hjá Íslandsbanka sem gildi til 5. febrúar 2022.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum nýjan skammtímalánasamning við Íslandsbanka um framlengingu á yfirdráttarheimild allt að 400 milljónir króna til 5. febrúar 2022.
7.
Íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2003158
Bæjarstjóri mælti fyrir máli.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar drögum að rammasamningi við félagið Hrafnhól hf. um byggingu íbúðarhúsnæðis.
Til máls tók Eydís Ásbjörnsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum rammasamning við Hrafnshól sem felur í sér áform um mikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Fjarðabyggð á næstu árum allt að 53 íbúðum. Um hvern verkáfanga verður gerður sérstakur samningur sem felur í sér aðkomu Fjarðabyggðar að viðkomandi áfanga. Gert er ráð fyrir í samningnum uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði í þessari lotu en vilji er til hjá Hrafnshól að skoða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Stöðvarfirði og Breiðdal ef eftirspurn kemur til.
8.
Forkaupsréttur að Beljanda SU306 nr. 2298
Málsnúmer 2101224
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir máli.
Vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar beiðni um yfirlýsingu þess efnis að sveitarfélagið hyggist ekki nýta forkaupsrétt á bátnum Beljanda SU-306 nr. 2298, sem er 11,83 brúttó tonna bátur í eigu Gullrúnar ehf. Kaupandi bátsins er Sæfiskur ehf. á Patreksfirði. Skipið er selt án aflahlutdeildar, án aflamarks og án grásleppuleyfis.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum að nýta ekki forkaupsrétt að skipinu Beljanda SU-306.