Fara í efni

Bæjarstjórn

315. fundur
24. júní 2021 kl. 16:00 - 16:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir forseti bæjarstjórnar
Ívar Dan Arnarson varamaður
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Sigurður Ólafsson aðalmaður
Sigríður Margrét Guðjónsdóttir varamaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson varamaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Magni Þór Harðarson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 713
Málsnúmer 2106003F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tók Sigurður Ólafsson.
Fundargerð bæjarráðs frá 7.júní, staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 714
Málsnúmer 2106011F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Sigurður Ólafsson og Pálína Margeirsdóttir.
Fundargerð bæjarráðs frá 14.júní, utan liðar 24, staðfest með 9 atkvæðum.
Kristinn Þór Jónasson vék af fundi undir lið 24.
Fundarliður 24 staðfestur með 8 atkvæðum.
3.
Bæjarráð - 715
Málsnúmer 2106015F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tók Sigurður Ólafsson.
Fundargerð bæjarráðs frá 21.júní, staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 290
Málsnúmer 2106002F
Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tók Eydís Ásbjörnsdóttir.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 7.júní, utan liðar 10, staðfest með 9 atkvæðum.
Dýrunn Pála Skaftadóttir vék af fundi undir lið 10.
Fundarliður 10 staðfestur með 8 atkvæðum.
5.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 291
Málsnúmer 2106016F
Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tók Eydís Ásbjörnsdóttir.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 21.júní, staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Hafnarstjórn - 264
Málsnúmer 2106007F
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 8.júní, staðfest með 9 atkvæðum.
7.
Fræðslunefnd - 99
Málsnúmer 2106004F
Enginn tók til máls.
Fundargerð fræðslunefndar frá 7.júní, staðfest með 9 atkvæðum.
8.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 39
Málsnúmer 2106013F
Enginn tók til máls.
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar frá 14.júní, staðfest með 9 atkvæðum.
9.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 89
Málsnúmer 2106005F
Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tók Pálína Margeirsdóttir.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 7.júní, staðfest með 9 atkvæðum.
10.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 90
Málsnúmer 2106012F
Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tók Pálína Margeirsdóttir.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 14.júní, staðfest með 9 atkvæðum.
11.
Félagsmálanefnd - 145
Málsnúmer 2106006F
Enginn tók til máls.
Fundargerð félagsmálanefndar frá 8.júní, staðfest með 9 atkvæðum.
12.
Barnaverndarnefnd 2021
Málsnúmer 2101080
Enginn tók til máls.
Fundargerð barnaverndarnefndar frá 10.júní, staðfest með 9 atkvæðum.
13.
Kosning forseta bæjarstjórnar kjörtímabilið 2018 - 2022
Málsnúmer 1806022
Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs.
Eydís Ásbjörnsdóttir er tilnefnd sem forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og komu ekki fram önnur framboð. Eydís Ásbjörnsdóttir er því kjörinn forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar samhljóða til eins árs.
14.
Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar kjörtímabilið 2018 - 2022
Málsnúmer 1806023
Kosning 1. og 2.varaforseta bæjarstjórnar til eins árs. Tilnefnd eru sem 1. varaforseti Einar Már Sigurðarson og 2. varaforseti Sigurður Ólafsson. Aðrar tilnefningar eru ekki bornar fram og eru þeir kjörnir varaforsetar samhljóða til eins árs.
15.
Kosning bæjarráðs kjörtímabilið 2018 - 2022
Málsnúmer 1806024
Kosning bæjarráðs til eins árs. Tillaga er borin fram um að aðalmenn bæjarráðs verði Sigurður Ólafsson formaður, Pálína Margeirsdóttir varaformaður og Ragnar Sigurðsson. Rúnar Gunnarsson verði áheyrnarfulltrúi í bæjarráði með málfrelsis og tillögurétt. Aðrar tillögur voru ekki lagðar fram og eru tilnefndir fulltrúar bæjarráðs kosnir samhljóða til eins árs.
16.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2018 - 2022
Málsnúmer 1806029
Kosning skv. 62. gr. samþykkta Fjarðabyggðar, iii, a-hluti, skipan til 1 árs, þriðji liður. Fulltrúar á aðalfund SSA.
Samkvæmt samþykkt aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi þann 23. júní 2020 þá eru kjörnir aðalmenn í bæjarstjórn fulltrúar sveitarfélagsins á aðalfundi þess og kjörnir varamenn bæjarstjórnar varafulltrúar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tilnefningu samkvæmt breyttum samþykktum sambandsins.
17.
740 smábátahöfn - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2106128
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir máli. Lögð fram lóðarumsókn Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, dagsett 17. júní 2021, þar sem sótt er um lóð undir aðstöðuhús við smábátahöfnina á Norðfirði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Jafnframt er samþykkt að fara með breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breyting hefur ekki áhrif á aðra en umsækjanda.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir stækkun lóðarinnar í umboði bæjarráðs með 9 atkvæðum.
18.
735 Marbakki 7 - Beiðni um stækkun lóðar
Málsnúmer 2106080
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir máli. Lögð fram umsókn Eskju hf, dagsett 10. júní 2021, þar sem óskað er eftir stækkun lóðar fyrirtækisins að Marbakka 7 á Eskifirði vegna fyrirhugaðrar stækkunar löndunarhúss. Samþykki hafnarstjórnar vegna stækkunar lóðarinnar liggur fyrir. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt stækkun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs. Jafnframt er samþykkt að fara með breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breyting hefur ekki áhrif á aðra en umsækjanda og höfnina.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir stækkun lóðarinnar í umboði bæjarráðs með 9 atkvæðum.
19.
Upplýsingaöryggisstefna
Málsnúmer 1805200
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir endurskoðaðri upplýsingaöryggisstefnu.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar endurskoðaðri upplýsingaöryggisstefnu. Upplýsingaöryggisstefna var staðfest 16. júlí 2018 en síðan þá hafa orðið smávægilegar breytingar s.s. staðlar og lagabreytingar. Þá voru einnig gerðar smávægilegar breytingar á orðalagi.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa stefnunni til síðari umræðu í bæjarráði.
20.
Persónuverndarstefna
Málsnúmer 1805202
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir endurskoðaðri persónuverndarstefnu.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar endurskoðaðri persónuverndarstefnu. Persónuverndarstefnan var staðfest 16. júlí 2018 en síðan þá hafa orðið smávægilegar breytingar s.s. lagabreytingar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa stefnunni til síðari umræðu í bæjarráði.
21.
Útvistunarstefna upplýsingatæknimála
Málsnúmer 1805201
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir endurskoðaðri útvistunarstefnu upplýsingatæknimála.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar endurskoðaðri útvistunarstefna upplýsingatæknimála. Útvistunarstefnan var samþykkt 16. júlí 2018 en síðan þá hafa orðið smávægilegar breytingar s.s. tilkoma nýrra staðla.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa stefnunni til síðari umræðu í bæjarráði.
22.
Sumarleyfi bæjarstjórnar
Málsnúmer 1606067
Forseti mælti fyrir sumarleyfi bæjarstjórnar 2021.
Tillaga forseta bæjarstjórnar.
Lagt er til að bæjarstjórn taki sumarfrí í júlí og hluta ágústmánaðar sbr. 7. gr. samþykkta Fjarðabyggðar og komi saman að nýju eftir sumarfrí, fimmtudaginn 19. ágúst 2021. Einnig er lagt til að bæjarráði verði falið ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðsla mála bæjarstjórnar meðan á sumarfríi stendur sbr. 46. gr samþykkta Fjarðabyggðar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða tillögu að sumarleyfi bæjarstjórnar.

Forseti bæjarstjórn bar einnig upp tillögu um fundardaga bæjarstjórnar fram að áramótum.

19. ágúst
2. september
16. september
7. október
21. október
4. nóvember
18. nóvember
2. desember
16. desember

Bæjarstjórn staðfesti tillögu að fundardögum samhljóða.