Fara í efni

Bæjarstjórn

326. fundur
3. febrúar 2022 kl. 16:00 - 16:49
í fjarfundi
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir forseti bæjarstjórnar
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Sigurður Ólafsson aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Einar Már Sigurðarson aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 740
Málsnúmer 2201010F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Ragnar Sigurðsson og Eydís Ásbjörnsdóttir,
Fundargerð bæjarráðs frá 24. janúar samþykkt með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 741
Málsnúmer 2201014F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til afgreiðslu saman.
Jón Björn Hákonarson vék af fundi undir lið 2.3. í fundargerð bæjarráðs frá 31.janúar.
Til máls tóku Sigurður Ólafsson og Eydís Ásbjörnsdóttir.
Fundargerð bæjarráðs frá 31. janúar, utan liðar 2.3., samþykkt með 9 atkvæðum.
Fundarliður 2.3. samþykktur með 8 atkvæðum.
3.
Hafnarstjórn - 273
Málsnúmer 2201013F
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 25. janúar samþykkt með 9 atkvæðum.
4.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 304
Málsnúmer 2201012F
Til máls tók Eydís Ásbjörnsdóttir.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 24. janúar samþykkt með 9 atkvæðum.
5.
Skammtímafjármögnun Fjarðabyggðar 2022
Málsnúmer 2202001
Bæjarstjóri gerði grein fyrir að heimild til yfirdráttar að fjárhæð 400 milljónir króna hjá Íslandsbanka rennur út þann 4. febrúar 2022. Óskað er eftir staðfestingu bæjarstjórnar á samningi um framlengingu á yfirdráttarheimild að fjárhæð 400 milljónir króna til eins árs hjá Íslandsbanka.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að framlengja til eins árs, yfirdráttarheimild að fjárhæð 400 milljónir króna hjá Íslandsbanka.
6.
Stefnumótun og þarfagreining í málefnum eldri borgara í Fjarðabyggð.
Málsnúmer 2202015
Forseti mælti fyrir tillögu um að farið verði í stefnumótun og þarfagreiningu í málefnum eldri borgara í Fjarðabyggð. Horft verði til stöðunnar í málaflokknum og þeirra stefna sem í gildi eru hjá sveitarfélaginu. Lagt er til að félagsmálanefnd og sviðsstjóri fjölskyldusviðs, ásamt þeim starfsmönnum er málið varðar, haldi utan um þessa vinnu.
Til máls tóku Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, Sigurður Ólafsson, Einar Már Sigurðarson, Ragnar Sigurðsson, Jón Björn Hákonarson og Eydís Ásbjörnsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu með 9 atkvæðum.