Fara í efni

Bæjarstjórn

329. fundur
31. mars 2022 kl. 16:00 - 17:02
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir forseti bæjarstjórnar
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Sigurður Ólafsson aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Birta Sæmundsdóttir varamaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar árið 2021
Málsnúmer 2202017
Bæjarstjóri mælti fyrir ársreikningi Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2021.
Til máls tóku: Ragnar Sigurðsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson, Sigurður Ólafsson, Rúnar Már Gunnarsson, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa ársreikningi Fjarðabyggðar og
stofnana fyrir árið 2021 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
2.
Bæjarráð - 745
Málsnúmer 2203003F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Sigurður Ólafsson, Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 14. mars staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Bæjarráð - 746
Málsnúmer 2203009F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 21. mars staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Bæjarráð - 747
Málsnúmer 2203014F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 28. mars staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Bæjarráð - 748
Málsnúmer 2203015F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 31. mars staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 307
Málsnúmer 2203004F
Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tók Eydís Ásbjörnsdóttir.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 7. mars staðfest með 9 atkvæðum.
7.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 308
Málsnúmer 2203011F
Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 21. mars staðfest með 9 atkvæðum.
8.
Hafnarstjórn - 275
Málsnúmer 2203007F
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 15. mars staðfest með 9 atkvæðum.
9.
Fræðslunefnd - 108
Málsnúmer 2203002F
Fundargerðir fræðslunefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tók Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir.
Fundargerð fræðslunefndar frá 9. mars staðfest með 9 atkvæðum.
10.
Fræðslunefnd - 109
Málsnúmer 2203012F
Fundargerðir fræðslunefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð fræðslunefndar frá 23. mars staðfest með 9 atkvæðum.
11.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 97
Málsnúmer 2203010F
Til máls tók Pálína Margeirsdóttir.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 21. mars staðfest með 9 atkvæðum.
12.
Barnaverndarnefnd 2022
Málsnúmer 2202112
Enginn tók til máls.
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 136 frá 10. mars staðfest með 9 atkvæðum.
13.
Reglur um launað námsleyfi starfsmanna leikskóla Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2203088
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir drögum að reglum.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar drögum að reglum um launuð námsleyfi fyrir starfsmenn leikskóla Fjarðabyggðar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum reglur um launuð námsleyfi fyrir starfsmenn leikskóla.
14.
Reglur um námsstyrki til starfsmanna og stofnana
Málsnúmer 2109050
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir drögum að uppfærðum reglum.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar drögum að uppfærðum reglum um námsstyrki fyrir starfsmenn og stofnanir Fjarðabyggðar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum reglur um námsstyrki fyrir starfsmenn og stofnanir Fjarðabyggðar.
15.
Reglur um styrki til stjórnmálaflokka
Málsnúmer 1805147
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir drögum að endurskoðuðum reglum.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar uppfærðum reglum að framlögum til stjórnmálasamtaka í Fjarðabyggð.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum reglur um framlög til stjórnmálasamtaka í Fjarðabyggð.
16.
Yfirlýsingar um samþykkt stofnframlaga vegna Brákar hses
Málsnúmer 2203070
Forseti mælti fyrir veitingu stofnframlaga vegna byggingu íbúða
Bæjarráð samþykkti að veita stofnframlög til byggingar sex almennra leiguíbúða fyrir tekjulága einstaklinga. Um er að ræða tvö verkefni á vegum Brákar hses, tvær íbúðir á Eskifirði og fjórar íbúðir á Norðfirði. Heildarupphæð stofnframlaga Fjarðabyggðar er um 22,1 milljón kr. á grundvelli 14. gr.laga nr. 52/2016 um almennar leiguíbúðir.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að leggja fram stofnframlag að fjárhæð 22,1 milljón kr.