Bæjarstjórn
330. fundur
7. apríl 2022
kl.
16:00
-
16:50
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
forseti bæjarstjórnar
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Pálína Margeirsdóttir
aðalmaður
Sigurður Ólafsson
aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
aðalmaður
Einar Már Sigurðarson
aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar árið 2021
Bæjarstjóri mælti fyrir ársreikningi Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2021 við síðari umræðu.
Til máls tóku Eydis Ásbjörnsdóttir, Ragnar Sigurðsson og Einar Már Sigurðarson.
Bókun Fjarðalista og Framsóknarflokks við seinni umræðu um ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana 2021.
Nú við síðari umræðu um ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2021 vill meirihluti Fjarðalista og Framsóknarflokks lýsa yfir ánægju með afkomu sveitarfélagsins, þrátt fyrir að breytingar á lífeyrisskuldbindingum setji sitt mark á lokaniðurstöðu hans. Þrátt fyrir að sveitarfélagið sé að koma út úr því efnahagsumhverfi sem covid faraldurinn hefur haft mikil áhrif á og brugðist hafi verið við áeggjan ríkisvaldsins um auknar fjárfestingar á sama tíma, er staða sveitarfélagsins sterk. Fjöldi einstaklinga voru ráðnir í sumarstörf á síðasta ári auk þess sem ráðist var í ýmsar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins.
Ársreikningurinn ber merki fjárhagslegs styrks sveitarfélagsins og endurspeglast öflugt atvinnulíf þess í niðurstöðum hans. Áfram verður í forgrunni að halda vel utan um rekstur A-hluta til framtíðar, líkt og verið hefur síðustu ár. Samstæða A og B hluta er afar sterk sem gerir Fjarðabyggð að öflugu samfélagi til framtíðar.
Bókun Sjálfstæðisflokksins við seinni umræðu um ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana 2021.
Sjálfstæðisflokkurinn lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu A hluta reksturs Fjarðabyggðar. Ársreikningur sveitarfélagsins sýnir glögglega að aðhalds er þörf. Umtalsverðar framúrkeyrslur í rekstri A hlutans kallar fram 430 milljón króna lakari niðurstöður en fjárhagsáætlun sveitarfélagsins gerði ráð fyrir, þrátt fyrir umtalsverða tekjuaukningu. Umframkeyrsla í launakostnaði sveitarfélagsins er áhyggjuefni en sá kostnaður sveitarfélagsins er tæpum 300 milljónum króna umfram fjárhagsáætlun síðasta árs. Sömu sögu er að segja varðandi lántökur A hlutans en í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins var gert ráð fyrir 180 milljón króna lántöku vegna fjárfestinga sveitarfélagsins en námu í árslok 462 milljónum króna. A hlutinn er ósjálfbær og stendur ekki undir rekstri eins og staðan er í dag. Brýn þörf er á því að gæta aðhalds og sýna aga í fjármálum sveitarfélagsins með raunhæfri fjárhagsáætlanagerð. Sterk fjárhagsleg staða B hluta sveitarfélagsins er jákvæð og fagnaðarefni, enda þarf B hlutinn að standa undir fjárhagslegri skuldbindingu og mæta þörfum atvinnulífs. Mikilvægt er að B hlutinn sé sterkur því þannig getum við vaxið í krafti atvinnulífs, sem er meðal annars forsenda fyrir auknum tekjum í A hluta í formi útsvars og fasteignagjalda.
Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2021.
Ársreikningur var undirritaður í lok fundar af bæjarstjórn.
Til máls tóku Eydis Ásbjörnsdóttir, Ragnar Sigurðsson og Einar Már Sigurðarson.
Bókun Fjarðalista og Framsóknarflokks við seinni umræðu um ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana 2021.
Nú við síðari umræðu um ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2021 vill meirihluti Fjarðalista og Framsóknarflokks lýsa yfir ánægju með afkomu sveitarfélagsins, þrátt fyrir að breytingar á lífeyrisskuldbindingum setji sitt mark á lokaniðurstöðu hans. Þrátt fyrir að sveitarfélagið sé að koma út úr því efnahagsumhverfi sem covid faraldurinn hefur haft mikil áhrif á og brugðist hafi verið við áeggjan ríkisvaldsins um auknar fjárfestingar á sama tíma, er staða sveitarfélagsins sterk. Fjöldi einstaklinga voru ráðnir í sumarstörf á síðasta ári auk þess sem ráðist var í ýmsar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins.
Ársreikningurinn ber merki fjárhagslegs styrks sveitarfélagsins og endurspeglast öflugt atvinnulíf þess í niðurstöðum hans. Áfram verður í forgrunni að halda vel utan um rekstur A-hluta til framtíðar, líkt og verið hefur síðustu ár. Samstæða A og B hluta er afar sterk sem gerir Fjarðabyggð að öflugu samfélagi til framtíðar.
Bókun Sjálfstæðisflokksins við seinni umræðu um ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana 2021.
Sjálfstæðisflokkurinn lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu A hluta reksturs Fjarðabyggðar. Ársreikningur sveitarfélagsins sýnir glögglega að aðhalds er þörf. Umtalsverðar framúrkeyrslur í rekstri A hlutans kallar fram 430 milljón króna lakari niðurstöður en fjárhagsáætlun sveitarfélagsins gerði ráð fyrir, þrátt fyrir umtalsverða tekjuaukningu. Umframkeyrsla í launakostnaði sveitarfélagsins er áhyggjuefni en sá kostnaður sveitarfélagsins er tæpum 300 milljónum króna umfram fjárhagsáætlun síðasta árs. Sömu sögu er að segja varðandi lántökur A hlutans en í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins var gert ráð fyrir 180 milljón króna lántöku vegna fjárfestinga sveitarfélagsins en námu í árslok 462 milljónum króna. A hlutinn er ósjálfbær og stendur ekki undir rekstri eins og staðan er í dag. Brýn þörf er á því að gæta aðhalds og sýna aga í fjármálum sveitarfélagsins með raunhæfri fjárhagsáætlanagerð. Sterk fjárhagsleg staða B hluta sveitarfélagsins er jákvæð og fagnaðarefni, enda þarf B hlutinn að standa undir fjárhagslegri skuldbindingu og mæta þörfum atvinnulífs. Mikilvægt er að B hlutinn sé sterkur því þannig getum við vaxið í krafti atvinnulífs, sem er meðal annars forsenda fyrir auknum tekjum í A hluta í formi útsvars og fasteignagjalda.
Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2021.
Ársreikningur var undirritaður í lok fundar af bæjarstjórn.
2.
Bæjarráð - 749
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson og Eydís Ásbjörnsdóttir
Bæjarstjórn áréttar fyrri afstöðu sína að sveitarfélagið er tilbúið að taka á móti flóttafólki en fyrir liggur að húsnæði í sveitarfélaginu er af skornum skammti. Fjölskyldusviði hefur verið falið að vera í sambandi við stjórnvöld um hvernig sveitarfélagið getur komið að málum.
Fundargerð bæjarráðs frá 4.apríl samþykkt með 8 atkvæðum.
Bæjarstjórn áréttar fyrri afstöðu sína að sveitarfélagið er tilbúið að taka á móti flóttafólki en fyrir liggur að húsnæði í sveitarfélaginu er af skornum skammti. Fjölskyldusviði hefur verið falið að vera í sambandi við stjórnvöld um hvernig sveitarfélagið getur komið að málum.
Fundargerð bæjarráðs frá 4.apríl samþykkt með 8 atkvæðum.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 309
Samþykkt var í upphafi fundar að fundargerð yrði tekin á dagskrá með afbrigðum.
Enginn tók til máls.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 4.apríl samþykkt með 8 atkvæðum.
Enginn tók til máls.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 4.apríl samþykkt með 8 atkvæðum.
4.
Hafnarstjórn - 276
Samþykkt var í upphafi fundar að fundargerð yrði tekin á dagskrá með afbrigðum.
Enginn tók til máls
Fundargerð hafnarstjórnar frá 5.apríl samþykkt með 8 atkvæðum.
Enginn tók til máls
Fundargerð hafnarstjórnar frá 5.apríl samþykkt með 8 atkvæðum.
5.
Félagsmálanefnd - 151
Fundargerðir félagsmálanefndar teknar til afgreiðslu saman
Til máls tóku Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, Einar Már Sigurðarson, Ragnar Sigurðsson og Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð félagsmálanefndar frá 29. mars samþykkt með 8 atkvæðum.
Til máls tóku Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, Einar Már Sigurðarson, Ragnar Sigurðsson og Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð félagsmálanefndar frá 29. mars samþykkt með 8 atkvæðum.
6.
Félagsmálanefnd - 152
Samþykkt var í upphafi fundar að fundargerð yrði tekin á dagskrá með afbrigðum.
Fundargerðir félagsmálanefndar teknar til afgreiðslu saman.
Enginn tók til máls
Fundargerð félagsmálanefndar frá 5.apríl samþykkt með 8 atkvæðum.
Fundargerðir félagsmálanefndar teknar til afgreiðslu saman.
Enginn tók til máls
Fundargerð félagsmálanefndar frá 5.apríl samþykkt með 8 atkvæðum.
7.
Fjárhagsáætlun 2022 - viðauki 1
Bæjarstjóri mælti fyrir tillögu að viðauka 1 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2022 vegna nýrra kjarasamninga og samþykkta bæjarstjórnar í starfsmannamálum. Bæjarráð hefur samþykkt viðauka fyrir sitt leyti og vísaði honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Viðaukinn hefur þau áhrif á fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2022 að rekstrarniðurstaða í A hluta lækkar sem nemur 55,9 milljón króna, rekstrarniðurstaða í B hluta lækkar um 424 þúsund krónur og heildaráhrifin eru lækkun á rekstrarniðurstöðu samstæðu um 56,3 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða A hluta er nú áætluð jákvæð um 57,6 milljónir króna og samstæðu í heild nú áætluð jákvæð um 646,7 milljónir króna fyrir árið 2022. Eigið fé einstakra stofnana og viðskiptareikningar þeirra við Aðalsjóð breytast til samræmis. Er nú áætlað að sjóðsstaða Fjarðabyggðar í árslok 2022 verði 146,5 milljónir króna.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 1 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2022 með 8 atkvæðum.
Viðaukinn hefur þau áhrif á fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2022 að rekstrarniðurstaða í A hluta lækkar sem nemur 55,9 milljón króna, rekstrarniðurstaða í B hluta lækkar um 424 þúsund krónur og heildaráhrifin eru lækkun á rekstrarniðurstöðu samstæðu um 56,3 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða A hluta er nú áætluð jákvæð um 57,6 milljónir króna og samstæðu í heild nú áætluð jákvæð um 646,7 milljónir króna fyrir árið 2022. Eigið fé einstakra stofnana og viðskiptareikningar þeirra við Aðalsjóð breytast til samræmis. Er nú áætlað að sjóðsstaða Fjarðabyggðar í árslok 2022 verði 146,5 milljónir króna.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 1 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2022 með 8 atkvæðum.
8.
Sveitarstjórnarkosningar 2022
Forseti mælti fyrir framlagðri tillögu yfirkjörstjórnar í Fjarðabyggð vegna sveitarstjórnarkosninga 2022 sem haldnar verða 14. maí nk. Kjördeildir verði á Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Mjóafirði, Norðfirði, Reyðarfirði, Stöðvarfirði og í Breiðdal. Kjörstaðir verði í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði, í Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar, Sólbrekku í Mjóafirði, Nesskóla, safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju, húsnæði grunnskólans á Stöðvarfirði og húsnæði grunnskólans í Breiðdal. Einstaklingar búsettir erlendis verði hafðir með kjördeild á Eskifirði. Opnunartími kjörstaða verði frá kl. 09:00 til 22:00 nema hvað reynt verði að loka í Mjóafirði á sama hátt og venjulega, þ.e. kl. 14:00. Bæjarráð hefur samþykkt tillögu yfirkjörstjórnar og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu yfirkjörstjórnar með 8 atkvæðum.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu yfirkjörstjórnar með 8 atkvæðum.
9.
735 Deiliskipulag Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði - breyting, minnkun skipulagssvæðis
Forseti mælti fyrir samþykkt eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd um að breyta deiliskipulagi Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði þannig að hluti þess sem nær inn á skipulagssvæði Dals athafnasvæðis verði felldur úr gildi. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum að auglýsa tillögu að breytingu deiliskipulags Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði þannig að hluti þess sem nær inn á skipulagssvæði Dals athafnasvæðis verði felldur úr gildi.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum að auglýsa tillögu að breytingu deiliskipulags Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði þannig að hluti þess sem nær inn á skipulagssvæði Dals athafnasvæðis verði felldur úr gildi.
10.
735 - Deiliskipulag, Dalur athafnasvæði
Forseti mælti fyrir tillögu að deiliskipulagi Dals, athafnasvæðis. Skipulagssvæðið er um 4,8 ha að stærð og er staðsett inn í dal á Eskifirði eða rétt sunnan megin við gangamunna Norðfjarðarganga og austan megin Norðfjarðarvegar. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Dalbraut. Á svæðinu er gert ráð fyrir 22 lóðum undir athafnastarfsemi og léttan iðnað.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Dals - athafnasvæðis - með 8 atkvæðum.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Dals - athafnasvæðis - með 8 atkvæðum.
11.
735 Árdalur 17 - Umsókn um lóð
Forseti mælti fyrir framlagðri lóðarumsókn Fjarðabyggðar fh. Brákar hses, dagsett 30. mars 2022, þar sem sótt er um lóðina að Árdal 17 á Eskifirði undir parhús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum að úthluta lóðinni að Árdal 17 Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum að úthluta lóðinni að Árdal 17 Eskifirði.
12.
740 Hafnarbraut 40 - Umsókn um lóð
Forseti mælti fyrir framlagðri lóðarumsókn Fjarðabyggðar fh. Brákar hses, dagsett 30. mars 2022, þar sem sótt er um lóðina að Hafnarbraut 40 á Norðfirði undir fjögurra íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum að úthluta lóðinni að Hafnarbraut 40 Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum að úthluta lóðinni að Hafnarbraut 40 Norðfirði.
13.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2018 - 2022
Bæjarstjóri mælti fyrir tillögum um breytingar á kjörstjórnum.
Yfirkjörstjórn - Agnar Bóasson tekur sæti Rutar Hafliðadóttur.
Undirkjörstjórn Reyðarfirði - Hjörtur Elí Steindórsson tekur sæti Lars Olsen.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum breytingar á kjörstjórnum.
Yfirkjörstjórn - Agnar Bóasson tekur sæti Rutar Hafliðadóttur.
Undirkjörstjórn Reyðarfirði - Hjörtur Elí Steindórsson tekur sæti Lars Olsen.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum breytingar á kjörstjórnum.