Fara í efni

Bæjarstjórn

333. fundur
3. júní 2022 kl. 16:00 - 16:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir varamaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Kosning forseta bæjarstjórnar 2022 - 2023
Málsnúmer 2205291
Aldursforseti bæjarstjórnar stýrði kjöri.
Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir er tilnefnd sem forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og komu ekki fram önnur framboð.
Hjördís er því kjörin forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar með 9 atkvæðum og tók hún við stjórn fundarins.


2.
Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar 2022 - 2023
Málsnúmer 2205292
Forseti bæjarstjórnar stýrði kjöri.
Tilnefnd eru sem 1. varaforseti Birgir Jónsson og 2. varaforseti Ragnar Sigurðsson. Aðrar tilnefningar eru ekki bornar fram og eru þau kjörin varaforsetar með 9 atkvæðum.
3.
Kosning bæjarráðs kjörtímabilið 2022 - 2023
Málsnúmer 2205293
Forseti bæjarstjórnar stýrði kjöri.
Tillaga er borin fram um að aðalmenn verði: Stefán Þór Eysteinsson sem jafnframt verði formaður bæjarráðs, Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður og Ragnar Sigurðsson. Aðrar tillögur voru ekki bornar fram og er kosning bæjarráðs því staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar - breytingar 2022
Málsnúmer 2205294
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir breytingum á samþykkt sveitarfélagsins.
Framlögð til fyrri umræðu breytingar á 62. gr. samþykkta um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar, breyting á nefndaskipan ásamt afleiddum breytingum á viðauka um fullnaðarafgreiðslur.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa samþykktinni og viðauka til frekari vinnslu bæjarráðs og síðari umræðu bæjarstjórnar.
5.
Erindisbréf mannvirkja- og veitunefndar
Málsnúmer 2205297
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir erindisbréfi.
Framlagt nýtt erindisbréf fyrir mannvirkja- og veitunefnd en nefndin tekur við hluta af verkefnum eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa erindisbréfi til frekari vinnslu bæjarráðs og til síðari umræðu í bæjarstjórn. Jafnframt verði erindisbréf kynnt í mannvirkja- og veitunefnd á fyrsta fundi nefndarinnar.


6.
Erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar
Málsnúmer 2205298
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir erindisbréfi.
Framlagt nýtt erindisbréf fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd en nefndin tekur við hluta af verkefnum eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa erindisbréfi til frekari vinnslu bæjarráðs og til síðari umræðu í bæjarstjórn. Jafnframt verði erindisbréf kynnt í umhverfis- og skipulagsnefnd á fyrsta fundi nefndarinnar.
7.
Erindisbréf stjórnar menningarstofu og safnastofnunar
Málsnúmer 2205296
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir erindisbréfi.
Framlagt nýtt erindisbréf stjórnar menningarstofu og safnastofnunar en stjórnin tekur við hluta af verkefnum menningar- og nýsköpunarnefndar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa erindisbréfi til frekari vinnslu bæjarráðs og til síðari umræðu í bæjarstjórn. Jafnframt verði erindisbréf kynnt í stjórn menningarstofu og safnastofnunar á fyrsta fundi nefndarinnar.

8.
Erindisbréf félagsmálanefndar
Málsnúmer 1805116
Forseti bæjarstjórnar mæti fyrir tillögu.
Framlögð tillaga um að félagsmálanefnd sé falið tímabundið verkefni barnaverndarnefndar og gegni hlutverki hennar til 1. janúar 2023 þegar ný barnaverndarlög taki gildi. Starfar nefndin eftir núgildandi óbreyttu erindisbréfi barnaverndarnefndar. Fulltrúar félagsmálanefndar, aðal- og varamenn taka sæti
eftir sömu skipan í barnaverndarnefnd.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu um 9 atkvæðum.
9.
Erindisbréf fjallskilanefndar
Málsnúmer 2205302
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir erindisbréfi.
Framlagt nýtt erindisbréf fjallskilanefndar en nefndin tekur við hluta af verkefnum landbúnaðarnefndar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa erindisbréfi til frekari vinnslu bæjarráðs og til síðari umræðu í bæjarstjórn. Jafnframt verði erindisbréf kynnt í fjallskilanefnd á fyrsta fundi nefndarinnar.
10.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2022 - 2026
Málsnúmer 2205172
Forseti bæjarstjórnar lagði fram sameiginlega tillögu framboða um kosning nefnda.
Kosning skv. 62. gr. samþykkta Fjarðabyggðar, i, b-hluti, skipan til 4 ára.

Félagsmálanefnd
Aðalmenn:
Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir formaður (L)
Þórhallur Árnason varaformaður (B)
Tinna Hrönn Smáradóttir (B)
Ragnar Sigurðsson (D)
Barbara Izabela Kubielas (D)

Varamenn:
Kamilla Borg Hjálmarsdóttir (L)
Eygerður Ósk Tómasdóttir (D)
Jóhanna Sigfúsdóttir (D)
Ásmundur Páll Hjaltason (B)
Helga Rakel Arnardóttir (B)
Fulltrúar félagsmálanefndar taka sæti í barnaverndarnefnd sömu skipunar
eins og aðal- og varafulltrúar félagsmálanefndar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd
Aðalmenn:
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður (B)
Esther Ösp Gunnarsdóttir varaformaður (L)
Birkir Snær Guðjónsson (L)
Kristinn Þór Jónasson (D)
Heimir Snær Gylfason (D)

Varamenn:
Björgvin Valur Guðmundsson (L)
Jóhanna Guðný Halldórsdóttir (L)
Bjarni Stefán Vilhjálmsson (B)
Benedikt Jónsson (D)
Ingunn Eir Andrésdóttir (D)

Fræðslunefnd
Aðalmenn:
Birgir Jónsson formaður (B)
Salóme Harðardóttir varaformaður (L)
Jónas Eggert Ólafsson (L)
Ingi Steinn Freysteinsson (D)
Jóhanna Sigfúsdóttir (D)

Varamenn:
Malgorzata Beata Libera (L)
Birta Sæmundsdóttir (L)
Bjarney Hallgrímsdóttir (B)
Sigurjón Rúnarsson (D)
Magni Þór Harðarson (D)

Hafnarstjórn
Aðalmenn:
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir formaður (B)
Stefán Þór Eysteinsson varaformaður (L)
Einar Hafþór Heiðarsson (L)
Ragnar Sigurðsson (D)
Heimir Snær Gylfason (D)

Varamenn:
Karen Ragnarsdóttir (B)
Adam Ingi Guðlaugsson (L)
Eydís Ásbjörnsdóttir (L)
Sævar Guðjónsson (D)
Ingi Steinn Freysteinsson (D)

Íþrótta- og tómstundanefnd
Aðalmenn:
Arndís Bára Pétursdóttir formaður (L)
Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður (B)
Kristinn Magnússon (B)
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir (D)
Sigurjón Rúnarsson (D)

Varamenn:
Guðfinna Erlín Stefánsdóttir (B)
Bjarney Hallgrímsdóttir (B)
Katrín Birna Viðarsdóttir (L)
Eygerður Ósk Tómasdóttir (D)
Ingunn Eir Andrésdóttir (D)

Mannvirkja- og veitunefnd
Aðalmenn:
Stefán Þór Eysteinsson formaður (L)
Elís Pétur Elísson varaformaður (B)
Pálína Margeirsdóttir (B)
Bryngeir Ágúst Margeirsson (D)
Kristinn Þór Jónasson (D)

Varamenn:
Birkir Snær Guðjónsson (L)
Ívar Dan Arnarson (B)
Árni Björn Guðmundsson (B)
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir (D)
Árni Helgason (D)


Stjórn Menningarstofu og safnastofnunar
Aðalmenn:
Pálína Margeirsdóttir formaður (B)
Birta Sæmundsdóttir varaformaður (L)
Bjarki Ingason (B)
Guðbjörg Sandra Óðinsdóttir Hjelm (D)
Benedikt Jónsson (D)

Varamenn:
Sigrún Birgisdóttir (L)
Elsa Guðjónsdóttir (B)
Margrét Sigfúsdóttir (B)
Guðjón Birgir Jóhannsson (D)
Ingunn Eir Andrésdóttir (D)

Kosning skv. 62. gr. samþykkta Fjarðabyggðar, iii, tilnefningar og kosningar a-hluti,
Kosning fulltrúa á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Aðalmenn
Stefán Þór Eysteinsson, Þuríður Lillý Sigurðardóttir, Ragnar Sigurðsson og Kristinn Þór Jónasson
Varamenn
Birgir Jónsson, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, Jóhanna Sigfúsdóttir.

Sameiginleg tillaga framboðanna í Fjarðabyggð er samþykkt með 9 atkvæðum.

11.
Ráðning bæjarstjóra 2022 - 2026
Málsnúmer 2205295
Lögð fram tillaga um ráðningu Jóns Björns Hákonarsona sem bæjarstjóra kjörtímabilið 2022 til 2026.
Til máls tóku: Ragnar Sigurðsson.
Bókun: Bókun Sjálfstæðisflokksins vegna ráðningu bæjarstjóra Fjarðabyggðar 2022- 2026
Sjálfstæðisflokkurinn greiðir atkvæði gegn ráðningu Jóns Björns Hákonarsonar sem bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að ráðin verði bæjarstjóri á faglegum forsendum.
Þá gerir Sjálfstæðisflokkurinn alvarlegar athugasemdir við að ekki liggi fyrir skriflegur ráðningarsamningur áður en tekin er afstaða til ráðningarinnar. Ekki hefur verið kynntur ráðningarsamningur fyrir bæjarfulltrúum áður en málið er tekið fyrir sem verður að teljast sérkennilegt þar sem um endurráðningu er að ræða og því ætti að vera hægur leikur að vera með ráðningarsamning bæjarstjóra sem fylgiskjal málsins. Þar af leiðandi eru engin gögn um ráðningarkjör, gildistíma, biðlaunarétt eða annað er varðar ráðninguna. Vandséð er að hægt sé að taka efnislega ákvörðun um ráðningu bæjarstjóra án þess að ráðningarsamningur hafi verið kynntur sem hægt sé að taka afstöðu til á þessu stigi.
Að öðru leyti óskar Sjálfstæðisflokkurinn Jóni Birni Hákonarsyni velfarnaðar í starfi bæjarstjóra Fjarðabyggðar.

Bæjarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að Jón Björn Hákonarson verði ráðinn bæjarstjóri kjörtímabilið 2022 til 2026 og felur bæjarráði að ganga frá ráðningarsamningi við hann. Sjálfstæðisflokkurinn greiðir atkvæði gegn tillögu, Ragnar Sigurðsson, Kristinn Þór Jónasson, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir og Jóhanna Sigfúsdóttir.