Fara í efni

Bæjarstjórn

334. fundur
16. júní 2022 kl. 16:00 - 17:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir forseti bæjarstjórnar
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Birgir Jónsson aðalmaður
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 754
Málsnúmer 2206001F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Ragnar Sigurðsson, Stefán Þór Eysteinsson, Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 7. júní staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 755
Málsnúmer 2206003F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 13. júní staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar, breytingar 2022 til síðari umræðu
Málsnúmer 2205294
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir breytingum á samþykkt við síðari umræðu.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar breytingum á 62.gr. samþykktar um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar ásamt breytingum á viðauka um fullnaðarafgreiðslur. Tvær minniháttar breytingar eru gerðar í kafla i B um félagsmálanefnd og barnaverndarnefnd til að gæta samræmis við nefndakjör.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum breytingar á 62. gr. samþykkta og viðauka við samþykktina.
4.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2022 - 2026
Málsnúmer 2205172
Forseti stjórnaði kjöri í nefndir sbr. 62. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
Tilnefndir eru til kjörs í nefndir og ráð sbr. 62 gr. samþykkta Fjarðabyggðar.

Lögð fram sameiginleg tillaga framboða um kjör í kjörstjórnir.
I.B.
Yfirkjörstjórn Fjarðabyggðar
Aðalmenn
Gísli M. Auðbergsson formaður
Agnar Bóasson
Kristjana Mekkin Guðnadóttir
Varamenn
Gunnar Geirsson
Magnús Jóhannsson
Jónína Óskarsdóttir

Undirkjörstjórn Eskifirði
Aðalmenn
Gunnar Jónsson formaður
Guðrún Kristmannsdóttir
Guðrún M. Ó. Steinunnardóttir
Varamenn
Guðmann Þorvaldsson
Guðfinna Björk Birgisdóttir
Sigurður Hólm Freysson

Undirkjörstjórn Neskaupstað
Aðalmenn
Þorvarður Sigurbjörnsson formaður
Þórunn Freydís Sölvadóttir
Sindri Sigurðsson
Varamenn
Eyrún Eggertsdóttir
Sigurborg Hákonardóttir
Þorgrímur Þorgrímsson

Undirkjörstjórn Reyðarfirði
Aðalmenn
Aðalheiður Vilbergsdóttir formaður
Andrea Borgþórsdóttir
Hjörtur Elí Steindórsson
Varamenn
Hildur Magnúsdóttir
Snorri Styrkársson
Jóhanna Hallgrímsdóttir

Undirkjörstjórn Stöðvarfirði
Aðalmenn
Svanhvít Björgólfsdóttir formaður
Ingibjörg Björgvinsdóttir
Sara G. Jakobsdóttir
Varamenn
Jóhanna Guðný Halldórsdóttir
Guðrún Ármannsdóttir
Solveig Friðriksdóttir

Undirkjörstjórn Fáskrúðsfirði
Aðalmenn
Steinunn Elísdóttir formaður
Jóna Petra Magnúsdóttir
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir
Varamenn
Eygló Aðalsteinsdóttir
Borghildur Hlíf Stefánsdóttir
Berglind Ósk Agnarsdóttir

Undirkjörstjórn Mjóafirði
Aðalmenn
Sigfús Vilhjálmsson formaður
Jóhann Egilsson
Jóhanna Lárusdóttir
Varamenn
Sævar Egilsson
Marsibil Erlendsdóttir
Erna Óladóttir

Undirkjörstjórn Breiðdalsvík
Aðalmenn
Svandís Ingólfsdóttir formaður
Anna Margrét Birgisdóttir
Sigurður Borgar Arnaldsson
Varamenn
Hákon Hansson
Helga Svanhvít Þrastardóttir
Sævar Sigfússon
Enginn tók til máls.
Yfir- og undirkjörstjórnir staðfestar af bæjarstjórn með 9 atkvæðum.

I.D.
aðal- og varafulltrúa í öldungaráð (3)
Aðalmenn
Arndís Bára Pétursdóttir
Ólafur Gunnarsson
Árni Helgason
Varamenn
Einar Már Sigurðarson
Pálína Margeirsdóttir
Dóra Gunnarsdóttir
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum kjörið.

II.
fulltrúa í almannavarnarnefnd (1)
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum kjörið

aðal- og varafulltrúa í stjórn Náttúrustofu Austurlands (1)
Aðalmaður Gunnar Ólafsson
Varmaður Heimir Gylfason
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum kjörið. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að skipa Líneik Önnu Sævarsdóttur sem sameiginlegan fulltrúa Fjarðabyggðar og Múlaþings í stjórn Náttúrustofu.

III. fulltrúa í fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (1)
Aðalmaður Jón Björn Hákonarson
Varamaður Ragnar Sigurðsson
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum kjörið
5.
Erindisbréf stjórnar menningarstofu og safnastofnunar - síðari umræða
Málsnúmer 2205296
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir erindisbréfi við síðari umræðu.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar til síðari umræðu erindisbréfi stjórnar menningarstofu og safnastofnunar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum erindisbréf stjórnar menningarstofu og safnastofnunar.
6.
Erindisbréf mannvirkja- og veitunefndar, síðari umræða
Málsnúmer 2205297
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir erindisbréfi við síðari umræðu.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar til síðari umræðu erindisbréfi mannvirkja- og veitunefndar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum erindisbréf mannvirkja- og veitunefndar.
7.
Erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar, síðari umræða
Málsnúmer 2205298
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir erindisbréfi við síðari umræðu.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar til síðari umræðu erindisbréfi umhverfis- og skipulagsnefndar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar.
8.
Erindisbréf fjallskilanefndar, síðari umræða
Málsnúmer 2205302
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir erindisbréfi við síðari umræðu.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar til síðari umræða um erindisbréfi fjallskilanefndar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum erindisbréf fjallskilanefndar.
9.
735 - Deiliskipulag, Dalur athafnasvæði
Málsnúmer 2201189
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir nýju deiliskipulagi.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar deiliskipulaginu Dalur - athafnasvæði. Bæjarráð hefur samþykkt deiliskipulagið í umboði umhverfis- og skipulagsnefndar. Athugasemdarfrestur við deiliskipulagið Dalur athafnasvæði er liðinn. Engar athugasemdir bárust.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum deiliskipulagið Dalur - athafnasvæði.
10.
Reglur um gerð fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023 - 2026
Málsnúmer 2205271
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir reglum.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar reglum um gerð fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árin 2023 - 2026.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum reglurnar.
11.
Ráðning bæjarstjóra 2022 - 2026
Málsnúmer 2205295
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir ráðningarsamningi.
Ráðningarsamningur við bæjarstjóra lagður fram til staðfestingar bæjarstjórnar.
Til máls tóku: Ragnar Sigurðsson, Stefán Þór Eysteinsson, Jón Björn Hákonarson.
Bókun Framsóknarflokks og Fjarðalista vegna ráðningar bæjarstjóra.
Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks og Fjarðalista lýsa yfir ánægju sinni með að gengið hafi verið frá ráðningu Jóns Björns Hákonarsonar í starf bæjarstjóra, og óska honum velfarnaðar í störfum. Launakjör bæjarstjóra liggja fyrir í þeim ráðningasamningi sem hér er til umfjöllunar og eru þau óbreytt frá síðasta samning og eru laun bæjarstjóra 1.600.000 kr.

Vegna bókunar Sjálfstæðismanna, og umræðu af þeirra hálfu, á síðasta fundi bæjarstjórnar er rétt að árétta að þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við ráðningu bæjarstjóra nú, og gerðar ráðningarsamnings við hann, er í fullu samræmi við það verklag sem unnið hefur verið eftir áður í Fjarðabyggð við ráðningu bæjarstjóra. Meðal annars árið 2014 þegar meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks gekk til samninga um endurráðningu þáverandi bæjarstjóra.

Bæjarstjórn staðfestir með 5 atkvæðum ráðningarsamning bæjarstjóra, hjá sitja fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Ragnar Sigurðsson, Kristinn Þór Jónasson, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, Jóhanna Sigfúsdóttir.
12.
735 Deiliskipulag Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði - breyting, minnkun skipulagssvæðis
Málsnúmer 2204036
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir breytingu deiliskipulags.
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 7. apríl að auglýsa breytingar á deiliskipulagi Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði þannig að hluti þess sem nær inn á skipulagssvæði Dals athafnasvæðis verði felldur úr gildi. Frestur til að gera athugasemdir var til 25. maí sl. og bárust ekki athugasemdir á auglýsingartíma. Deiliskipulagi er vísað til staðfestingar bæjarstjórnar í umboði umhverfis- og skipulagsnefndar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir í umboði umhverfis- og skipulagsnefndar með 9 atkvæðum deiliskipulag Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði.