Fara í efni

Bæjarstjórn

343. fundur
15. desember 2022 kl. 16:15 - 18:00
í Fræðslumolanum Austurbrú
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir forseti bæjarstjórnar
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Birgir Jónsson aðalmaður
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Haraldur Líndal Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023 - 2026 - síðari umræða
Málsnúmer 2205271
Bæjarstjóri mælti fyrir fjárhagsáætlun við síðari umræðu.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar breytingartillögu við síðari umræðu um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2023 og 3ja ára áætlun fyrir árin 2024 til 2026.
Niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir 2023 eru þessar:
Rekstrarniðurstaða
Samstæða A-hluta 121 m.kr.
Samstæða B-hluta 484 m.kr.
Samstæða A og B hluta 605 m.kr.
Fjárfestingar
Samstæða A-hluta 200 m.kr.
Samstæða B-hluta 585 m.kr.
Samstæða A og B hluta 785 m.kr.
Afborganir langtímalána og leiguskuldbindinga
Samstæða A-hluta 420 m.kr.
Samstæða B-hluta 147 m.kr.
Samstæða A og B hluta 567 m.kr
Skuldir og skuldbindingar A hluta verði 10,4 mi. kr. og samstæðunnar í heild 9,9 mi. kr. í árslok 2023.
Eigið fé er áætlað að nemi 0,8 mi. kr. í A hluta og 7,6 mi. kr. í samstæðu í árslok 2023.
Jafnframt er lagt til að texti í starfsáætlun, liður 9.3. verði eftirfarandi: "Innan málaflokks heilbrigðismála er vegna heilbrigðiseftirlits gert ráð fyrir sama fyrirkomulagi og verið hefur. Reiknað er með sama fyrirkomulagi og verið hefur vegna dýraeftirlits. Reiknað er með endurskoðun á samþykkt um gæludýr. Ormalyfsgjöf verður með þeim hætti að koma skal með öll skráð dýr í ormalyfsgjöf á ákveðnum dögum. Gæludýraeigendur geta áfram sótt þjónustuna beint til dýralæknis. Aðstaða vegna fangaðra hunda og katta er til staðar í húsnæði Fjarðabyggðar á Kollaleiru."

Til máls tóku: Ragnar Sigurðsson sem lagði fram bókun, Stefán Þór Eysteinsson sem lagði fram bókun, Þuríður Lillý Sigurðardóttir, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir.
Bókun Sjálfstæðisflokks vegna fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar 2023 til 2026
Miklar áskoranir eru framundan í rekstri sveitarfélagsins. Áfram þokast fjárhagurinn fjær því að teljast sjálfbær þrátt fyrir boðaðar hagræðingaraðgerðir. Að öllu óbreyttu mun rekstur sveitarfélagsins krefjast auknar lántöku á næsta ári. Í fjárhagsáætlunarvinnu sveitarfélagsins hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu á samstarf allra flokka til að styrkja rekstur sveitarfélagsins. Mikilvægt er að forgangsraða fjármunum og fara í auknar hagræðingar í rekstri til að koma í veg fyrir auknar lántökur og skapa aukið svigrúm fyrir viðhald og uppbyggingu sveitarfélagsins til framtíðar.
Það eru vonbrigði að markmið bæjarstjórnar í fjárhagsáætlunarvinnunni hafi ekki gengið eftir Niðurstöður fjárhagsáætlunar næsta árs er talsvert frá settum markmiðum rammaúthlutunar og því er nauðsynlegt að áfram verði unnið að hagræðingaraðgerðum til að ná settum markmiðum og forðast auknar lántökur. Jafnframt eru liðir fjárhagsáætlunar óraunhæfir og munu tæpast standast, má þar t.d. nefna vanfjármögnun í viðhaldi, snjómokstri og veikindalaunum. Fyrirsjáanlegt er að útgjaldaliðir munu fara fram úr áætlunum og því er enn mikilvægara að unnið sé áfram að hagræðingaraðgerðum.
Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram leggja fram tillögur að hagræðingaraðgerðum á nýju ári til að styrkja rekstur sveitarfélagsins til skemmri og lengri tíma.
Bókun Fjarðalista og Framsóknarflokks: Bæjarfulltrúar Fjarðalistans og Framsóknarflokks telja að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2023 gefi raunsanna mynd af rekstri sveitarfélagsins og í henni séu stigin ýmis skref til að lækka rekstur sveitarfélagsins og efla það til framtíðar litið. Við viljum byrja á að þakka starfsmönnum Fjarðabyggðar fyrir góða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar sem og þakka fyrir góða vinnu nefnda sveitarfélagsins.
Í hefðbundnu árferði eru áskoranir í rekstri sveitarfélaga umtalsverðar en á þessu ári hefur mikil óvissa verið í efnahagslífinu og má þar nefna mikla verðbólgu og mikla vexti, en hvoru tveggja hvetur til aukins aðhalds í fjármálastjórn sveitarfélaga. Einnig er ljóst að ýmis verkefni sveitarfélagsins skortir fjárframlög ríkisins og má þar einna helst nefna málefni fatlaðs fólks.
Fulltrúar Fjarðalistans og Framsóknarflokks hafa í því ljósi lagt áherslu á að sýna ábyrga fjármálastjórn og er sú fjárhagsáætlun sem lögð er hér fram til marks um það. Þrátt fyrir þessar áskoranir heldur sveitarfélagið áfram að sýna styrkleika sinn sem öflugt samfélag og leggur áherslu á velferð fjölskyldufólks í Fjarðabyggð. Lagt var upp með metnaðarfull áform um hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins með það að leiðarljósi að straumlínulaga reksturinn samhliða því að bæta þjónustu. Ljóst er að sú vegferð mun taka tíma og verður árið nýtt til þess að hagræða áfram í rekstri sveitarfélagsins með það markmið fyrir augum að tryggja að sveitarfélagið verði fjárhagslega sjálfbært en um leið góður staður til að búa í.

Bæjarstjórn staðfestir með 5 atkvæðum fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun áranna 2024 til 2026. Hjá sitja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Ragnar Sigurðsson, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, Kristinn Þór Jónasson og Jóhanna Sigfúsdóttir.
2.
Bæjarráð - 774
Málsnúmer 2211022F
Fundargerðir bæjarráðs lagðar fram til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Þuríður Lillý Sigurðardóttir, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, Stefán Þór Eysteinsson, Jón Björn Hákonarson, Ragnar Sigurðsson.
Lið 2 í fundargerð, Grænn orkugarður á Reyðarfirði - drög lóðaleigusamnings er vísað til frekari vinnslu.
Fundargerð bæjarráðs frá 28. nóvember utan liðar 2 er staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Bæjarráð - 775
Málsnúmer 2212001F
Fundargerðir bæjarráðs lagðar fram til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 5. desember er staðfest með 9 atkvæðum
4.
Bæjarráð - 776
Málsnúmer 2212007F
Fundargerðir bæjarráðs lagðar fram til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 12. desember er samþykkt með 9 atkvæðum
5.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 12
Málsnúmer 2211009F
Fundargerðir umhverfis- og skipulagsnefndar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tók Þuríður Lillý Sigurðardóttir.
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 23. nóvember staðfest með 9 atkvæðum
6.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 13
Málsnúmer 2211023F
Fundargerðir umhverfis- og skipulagsnefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð umhverfis- og skiplagsnefndar frá 6. desember staðfest með 9 atkvæðum
7.
Mannvirkja- og veitunefnd - 7
Málsnúmer 2211016F
Fundargerðir mannvirkja- og veitunefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tók Stefán Þór Eysteinsson.
Fundargerð mannvirkja- og veitunefndar frá 23. nóvember staðfest með 9 atkvæðum
8.
Mannvirkja- og veitunefnd - 8
Málsnúmer 2212005F
Fundargerðir mannvirkja- og veitunefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð mannvirkja- og veitunefndar frá 6. desember staðfest með 9 atkvæðum
9.
Hafnarstjórn - 288
Málsnúmer 2212004F
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar á 5. desember staðfest með 9 atkvæðum
10.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 108
Málsnúmer 2211015F
Fundargerðir íþrótta- og tómstundnefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Enginn tók til máls.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 21. nóvember staðfest með 9 atkvæðum
11.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 109
Málsnúmer 2211020F
Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefnda teknar saman til umfjöllunar og afgreiðslu.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 5. desember staðfest með 9 atkvæðum.
12.
Fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur - fyrri umræða.
Málsnúmer 2208175
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir fjallskilasamþykkt.
Vísað frá bæjarráði til fyrri umræðu bæjarstjórnar fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur.
Til máls tók Þuríður Lillý Sigurðardóttir.
Bæjarstjórn samþykktir með 9 atkvæðum að vísa fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur til síðari umræðu bæjarstjórnar.
13.
Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar 2023
Málsnúmer 2211141
Bæjarstjóri mælti fyrir staðfestingu endurgreiðsluhlutfalls.
Vísað frá bæjarráð til afgreiðslu bæjarstjórnar endurgreiðsluhlutfalli réttindasafns Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar en lagt er til að hlutfallið nemi 74%.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að endurgreiðsluhlutfall ársins 2023 verði 74 % til réttindasafns Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar.
14.
735 - Deiliskipulag Skíðasvæðisins í Oddsskarði
Málsnúmer 1703117
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir auglýsingu deiliskipulags.
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar tillögu um að auglýsa deiliskipulag Skíðasvæðisins í Oddsskarði sbr. 41. gr. skipulagslaga.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykktir með 9 atkvæðum að auglýsa deiliskipulag fyrir Skíðasvæði í Oddskarði.
15.
Fjárhagsáætlun 2022 - viðauki 4
Málsnúmer 2212027
Bæjarstjóri mælti fyrir viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2022.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar viðauka við fjárhagsáætlun 2022.
Framlagður viðauki 4 við fjárhagsáætlun ársins 2022 vegna framlags til barnaverndar, tekjum slökkviliðs og fjármagns til viðhalds og framkvæmda eignasjóðs.

15 m.kr. hækkun kostnaðar barnaverndar, útgjöld í A hluta aukast sem því nemur. Sjóður og eigið fé aðalssjóðs og samstæðu lækkar samsvarandi.

92 m.kr. hækkun tekna slökkviliðs, tekjur í A-hluta aukast sem því nemur. Sjóður og eigið fé A-hluta og samstæðu hækkar samsvarandi um 92 m.kr.

37 m.kr. hækkun framkvæmdakostnaðar eignasjóðs vegna sundlaugar Eskifjarðar. Sjóður og eigið fé A-hluta og samstæðu lækkar samsvarandi.

12 m.kr. hækkun framkvæmdakostnaðar eignasjóðs vegna Sæbergs 3 á Breiðdalsvík. Sjóður og eigið fé A-hluta og samstæðu lækkar samsvarandi.

30 m.kr. hækkun framkvæmdakostnaðar eignasjóðs vegna Búðareyrar 2 á Reyðarfirði. Sjóður og eigið fé A-hluta og samstæðu lækkar samsvarandi.

40 m.kr. lækkun framkvæmdakostnaðar eignasjóðs vegna Leikskólans Dalborgar. Sjóður og eigið fé A-hluta og samstæðu hækkar samsvarandi.

24,5 m.kr. lækkun fjárfestinga vegna tækjamiðstöðvar. Sjóður og eigið fé A-hluta og samstæðu hækkar samsvarandi.

66 m.kr. hækkun framkvæmdakostnaðar eignasjóða vegna Nesskóla. Sjóður og eigið fé A-hluta og samstæðu lækkar samsvarandi.

Samandregnar breytingar eru að rekstrarniðurstaða í A hluta hækkar um 81,7 m.kr., í B hluta er hún óbreytt og er því hækkun samstæðu um 81,7 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðu er áætluð jákvæð um 551 m.kr. í árslok en rekstrarniðurstaða A hluta áætluð neikvæð um 30,5 m.kr. Fjárfestingar í A hluta aukast um 80,5 m.kr. en eru óbreytt í B hluta. Eigið fé einstakra stofnana og viðskiptareikningar þeirra við Aðalsjóð breytast til samræmis. Áætlað er að sjóðsstaða Fjarðabyggðar verði jákvæð í árslok 2022 um 45 milljónir króna.
Til máls tóku: Ragnar Sigurðsson og Jón Björn Hákonarson.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2022.
16.
Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2022
Málsnúmer 2208049
Bæjarstjóri mælti fyrir lántöku.
Vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar lántöku að fjárhæð 32.761.000 kr. hjá Ofanflóðasjóði vegna hlutdeildar Fjarðabyggðar í framkvæmdum við ofanflóðavarnir á árinu.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum lántöku hjá Ofanflóðasjóði að fjárhæð 32.761.000 kr. og felur bæjarstjóra undirritun skuldabréfsins og frágang lánaskjala.
17.
Reglur um kjör kjörinna fulltrúa
Málsnúmer 2212036
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir breytingum á reglum.
Vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar breytingum á reglum um launakjör kjörinna fulltrúa hjá Fjarðabyggð vegna ungmennaráðs og uppfærslu á nefndum sveitarfélagsins.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum reglur um launakjör kjörinna fulltrúa hjá Fjarðabyggð.
18.
Endurnýjun kjarasamningsumboðs og samkomulag um launaupplýsingar
Málsnúmer 2211117
Bæjarstjóri mælti fyrir staðfestingu á kjarasamningsumboði.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar endurnýjun á kjarasamningsumboði Fjarðabyggðar en um er að ræða uppfærslu umboðsins sem felur í sér fullnaðarframsal kjarasamningsgerðar til Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum að fela Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar fyrir Fjarðabyggð og felur bæjarstjóra undirritun þess ásamt samningum um afhendingu gagna.
19.
Fundaáætlun bæjarstjórnar
Málsnúmer 2210125
Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu um fundartíma bæjarstjórnar fyrri hluta ársins 2023.
19. janúar
2. febrúar
16. febrúar
2. mars
16. mars
30. mars (fyrri umræða ársreiknings)
13. apríl
27. apríl (síðari umræða ársreiknings)
4. maí
25. maí
8. júní
22. júní
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum fundaáætlun bæjarstjórnar.