Fara í efni

Bæjarstjórn

353. fundur
11. maí 2023 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Birgir Jónsson forseti bæjarstjórnar
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Haraldur Líndal Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 797
Málsnúmer 2304019F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Stefán Þór Eysteinsson, Kristinn Þór Jónasson, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir,Ragnar Sigurðsson, Birgir Jónsson, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir.
Fundargerð bæjarráðs frá 2. maí utan liðar 17 staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 798
Málsnúmer 2305003F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 5. maí staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Hafnarstjórn - 294
Málsnúmer 2304022F
Til máls tóku: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir, Ragnar Sigurðsson, Þuríður Lillý Sigurðardóttir, Stefán Þór Eysteinsson.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 2. maí staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 25
Málsnúmer 2304020F
Til máls tóku: Þuríður Lillý Sigurðardóttir, Ragnar Sigurðsson.
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 3. maí utan liðar 3 staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 117
Málsnúmer 2304023F
Enginn tók til máls.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 2. maí staðfest með 9 atkævðum.
6.
Erindisbréf félagsmálanefndar - síðari umræða
Málsnúmer 1805116
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir breytingum á erindisbréfi við síðari umræðu.
Vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn uppfærðu erindisbréfi fyrir félagsmálanefnd m.a. vegna breyting á hlutverkum nefndarinnar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum erindisbréf félagsmálanefndar.
7.
Erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar - síðari umræða
Málsnúmer 2205298
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir breytingu á erindisbréfi við síðari umræðu.
Vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn drögum að uppfærðu erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar en lítilsháttar breytingar hafa verið gerðar í samræmi við breytingar á samþykkt sveitarfélagsins.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar.
8.
Samskiptastefna 2022-2026 - fyrri umræða
Málsnúmer 2210143
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir stefnu við fyrri umræðu.
Vísað frá bæjarráði til fyrri umræðu bæjarstjórnar drögum að samskipta-og vefstefnu Fjarðabyggðar ásamt stefnu um innri samskipti. Bæjarráð leggur til að stefnur gildi til eins árs til að byrja með.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa stefnum til umfjöllunar í fagnefndum milli umræðna.
9.
Stjórnkerfisnefnd 2020-2023
Málsnúmer 2011203
Bæjarstjóri mælti fyrir stjórnkerfisbreytingum.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar tillögum að breytingu á stjórnskipun framkvæmda- og umhverfissviðs.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum breytingar á stjórnskipun framkvæmda- og umhverfissviðs.
10.
Nefndaskipan Fjarðalista 2022 - 2026
Málsnúmer 2205169
Forseti mælti fyrir breytingu á nefndaskipan.
Framlögð tilnefning um breyting nefndaskipan Fjarðalista þar sem Gunnar Geirsson er tilnefndur sem varamaður í umhverfis- og skipulagsnefnd í stað Björgvins Vals Guðmundssonar.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum breytingu á nefndaskipan.
11.
Ruslatunnur á almenningssvæðum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2203101
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir máli.
Ungmennaráð vísar til umfjöllunar bæjarstjórnar ástandi á ruslatunnum á almenningssvæðum í Fjarðabyggð.
Til máls tóku: Þuríður Lillý Sigurðardóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa máli til umhverfis- og skipulagsnefndar.
12.
Sundkennsla nemenda í 7. - 10. bekk í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2203101
Formaður ungmennaráðs mælti fyrir máli.
Ungmennaráð vísar til bæjarstjórnar tillögu er varðar sundkennslu 7. - 10. bekkjar í Fjarðabyggð.
Til máls tóku: Ragnar Sigurðsson, Birgir Jónsson, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa tillögu til fræðslunefndar.
13.
Starfstími ungmennaráðs
Málsnúmer 2203101
Formaður ungmennaráðs mælti fyrir máli.
Ungmennaráð vísar til umfjöllunar bæjarstjórnar tillögu um breytingu á starfstíma fulltrúa í ungmennaráði.
Til máls tóku: Stefán Þór Eysteinsson, Birgir Jónsson, Snjólfur Björgvinsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa tillögu til bæjarráðs til umfjöllunar.
14.
Lýsing ljósastaura í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2203101
Formaður ungmennaráðs mælti fyrir máli.
Ungmennaráð vísar til umfjöllunar bæjarstjórnar lýsingu á almenningssvæðum í Fjarðabyggð.
Til máls tóku: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir, Stefán Þór Eysteinsson, Ragnar Sigurðsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa máli til mannvirkja- og veitunefndar.
15.
Samgöngur í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2203101
Formaður ungmennaráðs mælti fyrir máli.
Ungmennaráð vísar til umfjöllunar bæjarstjórnar tillögu um almenningssamgöngur í Fjarðabyggð.
Til máls tóku: Jóhanna Sigfúsdóttir, Arnfríður Eide Hafþórsdóttir, Birgir Jónsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa tillögu til umfjöllunar umhverfis- og skipulagsnefndar.