Fara í efni

Bæjarstjórn

354. fundur
25. maí 2023 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Birgir Jónsson forseti bæjarstjórnar
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Elís Pétur Elísson varamaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Arndís Bára Pétursdóttir varamaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Haraldur Líndal Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson forstöðurmaður stjórnsýslu- og upplýsingamála
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 800
Málsnúmer 2305016F
Fundargerðir bæjarráðs nr. 799 og 800 teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.

Til máls tóku: Þuríður Lillý Sigurðardóttir, Ragnar Sigurðsson, Jóhanna Sigfúsdóttir, Elís Pétur Elísson, Arndís Bára Pétursdóttir, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir og Birgir Jónsson.

Fundargerð 800. fundar bæjarráðs er samþykkt með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 799
Málsnúmer 2305009F
Fundargerðir bæjarráðs nr. 799 og 800 teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.

Til máls tóku: Þuríður Lillý Sigurðardóttir, Ragnar Sigurðsson, Jóhanna Sigfúsdóttir, Elís Pétur Elísson, Arndís Bára Pétursdóttir, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir og Birgir Jónsson.

Fundargerð 799. fundar bæjarráðs, utan liðar 10 er samþykkt með 9 atkvæðum
3.
Mannvirkja- og veitunefnd - 14
Málsnúmer 2305013F
Fundargerð 14. fundar mannvirkja og veitunefndar frá 17. maí lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.

Til máls tóku: Elís Pétur Elísson, Ragnar Sigurðsson og Þuríður Lillý Sigurðardóttir,

Fundargerð 14. fundar mannvirkja- og veitunefndar er samþykkt með 9 atkvæðum
4.
Hafnarstjórn - 295
Málsnúmer 2305011F
Fundargerð 295. fundar hafnarstjórnar frá 15. maí, að undanskyldum lið nr. 6, lögð fram til umjöllunar og afgreiðslu.

Engin tók til máls.
Fundargerð 295. hafnarstjórnar, utan liðar 6, er samþykkt með 9 atkvæðum
5.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 26
Málsnúmer 2305006F
Fundargerð 26. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 16. maí lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.

Til máls tók: Þuríður Lillý Sigurðardóttir

Fundargerð 26. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt með 9 atkvæðum
6.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 118
Málsnúmer 2305004F
Fundargerðir 118. og 119. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lagðar fram til umfjöllunar og afgreiðslu saman.

Til máls tóku: Arndís Bára Pétursdóttir og Ragnar Sigurðsson.

Fundargerð 118. fundar íþrótta- og tómstundanefndar er samþykkt með 9 atkvæðum
7.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 119
Málsnúmer 2305010F
Fundargerðir 118. og 119. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lagðar fram til umfjöllunar og afgreiðslu saman.

Til máls tóku: Arndís Bára Pétursdóttir og Ragnar Sigurðsson.

Fundargerð 119. fundar íþrótta- og tómstundanefndar er samþykkt með 9 atkvæðum
8.
Fræðslunefnd - 125
Málsnúmer 2305005F
Fundargerð 125. fundar fræðslunefndar frá 17. maí lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.

Til máls tóku: Jóhanna Sigfúsdóttir og Birgir Jónsson,

Fundargerð 125. fundar fræðslunefndar er samþykkt með 9 atkvæðum
9.
Stjórn menningarstofu og safnastofnunar - 8
Málsnúmer 2305001F
Fundargerð 8. fundar stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar frá 9. maí lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.

Til máls tók Elís Pétur Elísson

Fundargerð 8. fundar stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar er samþykkt með 9 atkvæðum
10.
Félagsmálanefnd - 165
Málsnúmer 2304021F
Fundargerð 165. fundar félagsmálanefndar frá 23. maí tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.

Engin tók til máls.

Fundargerð 165. fundar félagsmálanefndar er samþykkt með 9 atkvæðum
11.
Fjárhagsáætlun 2023 - viðauki 2
Málsnúmer 2305152
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir viðauka nr. 2

Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar viðauka nr. 2 um lántöku að upphæð 500 m.kr. hjá Lánasjóði sveitarfélaga til að tryggja langtímafjármögnun Fjarðabyggðar og jafna sjóðsstöðu sveitarfélagsins ásamt því að gera upp skammtímalán sem ráðgert var að gera á árinu.

Liðurinn langtímalán í Eignasjóði hækkar um 500 m.kr. og skammtímalán í Aðalsjóði lækki um 200 m.kr.. Fjármagnsliðir Aðalssjóðs og Eignasjóðs hækka um 14,9 m.kr. Viðskiptastaða Eignasjóðs við Aðalsjóð lækkar um sömu fjárhæðir sem og sjóður og eigið fé Aðalsjóðs og samstæðu Fjarðabyggðar. Rekstrarniðurstaða A hluta og samstæðu í heild versnar um 14,9 m.kr. Rekstrarniðurstaða A hluta verður jákvæð um 137 m.kr. og samstæðu jákvæð um 590 m.kr. Eigið fé einstakra stofnana og viðskiptareikningar þeirra við Aðalsjóð breytast til samræmis. Sjóðsstreymi hækkar um 311 m.kr. og gert ráð fyrir að handbært fé verði um 465 m.kr. í árslok 2023.

Engin tók til máls.

Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana 2023.
12.
Lántaka á árinu 2023
Málsnúmer 2305063
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar heimild til lántöku hjá Lánasjóði Sveitarfélaga að upphæð 500 m.kr.

Engin tók til máls.

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum á bæjarstjórnarfundi að taka að lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól að kr. 500.000.000, með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.

Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum á íþróttamannvirkjum, höfnum og leikskólum sveitarfélagsins sem fela í sér að vera verkefni sem hafa almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um
stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Gunnari Jónssyni, staðgengil bæjarstjóra, kt. 291065-8059, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fjarðabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
13.
Reglur um lóðarúthlutanir
Málsnúmer 2302135
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir reglum.
Vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar drögum að nýjum reglum um lóðaúthlutanir.

Til máls tók: Þuríður Lillý Sigurðardóttir

Bæjarstjórn staðfestir með 9 atvkæðum reglur um lóðarúthlutanir.
14.
Deiliskipulag Nes- og Bakkagil
Málsnúmer 2303368
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir drögum að skipulags- og matslýsingu.

Vísað frá bæjarráði drögum að skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulag vegna ofanflóða varna Nes- og Bakkagilja

Engin tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum skipulags- og matslýsingu.
15.
Jafnréttisstefna 2023-2026
Málsnúmer 2305145
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir jafnréttisstefnu við fyrri umræðu.

Vísað frá félagsmálanefnd til fyrri umræðu bæjarstjórnar jafnréttisstefnu Fjarðabyggðar 2023 til 2026.

Til máls tóku: Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir og Birgir Jónsson

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa stefnunni til fagnefnda sveitarfélagsins og bæjarráðs til umfjöllunar milli umræðna.