Fara í efni

Bæjarstjórn

360. fundur
5. október 2023 kl. 16:00 - 16:52
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Birgir Jónsson forseti bæjarstjórnar
Jón Björn Hákonarson aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Sigurjón Rúnarsson varamaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Heimir Snær Gylfason aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 814
Málsnúmer 2309022F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tók Stefán Þór Eysteinsson.
Fundargerðir bæjarráðs frá 25. september staðfest með 8 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 815
Málsnúmer 2309029F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerðir bæjarráðs frá 2. október nk. staðfest með 8 atkvæðum.
3.
Bæjarráð - 816
Málsnúmer 2309030F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 3. október staðfest með 8 atkvæðum.
4.
Hafnarstjórn - 301
Málsnúmer 2309026F
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 25. september staðfest með 8 atkvæðum.
5.
Stjórn menningarstofu og safnastofnunar - 12
Málsnúmer 2309023F
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar staðfest með 8 atkvæðum.
6.
Fræðslunefnd - 130
Málsnúmer 2309021F
Til máls tóku: Birgir Jónsson, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð fræðslunefndar frá 26. september staðfest með 9 atkvæðum.
7.
Félagsmálanefnd - 169
Málsnúmer 2309019F
Enginn tók til máls.
Fundargerð félagsmálanefndar frá 19. september staðfest með 9 atkvæðum.
8.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 124
Málsnúmer 2309016F
Enginn tók til máls.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 18. september staðfest með 9 atkvæðum.
9.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 35
Málsnúmer 2309014F
Til máls tóku: Þuríður Lillý Sigurðardóttir, Heimir Snær Gylfason, Kristinn Þór Jónasson, Jón Björn Hákonarson,
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 26. september staðfest með 9 atkvæðum.
10.
Deiliskipulag Nes- og Bakkagil
Málsnúmer 2303368
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir nýju deiliskipulagi ofanflóðvarna á Norðfirði, Nes- og Bakkagil
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til staðfestingar bæjarstjórnar deiliskipulagi vegna gerðar ofanflóðavarna við Nes- og Bakkagil. Deiliskipulagssvæðið er um 23 ha að stærð og afmarkast af deiliskipulagi fyrir Drangagilssvæði til vesturs og deiliskipulagi fólkvangs við Neskaupstað til austurs og er staðsett ofan Bakka-og Mýrarhverfis. Breytingin er gerð til að hægt sé að reisa ofanflóðavarnarvirki til að verja byggð í Mýra-og Bakkahverfi gegn mögulegum snjóflóðum úr Nes-og Bakkagiljum. Málsmeðferð er í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson og Heimir Snær Gylfason.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum deiliskipulag fyrir Nes og Bakkagil.
11.
Deiliskipulag Drangagil - endurskoðun
Málsnúmer 2307048
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Drangagil í Neskaupstað.
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til staðfestingar bæjarstjórnar tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Drangagil í Neskaupstað. Um er að ræða óverulega breytingu á gildandi deilskipulagi fyrir Dragnagil, þar sem deiliskipulagsmörkum er breytt í samræmi við nýtt deiliskipulag Nes- og Bakkagils. Málsmeðferð er í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum breytingar á deiliskipulaginu ásamt meðfylgjandi gögnum.
12.
Samkomulag um viðbótarlaun á einstök starfsheiti í leikskólum og heimaþjónustu
Málsnúmer 2309249
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir tillögu vegna aðlögunar viðbótargreiðslna í leikskólum og heimaþjónustu.
Vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar samþykkt um að útfærð verði aðlögun viðbótargreiðslna á einstök starfsheiti í leikskólum og heimaþjónustu í framhaldi af samkomulagi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga og kjarasamningum Starfsgreinasambandsins sem tengjast því. Lagt er til að innleitt verði samkomulag aðila frá 14. júní 2023 hjá umræddum aðilum en viðbótarlaun þeir lækki ekki niður fyrir upphæð viðbótargreiðslu sem bæjarstjórn staðfesti 21. febrúar 2022.
Til máls tók Birgir Jónsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum tillögu um aðlögun viðbótargreiðslna að samþykkt sveitarfélagsins