Fara í efni

Bæjarstjórn

367. fundur
11. janúar 2024 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar
Birgir Jónsson aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 827
Málsnúmer 2312012F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Stefán Þór Eysteinsson, Ragnar Sigurðsson, Birgir Jónsson, Jón Björn Hákonarson Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir.
Fundargerð bæjarráðs frá 18. desember utan liðar 10 staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 828
Málsnúmer 2401004F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 8. janúar utan liðar 12 staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Fræðslunefnd - 134
Málsnúmer 2312005F
Enginn tók til máls.
Fundargerð fræðslunefndar frá 12. desember staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Félagsmálanefnd - 174
Málsnúmer 2312008F
Enginn tók til máls.
Fundargerð félagsmálanefndar frá 13. desember staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 128
Málsnúmer 2312004F
Enginn tók til máls.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 11. desember staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Hafnarstjórn - 306
Málsnúmer 2312014F
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 18. desember staðfest með 9 atkvæðum.
7.
Samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar - síðari umræða
Málsnúmer 2205294
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir breytinum á samþykkt Fjarðabyggðar við síðari umræðu.
Vísað til síðari umræðu breytingum á 62. gr. og viðaukum samþykktar um stjórn- og fundarsköp bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Breytingar frá fyrri umræðu felast í að skipt er upp breytingum sem boðaðar hafa verið á nefndaskipan. Breytingar vegna skipulags- og framkvæmdanefndar ásamt stjórn menningarstofu eru lagðar fram til staðfestingar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum uppfærðar breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.
8.
Erindisbréf skipulags- og framkvæmdanefndar - síðari umræða
Málsnúmer 2312053
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir nýju erindisbréfi við síðari umræðu.
Vísað til síðari umræðu staðfestingu erindisbréfs skipulags- og framkvæmdanefndar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum erindisbréf skipulags- og framkvæmdanefndar. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar og mannvirkja- og veitunefndar falli úr gildi.
9.
Erindisbréf stjórnar menningarstofu - fyrri umræða
Málsnúmer 2205296
Forseti bæjarstjórnar mælti við fyrri umræðu fyrir breytingum á erindisbréfi.
Framlagt endurskoðað erindisbréf fyrir stjórn menningarstofu með vísan til breytinga sem bæjarstjórn samþykkti þann 30. nóvember og 14. desember á heiti, hlutverki og skipan nefndarinnar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa erindisbréfi stjórnar menningarstofu til síðari umræðu í bæjarstjórn.
10.
Erindisbréf fræðslunefndar - fyrri umræða
Málsnúmer 1805117
Forseti bæjarstjórnar mælti við fyrri umræðu fyrir breytingum á erindisbréfi.
Framlagt endurskoðað erindisbréf fyrir fræðslunefnd vegna breytinga sem gerðar voru á stjórnkerfi Fjarðabyggðar 30. nóvember sl. þar sem hlutverk bókasafna var fært til fræðslunefndar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa breytingum á erindisbréfi fræðslunefndar til síðari umræðu í bæjarstjórn.
11.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2022 - 2026
Málsnúmer 2205172
Kosning fulltrúa í nýja skipulags- og framkvæmdanefnd.
Tilnefnd eru sem aðalfulltrúar í skipulags- og framkvæmdanefnd. Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður (B), Stefán Þór Eysteinsson varaformaður (L), Jón Björn Hákonarson (B), Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir (L),
Kristinn Þór Jónasson (D), Heimir Snær Gylfason (D), Þórdís Mjöll Benediktsdóttir (D)
Tilnefnd eru sem varafulltrúar í skipulags- og framkvæmdanefnd. Elís Pétur Elísson (B),Pálína Margeirsdóttir (B), Birkir Guðjónsson (L), Esther Ösp Gunnarsdóttir (L), Ingunn Eir Andrésdóttir (D), Bryngeir Margeirsson (D), Benedikt Jónsson (D).
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 9 atkvæðum kosningu fulltrúanna.
12.
Jafnlaunastefna endurskoðuð
Málsnúmer 2102122
Forseti mælti fyrir staðfestingu jafnlaunastefnu Fjarðabyggðar við síðari umræðu.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar staðfestir með 9 atkvæðum endurskoðaða jafnalaunastefnu.
13.
Kosning bæjarráðs kjörtímabilið 2022 - 2026
Málsnúmer 2205293
Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu að breytingu á skipan bæjarráðs Fjarðabyggðar. Lagt er til að Jón Björn Hákonarson taka sæti sem aðalmaður í bæjarráð í stað Þuríðar Lillý Sigurðardóttur.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum tillögu forseta bæjarstjórnar.