Fara í efni

Bæjarstjórn

373. fundur
19. mars 2024 kl. 16:00 - 16:25
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar
Elís Pétur Elísson varamaður
Pálína Margeirsdóttir varamaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Haraldur Líndal Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Kosning forseta bæjarstjórnar 2024
Málsnúmer 2311129
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir kjöri forseta bæjarstjórnar.
Tilnefndur er Jón Björn Hákonarson sem forseti bæjarstjórnar. Aðrar tilnefningar eru ekki fram bornar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum kjör forseta bæjarstjórnar.
2.
Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar 2024
Málsnúmer 2403166
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir kjöri 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
Tilnefnd eru sem fyrsti varaforseti bæjarstjórnar Þórdís Mjöll Benediktsdóttir og sem annar varaforseti bæjarstjórnar Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir. Aðrar tilnefndingar eru ekki fram bornar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum kjör fyrst og annars varaforseta.
3.
Kosning bæjarráðs kjörtímabilið 2022 - 2026
Málsnúmer 2205293
Forseti bæjarstjórnar stýrði kjöri bæjarráðs.
Lagt er til að bæjarráð skipi Ragnar Sigurðsson sem formaður, Jón Björn Hákonarson sem varaformaður og Stefán Þór Eysteinsson sem aðalmaður. Aðrar tillögur eru ekki fram bornar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum kjör bæjarráðs en varamenn bæjarráðs eru bæjarfulltrúar.
4.
Bæjarráð - 838
Málsnúmer 2403008F
Til máls tóku Stefán Þór Eysteinsson og Ragnar Sigurðsson.
Fundargerð bæjarráðs frá 11. mars staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 4
Málsnúmer 2402027F
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 21. febrúar staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar, breytingar 2024 - fyrri umræða
Málsnúmer 2403167
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir breytingu á samþykkt.
Framlögð tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar Fjarðabyggðar vegna breytinga á nefndaskipan og fjölda kjörinna fulltrúa í nefndum. Megin breyting samþykktarinnar er á 62. gr. um að íþrótta- og tómstundanefnd, fræðslunefnd og félagsmálanefnd sameinast í eina nefnd, fjölskyldunefnd.
Til máls tóku: Stefán Þór Eysteinsson, Ragnar Sigurðsson, Jón Björn Hákonarson.
Framlögð er bókun frá Fjarðalista. Fjarðalistinn lýsir áhyggjum sínum af því að fækka eigi nefndarfólki í nýrri fjölskyldunefnd úr sjö í fimm. Ljóst er að verkefni nýrrar nefndar eru gríðarlega víðfeðm og því mikilvægt að nefndin endurspegli skoðanir og raddir þessa fjölkjarna sveitarfélags. Einnig er mikilvægt að nefndin fjalli um öll málefni og alla málaflokka sem þeim ber að fjalla um af alúð og er ekki ljóst að hægt sé að tryggja að svo verði með núverandi fjölda nefndarfólks.
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa breytingum á samþykktinni til síðari umræðu í bæjarstjórn. Fulltrúar Fjarðalistans, Stefán Þór Eysteinsson og Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir sitja hjá.
7.
Erindisbréf skipulags- og framkvæmdanefndar breytingar - fyrri umræða
Málsnúmer 2312053
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir breytingu erindisbréfs.
Lögð er fram tillaga að breytinu á erindisbréf skipulags- og framkvæmdanefndar sem felur í sér fækkun nefndarmanna úr sjö í fimm.
Til máls tóku: Stefán Þór Eysteinsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa breytingum á erindisbréfi til síðari umræðum.