Fara í efni

Bæjarstjórn

376. fundur
2. maí 2024 kl. 16:00 - 17:55
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar
Birgir Jónsson aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Heimir Snær Gylfason varamaður
Benedikt Jónsson varamaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Haraldur Líndal Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar árið 2023
Málsnúmer 2403162
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir ársreikningi.
Vísað til síðar umræðu bæjarstjórnar ársreikningi Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2023.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson og Stefán Þór Eysteinsson.

Bókun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins við seinni umræðu um ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana 2023.
Ársreikningur Fjarðabyggðar árið 2023 endurspeglar hvorutveggja, fjárhagslegan styrkleika sveitarfélagsins en um leið þungan rekstur A-hluta sveitarsjóðs. Áskoranir Fjarðabyggðar, eins og annara sveitarfélaga speglast í hárri verðbólgu, vaxtabyrgði og auknum lífeyrisskuldbindingum. Rekstrarniðurstaða A-hlutans er neikvæð um 100 m.kr. en gert var ráð fyrir 20.m.kr neikvæðri niðurstöðu. Það er áhyggjuefni að A-hlutinn nái ekki, þrátt fyrir tekjuaukningu, endum saman og þarf það að vera markmið áfram að bæta rekstur sveitarfélagsins með hagræðingu að leiðarljósi um leið og staðinn verður vörður um þjónustu þess við íbúa.
Þrátt fyrir þungan rekstur A-hlutans eru jákvæð teikn til staðar ef horft er til heildarniðurstöðu ársreikningsins en rekstur samstæðunnar var jákvæður um 400 m.kr. sem er talsverð aukning á milli ára. Það sýnir mátt samfélagsins og sterka stöðu til framtíðar að niðurstaðan sé jákvæð þrátt fyrir háar afborganir lána og aukinna lífeyrisskuldbindinga.
Áfram er því mikilvægt að lögð sé áhersla á að rekstur Fjarðabyggðar haldi sig innan útgefinna fjárhagsramma. Þá er það ljóst að tekjustofnar sveitarfélaga haldast ekki í hendur við aukna þjónustu (sem þau sinna) við íbúa sína og mikilvægt að leiða þau mál til lykta með ríkisvaldinu hið fyrsta til að tryggja sjálfbæran rekstur sveitarfélaga til framtíðar.

Bókun Fjarðalistans við seinni umræðu um ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana 2023.
Jafnt og síðustu ár voru háir vextir og há verðbólga að mörgu leyti einkennandi fyrir árið 2023 og hafði það áhrif á heimili landsins sem og sveitarfélög þess. Þrátt fyrir fyrirliggjandi ástæður í efnahagsumhverfinu var rekstrarniðurstaða í samstæðu Fjarðabyggðar jákvæð um 409 milljón kr. Neikvæð niðurstaða á rekstrarreikningi í A-hluta skýrist að miklu leyti af reiknuðum stærðum svo sem lífeyrisskuldbindingu og vaxtakostnaði sökum hárri verðbólgu.
Áfram var fjárfest í mikilvægum innviðum og á sama tíma jókst veltufé frá rekstri umtalsvert bæði í samstæðu Fjarðabyggðar sem og í A-hluta, skuldahlutfall og skuldaviðmið sveitarfélagsins lækkar en heildarskuldir Fjarðabyggðar lækkuðu að raunvirði um 630 millj.kr. á milli ára og á sama tíma hækkar framlegð. Einnig má nefna að hlutfallslegur launakostnaður af tekjum sveitarfélagsins hefur farið lækkandi síðustu ár og sömuleiðis fækkaði stöðugildum á milli ára. Það er ljóst að rekstur sveitarfélagsins verður áfram krefjandi en ársreikningur ársins 2023 er þó til marks um að vel hafi tekist þrátt fyrir krefjandi umhverfi.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2023 og áritar hann.
2.
Bæjarráð - 843
Málsnúmer 2404013F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Ragnar Sigurðsson, Stefán Þór Eysteinsson, Jón Björn Hákonarson, Þuríður Lillý Sigurðardóttir, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir.
Fundargerð bæjarráðs frá 15. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Bæjarráð - 844
Málsnúmer 2404019F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 22. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Bæjarráð - 845
Málsnúmer 2404027F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 29. apríl utan liðar 4 staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Fjölskyldunefnd - 2
Málsnúmer 2404008F
Fundargerðir fjölskyldunefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Enginn tók til máls.
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 5. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Fjölskyldunefnd - 3
Málsnúmer 2404010F
Fundargerðir fjölskyldunefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 10. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
7.
Fjölskyldunefnd - 4
Málsnúmer 2404018F
Fundargerðir fjölskyldunefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 22. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
8.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 7
Málsnúmer 2404015F
Fundargerðir skipulags- og framkvæmdanefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Enginn tók til máls.
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 17. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
9.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 8
Málsnúmer 2404023F
Fundargerðir skipulags- og framkvæmdanefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman. Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 24. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
10.
Stjórn menningarstofu - 3
Málsnúmer 2404004F
Fundargerðir stjórnar menningarstofu teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð stjórnar menningarstofu frá 8. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
11.
Stjórn menningarstofu - 4
Málsnúmer 2404020F
Fundargerðir stjórnar menningarstofu teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð stjórnar menningarstofu frá 22. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
12.
Hafnarstjórn - 310
Málsnúmer 2404021F
Fundargerðir hafnarstjórnar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tók Heimir Snær Gylfason.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 22. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
13.
Hafnarstjórn - 311
Málsnúmer 2404026F
Fundargerðir hafnarstjórnar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 26. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
14.
Ungmennaráð - 12
Málsnúmer 2403007F
Fundargerðir ungmennaráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Enginn tók til máls.
Fundargerð ungmennaráðs frá 13. mars staðfest með 9 atkvæðum.
15.
Ungmennaráð - 13
Málsnúmer 2403020F
Fundargerðir ungmennaráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð ungmennaráðs frá 3. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
16.
Skipan undirkjörstjórnar á Reyðarfirði
Málsnúmer 2402258
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir skipan í undirkjörstjórn.
Vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar tillögu að skipan Láru Björnsdóttur sem aðalmanns í undirkjörstjórn á Reyðarfirði í stað Aðalheiðar Vilbergsdóttur ásamt skipun Andreu Borgþórsdóttur sem formanns kjörstjórnarinnar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 tillögur um skipan kjörstjórnar.
17.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2022 - 2026
Málsnúmer 2205172
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir breytingu á nefndaskipan.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar tillögu að skipan fulltrúa öldungaráðs.
Tilnefnd eru sem aðalmenn Ólafur Helgi Guðmundsson formaður, Árni Þórhallur Helgason varaformaður og Arndís Bára Pétursdóttir. Varamenn Ragnar Sigurðsson, Pálína Margeirsdóttir og Einar Már Sigurðarson.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum tillögu að skipan fulltrúa öldungaráðs.
18.
Reglur Fjarðabyggðar um þjónustuíbúðir fyrir eldra fólk
Málsnúmer 2404011
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir breytingum á reglum.
Vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar tillögu að breytingu á reglum um þjónustuíbúðir
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum breytingar á reglum um þjónustuíbúðir.
19.
Breyting á deiliskipulagi Miðbæjar Reyðarfirði
Málsnúmer 2402273
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir óverulegri breytingu á deiliskipulagi.
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar óverulegri breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar á Reyðarfirði vegna byggingar búsetukjarna. Auglýsingartíma lokið og engar athugasemdir bárust.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum breytingar á deiliskipulagi Miðbæjar á Reyðarfirði.
20.
Aðalskipulag óverulegbreyting á aðalskipulagi Stöðvarfjörður tjaldsvæði
Málsnúmer 2403082
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir óverulegri breytingu á aðalskipulagi.
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar óverulegri breytingu á aðalskipulagi Stöðvarfjarðar vegna tjaldsvæðis á Stöðvarfirði. Um er að ræða óverulega breytingu á gildandi aðalskipulagi vegna áforma um staðsetningu tjaldsvæðis á Stöðvarfirði en felld er út fyrirhuguð staðsetning tjaldsvæðis í gildindi aðalskipulagi og staðsetning þess verður sú sem hefur verið síðustu ár. Málsmeðferð er í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Enginn tók til máls.
Bæjarráð samþykkir með 9 atkvæðum óverulega breytingu á aðalskipulagi.
21.
Sæbakki 17 - Grenndarkynning
Málsnúmer 2402175
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir grenndarkynningu.
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar grenndarkynningu vegna fjölbýlishúss á Sæbakka 17 á Norðfirði. Engar athugasemdir bárust.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum niðurstöðu grenndarkynningar.
22.
Bakkavegur 5 - grenndarkynning
Málsnúmer 2402155
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir niðurstöðu grenndarkynningar.
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til staðfestingar bæjarstjórnar grenndarkynningu vegna Bakkavegar 5, stækkun lóðar og viðbyggingar á tveim hæðum.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum niðurstöður grenndarkynningar.
23.
Brekkugata 4 - grenndarkynning
Málsnúmer 2403188
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir grenndarkynningu.
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar grenndarkynningu vegna breytina á bílskúrsþaki að Brekkugötu 4 á Reyðarfirði
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum niðurstöður grenndarkynningar.