Fara í efni

Bæjarstjórn

377. fundur
16. maí 2024 kl. 16:00 - 16:35
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar
Birgir Jónsson aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson sviðsstjóri mannauðs- og umbótamála
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 846
Málsnúmer 2405001F
Fundargerðir bæjarráðs nr. 846, 847 og 848 teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman. Þórdís Mjöll Benediktsdóttir vakti athygli á vanhæfi sínu varðandi lið 1 í fundargerð 847 og lið 23 í fundargerð 848 og voru þeir liðir því bornir upp sérstaklega.

Til máls tóku: Ragnar Sigurðsson og Stefán Þór Eysteinsson.

Fundargerðir bæjarráðs nr.846, 847 og 848 utan liðar 1 í fundargerð 847 og liðar 23 í fundargerð 848, eru samþykktar með 9 atkvæðum


2.
Bæjarráð - 847
Málsnúmer 2405009F
Fundargerðir bæjarráðs nr. 846, 847 og 848 teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman. Þórdís Mjöll Benediktsdóttir vakti athygli á vanhæfi sínu varðandi lið 1 í fundargerð 847 og lið 23 í fundargerð 848 og voru þeir liðir því bornir upp sérstaklega.

Til máls tóku: Ragnar Sigurðsson og Stefán Þór Eysteinsson.

Fundargerðir bæjarráðs nr.846, 847 og 848 utan liðar 1 í fundargerð 847 og liðar 23 í fundargerð 848, eru samþykktar með 9 atkvæðum
3.
Bæjarráð - 848
Málsnúmer 2405008F
Fundargerðir bæjarráðs nr. 846, 847 og 848 teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman. Þórdís Mjöll Benediktsdóttir vakti athygli á vanhæfi sínu varðandi lið 1 í fundargerð 847 og lið 23 í fundargerð 848 og voru þeir liðir því bornir upp sérstaklega.

Til máls tóku: Ragnar Sigurðsson og Stefán Þór Eysteinsson.

Fundargerðir bæjarráðs nr.846, 847 og 848 utan liðar 1 í fundargerð 847 og liðar 23 í fundargerð 848, eru samþykktar með 9 atkvæðum

4.
Fjölskyldunefnd - 5.
Málsnúmer 2404024F
Fundargerðir fjölskyldunefndar nr. 5 og 6 teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman

Til máls tók: Jóhanna Sigfúsdóttir.

Fundargerðir fjölskyldunefndar nr. 5 og 6 eru samþykktar með 9 atkvæðum
5.
Fjölskyldunefnd - 6.
Málsnúmer 2405007F
Fundargerðir fjölskyldunefndar nr. 5 og 6 teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman

Til máls tók: Jóhanna Sigfúsdóttir.

Fundargerðir fjölskyldunefndar nr. 5 og 6 eru samþykktar með 9 atkvæðum
6.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 9
Málsnúmer 2405005F
Fundargerð 9. fundar skipulags- og framkvæmdanefndar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.

Til máls tóku: Þuríður Lillý Sigurðardóttir.

Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar nr. 9 er samþykkt með 9 atkvæðum
7.
Fjárhagsáætlun 2024 - viðauki 1
Málsnúmer 2404165
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2024.

Vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2024 vegna nýs samnings um almenningssamgöngur, breytinga á fyrirkomulagi reksturs um málefni fatlaðs fólks vegna slita byggðasamlags Skólaskrifstofu Austurlands, afborgana lána, endurbóta á skólahúsnæði Grunnskóla Eskifjarðar auk áhrifa vegna framlaga frá Fiskeldissjóði.

Viðaukinn hefur þau áhrif að áætlað er að sjóðsstaða samstæðu Fjarðabyggðar batnar um 115 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta batnar um 58,9 m.kr. og er því jákvæð um 198,2 m.kr. og rekstrarniðurstaða B-hluta batnar um 56,7 m.kr. og er því áætluð jákvæð um 609 m.kr. Áætlað er að handbært fé í árslok nemi 356 m.kr.

Engin tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2024.
8.
Austurvegur 4 - grenndarkynning
Málsnúmer 2404075
Forseti mætli fyrir málinu.

Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd niðurstöðu grenndarkynningar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Austurveg 4 á Reyðarfirði, engar athugasemdir bárust. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkti að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum leyfum hefur verið skilað og vísað afgreiðslunni til staðfestingar bæjarstjórnar.

Engin tók til máls.

Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum niðurstöðu grendarkynningarinnar og afgreiðslu skipulags- og framkvæmdanefndar.
9.
Hlíðargata 7-9 - 750 - grenndarkynning
Málsnúmer 2403177
Forseti mætli fyrir málinu.

Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd niðurstöðu grenndarkynningar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hlíðargötu 7- 9 á Fáskrúðsfirði, engar athugasemdir bárust. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkti að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum leyfum hefur verið skilað og vísað afgreiðslunni til staðfestingar bæjarstjórnar.

Engin tók til máls.

Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum niðurstöðu grendarkynningarinnar og afgreiðslu skipulags- og framkvæmdanefndar.
10.
Egilsbraut 22 - grenndarkynning
Málsnúmer 2404156
Jón Björn Hákonarson vakti athygli á vanhæfi sínu við afgreiðslu dagsrkárliðarins og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu hans.

1. varaforseti mælti fyrir málinu.

Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd niðurstöðu grenndarkynningar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Egilsbraut 22 í Neskaupstað, engar athugasemdir bárust. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkti að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum leyfum hefur verið skilað og vísað afgreiðslunni til staðfestingar bæjarstjórnar.

Engin tók til máls.

Bæjarstjórn staðfestir með 8 atkvæðum niðurstöðu grendarkynningarinnar og afgreiðslu skipulags- og framkvæmdanefndar.
11.
Forsetakosningar 1. júní 2024
Málsnúmer 2401122
Forseti mælti fyrir framlagðri tillögu yfirkjörstjórnar í Fjarðabyggð að kjörstöðum við forsetakosningar 1. júní 2024. Yfirkjörstjórn leggur til að kjörstaðir verði sjö og kjörstaðir verði opnir frá kl. 09:00 til 22:00 á öllum stöðum nema Mjóafirði en þar verði kjörstaður opinn frá kl. 09:00 og kjörfundi þar skuli ljúka strax og unnt er skv. 91. gr. kosningalaga en þó ekki fyrr en kl. 14:00 og ekki síðar en kl. 17:00.

Kjörstaðir í Fjarðabyggð verða
Sólbrekka á Mjóafirði
Nesskóli á Norðfirði
Eskifjarðarskirkja á Eskifirði
Safnaðarheimili á Reyðarfirð
Skólamiðstöð á Fáskrúðsfirði
Grunnskóli á Stöðvarfirði
Grunnskóli í Breiðdal

Bæjarráð hefur samþykkt tillögu yfirkjörstjórnar og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.

Engin tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir tilögu yfirkjörstjórnar með 9 atkvæðum