Fara í efni

Bæjarstjórn

383. fundur
3. október 2024 kl. 16:00 - 16:25
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar
Birgir Jónsson aðalmaður
Pálína Margeirsdóttir varamaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Heimir Snær Gylfason varamaður
Sigurjón Rúnarsson varamaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Haraldur Líndal Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 864
Málsnúmer 2409021F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson og Stefán Þór Eysteinsson.
Fundargerð bæjarráðs frá 23. september staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 865
Málsnúmer 2409027F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 23. september staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Fjölskyldunefnd - 12
Málsnúmer 2409011F
Fundargerðir fjölskyldunefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Enginn tók til máls.
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 16. september staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Fjölskyldunefnd - 13
Málsnúmer 2409020F
Fundargerðir fjölskyldunefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 23. september staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 17
Málsnúmer 2409024F
Enginn tók til máls.
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 25. september staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Hafnarstjórn - 316
Málsnúmer 2409015F
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 16. september staðfest með 9 atkvæðum.
7.
Stjórn menningarstofu - 9
Málsnúmer 2409022F
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð stjórnar menningarstofu frá 23. september staðfest með 9 atkvæðum.
8.
Fjallskilanefnd - 6
Málsnúmer 2407016F
Enginn tók til máls.
Fundargerð fjallskilanefndar frá 1. ágúst staðfest með 9 atkvæðum.
9.
Erindisbréf fjölmenningarráðs
Málsnúmer 2303056
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir erindisbréfi.
Vísað frá bæjarráði til fyrri umræðu í bæjarstjórn drögum að nýju erindisbréfi fyrir fjölmenningarráð.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa erindisbréfi fjölmenningarráðs til síðari umræðu í bæjarstjórn.
10.
Samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar - breytingar 2024
Málsnúmer 2403167
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir breytingum samþykkta.
Vísað frá bæjarráði til fyrri umræðu í bæjarstjórn drög að breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar vegna nýs fjölmenningarráðs.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa til síðari umræðu í bæjarstjórn breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar.
11.
Reglur um kjör kjörinna fulltrúa
Málsnúmer 2212036
Forseti mælti fyrir breytingum á reglum.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar drögum að breytingum á reglum um kjör fulltrúa Fjarðabyggðar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum breytingar á reglum um kjör kjörinna fulltrúa.
12.
Grendarkynning vegna Borgarnaustar 5
Málsnúmer 2409045
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir staðfestingu grenndarkynningar.
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar niðurstöðu grenndarkynningar fyrir Borgarnaust 5, Norðfirði. Engar athugasemdir voru gerðar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum niðurstöður grenndarkynningar vegna Borgarnaustar 5 á Norðfirði.
13.
Nefndaskipan Framsóknarflokks 2022-2026
Málsnúmer 2205170
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir nefndakjöri.
Framlögð tillaga um breytingar á nefndaskipan Framsóknarflokks.
Birgir Jónsson tekur sæti sem aðalmaður í hafnarstjórn í stað Jón Björns Hákonarson sem verður varamaður í hafnarstjórn í stað Karenar Ragnarsdóttur.
Karen Ragnarsdóttir tekur sæti sem varamaður í skipulags- og framkvæmdanefnd í stað Tinnu Hrannar Smáradóttur.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum tillögu að breyttri nefndaskipan.