Fara í efni

Bæjarstjórn

384. fundur
17. október 2024 kl. 16:00 - 16:50
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar
Birgir Jónsson aðalmaður
Elís Pétur Elísson aðalmaður
Arndís Bára Pétursdóttir varamaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar
Sigurjón Rúnarsson varamaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Haraldur Líndal Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 866
Málsnúmer 2410005F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Ragnar Sigurðsson, Stefán Þór Eysteinsson, Jón Björn Hákonarson,
Fundargerð bæjarráðs frá 7. október staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 867
Málsnúmer 2410011F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman
Fundargerð bæjarráðs frá 14. október staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 18
Málsnúmer 2410008F
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 8. október staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Fjölskyldunefnd - 14
Málsnúmer 2410003F
Til máls tóku Stefán Þór Eysteinsson og Ragnar Sigurðsson
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 7. október staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Hafnarstjórn - 317
Málsnúmer 2410007F
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 7. október staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Stjórn menningarstofu - 10
Málsnúmer 2410006F
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson og Arndís Bára Pétursdóttir.
Fundargerð stjórnar menningarstofu frá 7. október staðfest með 9 atkvæðum.
7.
Samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar - síðari umræða
Málsnúmer 2403167
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir breytingum samþykkta.
Vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn drög að breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar vegna nýs fjölmenningarráðs.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.
8.
Erindisbréf fjölmenningarráðs - síðari umræða
Málsnúmer 2303056
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir erindisbréfi.
Vísað til síðari umræðu drögum að nýju erindisbréfi fyrir fjölmenningarráð.
Til máls tók Ragnar Sigurðsson.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum erindisbréf fjölmenningarráðs.
9.
Fjárhagsáætlun 2024 - viðauki 3
Málsnúmer 2410017
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir viðauka 3.
Vísað frá bæjarráð til afgreiðslu bæjarstjórnar viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2024.
Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2024 er vegna barnaverndarþjónustu, kjarasamninga, leiðréttinga á launaútgjöld, framkvæmdum við gervigrasvöll í Neskaupstað og leiðréttingu á millifærslum bifreiðaleigu.

a) Úthlutun fjármagns vegna kjarasamninga, starfsmats og fjölgunar faglærðra til deilda í a- og b- hluta að fjárhæð 52,1 m.kr. af sameiginlegum kostnaði, fjárliður 21690.

b) Hækkun fjárveitingar til fjárfesting eignasjóðs vegna ráðstöfunar eldra gervigrass að fjárhæð 7 m.kr.

c) Lækkun fjárveitingar til félagsmála vegna vistunar barna að fjárhæð 40 m.kr. ásamt lækkun tekna málefnisins að fjárhæð 25 m.kr.

d) Tilfærsla fjárveiting vegna bifreiðaleigu milli a- og b- hluta að fjárhæð 3,7 m.kr.

Breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2024 eru að rekstrarniðurstaða a- hluta batnar um 18 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðu batnar um 8 milljónir króna og verður jákvæð um 624 m.kr. Fjárfestingar a- hluta hækka um 7 m.kr. Sjóðsstaða Fjarðabyggðar í árslok 2024 verði um 252 m. kr.
Til máls tóku Arndís Bára Pétursdóttir og Jón Björn Hákonarson.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2024.
10.
Bréf til sveitarstjórnar frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
Málsnúmer 2410031
Forseti bæjarstjórnar kynnti framlagt bréf.
Vísað frá bæjarráði til kynningar bæjarstjórnar erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.
Enginn tók til máls.
Framlagt og kynnt.