Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

148. fundur
4. júlí 2016 kl. 13:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Marinó Stefánsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
735 Ofanflóðvarnir í Hlíðarendaá
Málsnúmer 1406056
Fundargerð verkfundar nr. 14, ofanflóðavarnir í Hlíðarendaá lögð fram til kynningar
2.
Beiðni um umsögn - endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000
Málsnúmer 1606090
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir
3.
Búlandsborgir Norðfirði
Málsnúmer 1311150
Fyrir fundinum liggur bréf bæjarstjóra til nefndarinnar vegna Búlandsborga Norðfirði ásamt áliti Jóns Jónssonar lögmanns er varða réttindi sveitarfélagsins er jörðinni tengist og þeim nytjum sem farið hafa farm á henni allt frá árinu 1970. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að vinnslu málsins í takt við tillögur í bréfi hans.
4.
Deiliskipulag Neseyri
Málsnúmer 0904014
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykktir fyrlrliggjandi samkomulag.
5.
Eitrun vegna meindýra
Málsnúmer 1606133
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykktir fyrlrliggjandi verklag samkvæmt minnisblaði umhverfistjóra Fjarðabyggðar og þess verði gætt að fylgja því eftir að eitrað verði framvegis á hverju ári.
6.
Fréttatilkynning vegna rottumála á Austurlandi
Málsnúmer 1606098
Fréttatilkynning vegna rottumála á Austurlandi lögð fram til kynningar.
7.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands árið 2016
Málsnúmer 1602074
fundargerð síðasta fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.
8.
Norðfjarðarvöllur
Málsnúmer 1607002
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Stefán fyrir erindið og felur sviðstjóra að vinna að málinu og vísa til viðeigandi nefnda.
9.
Ósk um samstarf vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks
Málsnúmer 1606126
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfistjóra að vera tengiliður verkefnisins.
10.
Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla
Málsnúmer 1606146
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að málinu
11.
Umhverfi við Bununa á Eskifirði
Málsnúmer 1606147
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverstjóra að skoða erindið frekar
12.
Almenningssamgöngur 2016
Málsnúmer 1602039
Eigna- skipulags og umhverfisnefnd staðfestir samningana lagðir fram til kynningar
13.
Fráveitumál í Neskaupstað - Kvíabólslækurinn
Málsnúmer 1607006
Innsent erindi frá Sigurði Jensyni um áhyggjur sínar af frágangi bakkavarna kvíabólslækjar.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að fara yfir ástandið með Sigurði og vinna að laus málsins.