Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
150. fundur
11. ágúst 2016
kl.
16:00
-
00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
Formaður
Ragnar Sigurðsson
Varaformaður
Svanhvít Yngvadóttir
Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson
Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
Aðalmaður
Valur Sveinsson
Embættismaður
Marinó Stefánsson
Embættismaður
Anna Berg Samúelsdóttir
Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Ásýnd umhverfis 2016
Lögð fram tillaga umhverfisstjóra að veita viðurkenningar fyrir vel hirta garða íbúðarhúsnæðis, góðan frágang lóðar atvinnuhúsnæðis sem og dreifbýli.
Eigna-, skipulags- og umhverfissnefnd felur umhverfisstjóra að fullmóta tillöguna og leggja fyrir næsta fund.
Eigna-, skipulags- og umhverfissnefnd felur umhverfisstjóra að fullmóta tillöguna og leggja fyrir næsta fund.
2.
Meindýraeyðing í Nípunni - Fólkvangurinn í Nesk.
innsent erindi frá Sigurði Valgeiri Jóhannessyni, dagsettur 30. júní 2016
varðandi eyðingu meindýra í Fólkvangi Neskaupstaðar.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið með sama hætti og verið
hefur undanfarin ár.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að Náttúrustofa Austurlands verði fengin til að gera tillögu að kerfisbundinni úttekt árlega á ástandi varpfugla og fjölda minka og refa
varðandi eyðingu meindýra í Fólkvangi Neskaupstaðar.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið með sama hætti og verið
hefur undanfarin ár.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að Náttúrustofa Austurlands verði fengin til að gera tillögu að kerfisbundinni úttekt árlega á ástandi varpfugla og fjölda minka og refa
3.
750 Hafnargata 5 - byggingarleyfi, breytingar innanhúss, endurbætur á brunavörnum
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Elís B. Eiríkssonar hjá Eflu hf. fh. Loðnuvinnslunnar hf, dagsett 22. júlí 2016, þar sem sótt er um leyfi til að breyta innanhúss með stækkun vinnslusalar ásamt endurbótum á brunavörnum í frystihúsi félagsins að Hafnargötu 5 á Fáskrúðsfirði. Teikningar eru unnar af Eflu hf. Aðalhönnuður er Sigurjón Hauksson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
4.
750 Notkun fjöleignarhússins að Búðavegi 35
Lagt fram andmælabréf eiganda efri hæðar Búðavegar 35, dagsett 6. ágúst 2016, og yfirfarið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að byggingarleyfi sem samþykkt var á fundi nefndarinnar, dags. 20. apríl 2015, um breytta notkun á efri hæð Búðavegar 35, fastanúmer 217-7808, verði afturkallað. Ástæða afturköllunarinnar er að byggingarleyfið telst ógildanlegt, þar sem eigandi efri hæðar hafði ekki eignarréttarlegar heimildir til breyttrar notkunar eignarinnar samkvæmt 1. mgr. 27. gr. fjöleignarhúsalaga nr. 26/1994, sbr. álit kærunefndar húsamála, dags. 11. apríl 2016 um nauðsyn samþykkis eiganda neðri hæðar. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að tilkynna um afturköllunina og færa skráningu eignar til samræmis við skráningu fyrir útgáfu byggingarleyfis, að aflokinni málsmeðferð bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að byggingarleyfi sem samþykkt var á fundi nefndarinnar, dags. 20. apríl 2015, um breytta notkun á efri hæð Búðavegar 35, fastanúmer 217-7808, verði afturkallað. Ástæða afturköllunarinnar er að byggingarleyfið telst ógildanlegt, þar sem eigandi efri hæðar hafði ekki eignarréttarlegar heimildir til breyttrar notkunar eignarinnar samkvæmt 1. mgr. 27. gr. fjöleignarhúsalaga nr. 26/1994, sbr. álit kærunefndar húsamála, dags. 11. apríl 2016 um nauðsyn samþykkis eiganda neðri hæðar. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að tilkynna um afturköllunina og færa skráningu eignar til samræmis við skráningu fyrir útgáfu byggingarleyfis, að aflokinni málsmeðferð bæjarstjórnar.
5.
735 Strandgata 12 - lóðamál
Upplýst er að engin viðbrögð hafi orðið við bréfi sveitarfélagsins dags. 1. júní 2016 til lóðarhafa. Ekki fæst séð að byggingarleyfi hafi verið gefið út, en í bréfi lóðarhafa frá 25. apríl sl. var á því byggt að erindi hafi verið send sveitarfélaginu en jafnframt upplýst að áætlanir hafi raskast við hrunið í október 2008. Skorað hefur verið á lóðarhafa að leggja fram gögn vegna þeirra erinda en engin viðbrögð verið. Er því talið rétt, til að tryggja lóðarhafa vandaðri meðferð málsins, að ákvarða framhald þess eins og byggingarleyfi hafi verið til staðar. Í áðurnefndu bréfi sveitarfélagsins var lóðarhafi m.a. upplýstur um að sveitarfélagið hefði í hyggju að fella byggingarleyfi úr gildi með vísan til 2. mgr. 14. gr. laga 160/2010, en jafnframt lýst yfir að sveitarfélagið teldi 1. mgr. 14. gr. eiga við og leyfið því niður fallið án sérstakrar ákvörðunar þar um. Fyrir liggur að engar byggingarframkvæmdir hafa verið til margra ára á lóðinni. Engin viðbrögð hafa orðið við bréfinu. Með vísan til þessa og áðurnefnds bréfs frá 1. júní 2016 samþykkir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að leggja til við bæjarstjórn að staðfesta þá skoðun að byggingarleyfi vegna Strandgötu 12, Eskifirði, sé úr gildi fallið, sbr. 1. mgr. 14. gr. laga 160/2010.
Fyrir liggur að við úthlutun lóðarinnar til lóðarhafa á árinu 2003 var honum tilkynnt um að úthlutunin félli niður að liðnum átta mánuðum, hafi framkvæmdir ekki verið hafnar. Með vísan til greinar 2.4.7 í byggingareglugerð, sjá til hliðsjónar 1. mgr. 14. gr. laga 160/2010, telst framkvæmd hafin við fyrstu áfangaúttekt. Engin slík úttekt hefur farið fram í þessu tilviki. Eru framkvæmdir því ekki hafnar og leggur nefndin til við bæjarstjórn að lóðarúthlutunin skuli því teljast niður fallin og skrá skuli lóðina á lista yfir lóðir í sveitarfélaginu sem lausar eru til úthlutunar.
Samkvæmt 9. gr. laga 153/2006 um gatnagerðargjald og 9. gr. gjaldskrár fyrir gatnagerðargjöld í Fjarðabyggð skal endurgreiða gatnagerðargjald ef lóðarhafi skilar úthlutaðri lóð eða ef lóðarúthlutun er afturkölluð. Þar sem lóðarúthlutunin er niður fallin, sbr. úthlutunarskilmála, leggur nefndin til að gatnagerðargjöld verði endurgreidd lóðarhafa.
Fyrir liggur að við úthlutun lóðarinnar til lóðarhafa á árinu 2003 var honum tilkynnt um að úthlutunin félli niður að liðnum átta mánuðum, hafi framkvæmdir ekki verið hafnar. Með vísan til greinar 2.4.7 í byggingareglugerð, sjá til hliðsjónar 1. mgr. 14. gr. laga 160/2010, telst framkvæmd hafin við fyrstu áfangaúttekt. Engin slík úttekt hefur farið fram í þessu tilviki. Eru framkvæmdir því ekki hafnar og leggur nefndin til við bæjarstjórn að lóðarúthlutunin skuli því teljast niður fallin og skrá skuli lóðina á lista yfir lóðir í sveitarfélaginu sem lausar eru til úthlutunar.
Samkvæmt 9. gr. laga 153/2006 um gatnagerðargjald og 9. gr. gjaldskrár fyrir gatnagerðargjöld í Fjarðabyggð skal endurgreiða gatnagerðargjald ef lóðarhafi skilar úthlutaðri lóð eða ef lóðarúthlutun er afturkölluð. Þar sem lóðarúthlutunin er niður fallin, sbr. úthlutunarskilmála, leggur nefndin til að gatnagerðargjöld verði endurgreidd lóðarhafa.
6.
Ábending vegna iðnaðarsvæðisins við Leiruvog Reyðarfirði
Innsent erindi frá Steinari Ísfeld Ómarssyni varðandi umferðaröryggi við inaðarsvæði við Leiruvog á Reyðarfirði.
Eign- skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Steinari fyrir erindið og felur sviðstjóra að gera tillögu að úrbótum varðandi umferðaröryggi við Leiruvog og svara Steinari.
Eign- skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Steinari fyrir erindið og felur sviðstjóra að gera tillögu að úrbótum varðandi umferðaröryggi við Leiruvog og svara Steinari.
7.
Ósk um upplýsingar vegna framkvæmda við Hlíðarendaá og Ljósá á Eskifirði
Fyrir liggur tölvupóstur frá Ragnheiði Kristjánsdóttur íbúa á Eskifirði, beiðni um upplýsingar vegna framkvæmda við Hlíðarendaá og Ljósá á Eskifirði. Um hönnun á umhverfisfrágangi og umhverfisfegrun við Hlíðarendaá sá Landmótun, verktaki var Héraðsverk og eftirlit með framkvæmdum var á höndum Verkís. Kynningarfundur vegna framkvæmda við Hlíðarendaá var haldinn 2.mars 2016. Deiliskipulagstillaga vegna Hlíðarendaár var til sýnis frá 24. mars til 5. maí 2016 og frestur veittur til athugasemda.
Stefnt er á að bjóða út framkvæmdir við Ljósá haustið 2016 en Ljósárverkefnið var kynnt á íbúafundi 9.mars 2016. Settar verða upplýsingar um framkvæmd Ljósárverkefnisins á heimasíðu sveitarfélagsins, þegar þær liggja fyrir. Erindi er vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Stefnt er á að bjóða út framkvæmdir við Ljósá haustið 2016 en Ljósárverkefnið var kynnt á íbúafundi 9.mars 2016. Settar verða upplýsingar um framkvæmd Ljósárverkefnisins á heimasíðu sveitarfélagsins, þegar þær liggja fyrir. Erindi er vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
8.
Göngu og hjólastígur milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar
Vinna við gerð göngu- og hjólreiðastíga í sveitarfélaginu er í vinnslu. Forstöðumaður framkvæmda- og þjónustumiðstöðva hefur verið að skoða hvernig megi endurvinna yfirborð stíga til að gera það fínna, unnið er að því að fá hingað aðila með tæki sem getur framkvæmt þetta.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að vinna málið áfram fram að næsta fundi.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að vinna málið áfram fram að næsta fundi.
9.
Starfshópur um göngu- og hjólreiðastíga
Fara yfir hvaða göngu- og hjólastíga skal vinna á árinu 2017. Unnið er að því að kortleggja göngu- og hjólastíga, einnig unnið að uppbyggingaráætlun til næstu ára
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að vinna málið áfram fram að aukafundi sem áætlaður er 29 ágúst 2016.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að vinna málið áfram fram að aukafundi sem áætlaður er 29 ágúst 2016.
10.
Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir
Lagt fram bréf Íbúðalánasjóðs til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefndar er varðar framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir.
11.
Kostnaður við vinnu lögfræðings vegna samþykkta um umgengni og þrifnað...
Framlagt bréf framkvæmdastjóra HAUST þar sem upplýst er að Heilbrigðisnefnd Austurlands samþykkir að greiða helming í lögfræðikostnaði vegna vinnu við samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss.
Lagt fram til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd frá bæjarráði.
Lagt fram til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd frá bæjarráði.