Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

153. fundur
5. september 2016 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson Embættismaður
Marinó Stefánsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
Kortlagning beitarsvæða í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1502072
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drög að reglum og samningi um beitar- og slægjulönd í Fjarðabyggð. Nefndin vísar málinu áfram til bæjarráðs.
2.
Rusl á lóðum einstakling, fyrirtækja og sveitarfélags 2016
Málsnúmer 1605159
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir verkferlið eins og lagt er fram í minnisblaði.
3.
Umhverfismál á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1608083
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir efni bréfsins og fól sviðstjóra og umhverfisstjóra að svara erindinu.
4.
Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2016
Málsnúmer 1608121
Þema Dags íslenskrar náttúru 2016 eru vættir sem búa í og vaka yfir náttúrunni okkar.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að skoða hvað gera skuli í Fjarðabyggð á degi íslenskrar náttúru 2016 í samstarfi við skóla, félagasamtök og stofnanir.
5.
674. mál til umsagnar frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög)
Málsnúmer 1608101
674. mál til umsagnar frumvarp til laga um Umhverfisstofnun lagt fram til kynningar.
6.
647.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um náttúrustofur
Málsnúmer 1609008
Alþingi ályktar að fela umhverfis- og auðlindaráðherra að koma á fót starfshópi til að meta
reynsluna af starfi náttúrustofa síðustu 20 árin og meta hvort hagkvæmt sé að náttúrustofur taki formlega að sér fleiri svæðisbundin verkefni en þær hafa nú með höndum. Þá verði hópnum falið að móta leiðir til að styrkja samstarf náttúrustofa og stofnana ríkisins í þeim
tilgangi að nýta fjármagn til þekkingaröflunar og vöktunar á náttúru landsins sem best.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd lýst vel á ályktunina og vonast til að hún verði samþykkt.
7.
730 Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 breyting - stækkun akstursíþróttasvæðis og nýs skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði
Málsnúmer 1403113
Tvær athugasemdir bárust og eru lagðar fram til kynningar. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela formanni nefndarinnar og bæjarstjóra að funda með forsvarsmönnum Skógræktarfélags Reyðarfjarðar fyrir næsta fund nefndarinnar.
8.
730 - Deiliskipulag aksturs- og skotíþróttasvæða vestan Bjarga
Málsnúmer 1109100
Tvær athugasemdir bárust og eru lagðar fram til kynningar. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela formanni nefndarinnar og bæjarstjóra að funda með forsvarsmönnum Skógræktarfélags Reyðarfjarðar fyrir næsta fund nefndarinnar.
9.
735 - Deiliskipulag Hlíðarenda
Málsnúmer 1502042
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að tillaga að deiliskipulagi Hlíðarenda verði auglýst að nýju og að í skipulaginu verði gert ráð fyrir lóðum fyrir Gömlu Búð og Jensenshús austan við Strandgötu 98b. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
10.
735 Strandgata 12 - lóðamál
Málsnúmer 1301195
Lagt fram bréf Kára Pálssonar fh. SA ehf, dagsett 29. ágúst 2016, vegna lóðarmála Strandgötu 12 á Eskifirði.
Eftir útsendingu síðasta bréfs til lóðarhafa, í kjölfar ákvörðunar nefndarinnar, sjá 150. fund nefndarinnar þann 11. ágúst sl., þá hefur fyrirsvarsmaður SA ehf haft samband og óskað samninga við sveitarfélagið, en ella skjóta ákvörðun nefndarinnar til úrskurðarnefndar.
Fyrirsvarsmaður SA ehf kveðst ekki hafa fengið bréf sveitarfélagsins í málinu frá 1. júní sl., en staðfesti að það hefði borist skrifstofu hans. Þá kvað hann annir hafa valdið því að ekki væri komið að framkvæmdum á lóðinni.
Þar sem ákvörðun sveitarfélagsins í málinu var tekin vegna skorts á viðbrögðum lóðarhafa við bréfi sveitarfélagsins 1. júní sl., þá leggur nefndin til að lóðarhafa verði veittur lokafrestur til
31. desember 2016 til að hefja framkvæmdir á lóðinni, gegn því að samkomulag náist við lóðarhafa um réttarstöðu málsins, fari svo að framkvæmdir hefjist ekki á henni á umsömdum tíma. Í því samkomulagi verði fjallað um þau atriði sem fram komu í bréfi sveitarfélagsins sem sent var í framhaldi af 150. fundi nefndarinnar og er byggingafulltrúa falið að ganga frá slíku samkomulagi með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar eða að því fengnu.
11.
Kynningarbréf frá Íslenska byggingavettvanginum
Málsnúmer 1608123
Lagt fram til kynningar kynningarbréf Íslenska byggingarvettvangsins. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að skoða málið frekar.
12.
Tilkynning um fyrirhugaða 4.000 tonna laxeldisstöð Laxar fiskeldis ehf. í sjókvíum í Fáskrúðfirði
Málsnúmer 1201079
Beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn vegna matsáætlunar fyrir fyrirhugaða 4.000 tonna ársframleiðslu á laxi í eldisstöð Laxa fiskeldis ehf. í sjókvíum í Fáskrúðfirði.
Fyrir fundinum liggur umsögn sem bæjarráð hefur samþykkt. Lögð fram til kynningar.
13.
Landbúnaðarnefnd - 16
Málsnúmer 1608004F
Samþykkt
14.
Afgreiðslur byggingafulltrúa - 75
Málsnúmer 1609008F
Samþykkt
15.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - eigna-,skipulags og umhverfisnefndar
Málsnúmer 1605156
Nefndin ræddi um fjárheimildir fyrir árið 2017 og fól sviðstjóra að útfæra hugmyndir nefndarinnar fyrir næsta fund.