Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

154. fundur
19. september 2016 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson Embættismaður
Marinó Stefánsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðstjóri framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs
Dagskrá
1.
Tillaga að fyrirkomulagi jarðgerðar
Málsnúmer 1606041
Kynning frá Jóni Þóri Frantzsyni frá Íslenska Gámafélaginu á tillögu að jarðgerð í sveitarfélaginu.
Þennan lið fundarins sátu Jón Þórir Frantzson og Róbert Beck frá Íslenska Gámafélaginu og Ólöf Vilbergsdóttir verkefnastjóri umhverfismála. Nefndin felur verkefnastjóra umhverfismála að vinna málið frekar fyrir næsta fund í samstarfi við íslenska Gámafélagið ásamt aðgerðaráætlun um aukna úrgangsflokkun.
2.
Ábendingar og óskir golfklúbbana í Fjarðabyggð til ESU
Málsnúmer 1609100
Á 25. fundi íþrótta- og tómstundanefndar voru forsvarsmenn golfklúbbana í Fjarðabyggð boðaðir til að ræða mál númer 1608047, Endurnýjun á rekstrar- og uppbyggingarsamningum við íþróttafélög í Fjarðabyggð sem eiga og reka sína eigin íþróttaaðstöðu.

Á fundinum komu fram ábendingar og óskir allra golfklúbbana sem snéri að eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Íþrótta- og tómstundafulltrúi tók þær saman og vísaði til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar. Nefndin vísar minnisblaðinu til endurnýjunar á rekstrar- og uppbyggingarsamningum sem eru til skoðunar núna til bæjarráðs.
3.
740 Eyrargata 5 - umsókn um framlengingu á stöðuleyfi vinnubúða
Málsnúmer 1609024
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.
4.
Beiðni um framlengingu á stöðuleyfi starfsmannabúða að Haga 2016-2017
Málsnúmer 1609025
Lagt fram bréf Ormarrs Örlygssonar fh. Alcoa Fjarðaál, dagsett 5. ágúst 2016, þar sem óskað er eftir framlengingu stöðuleyfis starfsmannabúðanna að Högum. Jafnframt er óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess að skuldbindingum Alcoa Fjarðaáls vegna hreinsunar, tæmingar og skila á svæðinu, verði á ábyrgð eiganda starfsmannabúðanna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu stöðuleyfis á sömu forsendum og árið 2015 og miðast það við þann fjölda gámaeininga sem var á svæðinu þegar stöðuleyfið rann út þann 1. júlí 2016. Nefndin samþykkir ekki að skuldbindingar Alcoa Fjarðaáls vegna starfsmannabúðanna verði á ábyrgð eiganda starfsmannabúðanna.
5.
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar 66 kV strengs um Norðfjarðarós.
Málsnúmer 1609054
Lagt fram minnisblað Axels Vals Birgissonar hjá Mannvit hf. fh. Landsnets hf, dagsett 9. september 2016, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar Neskaupstaðarlínu 1 um Norðfjarðarós. Samþykki landeiganda, Veiðifélags Norðfjarðarár og Hafrannsóknarstofnunar liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið.
6.
730 Vallargerði 7 - umsókn um byggingarleyfi, breytt notkun
Málsnúmer 1607089
Grenndarkynningu, vegna byggingarleyfisumsóknar Marleen Önnu Meirllaen fh. Bakkagerðis ehf, dagsett 18. júlí 2016, þar sem sótt var um leyfi til að breyta notkun íbúðarhússins að Vallargerði 7 á Reyðarfirði í gistiheimili, er lokið.
Þrjár athugasemdir bárust. Lagt fram bréf Réttvísi ehf fh. eiganda Vallargerðis 8, dagsett 13. september 2016. Lagt fram bréf eiganda Vallargerðis 15, dagsett 13. september 2016. Lagt fram bréf eiganda Vallargerðis 17, dagsett 12. september 2016. Lögð fram umsögn skipulags- og byggignarfulltrúa dagsett 19. september 2016.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að rétt sé að taka tillit til þeirra athugasemda sem borist hafa þar sem bílastæði eru ekki nægilega mörg og umferð ferðamanna og fólksflutningabíla um Vallagerði þegar orðin mikil vegna þeirrar gistingar sem boðið er uppá við götuna í dag. Umsókn um breytta notkun Vallargerðis 7 er því hafnað.
Endanlegri afgreiðslu vegna grenndarkynningar er vísað til bæjarstjórnar.
7.
755 Sævarendi - umsókn um lóð undir jarðspennistöð
Málsnúmer 1609105
Lögð fram lóðarumsókn Guðmundar Hólm Guðmundssonar fh. RARIK ohf, dagsett 13. september 2016, þar sem sótt er um lóð undir jarðspennistöð yst við Sævarenda á Stöðvarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina. Grenndarkynning nái til Fjarðabrautar 15, 17 og 19 og Sævarenda 7.
8.
740 Urðarteigur 23 - byggingarleyfi, klæðning utanhús
Málsnúmer 1609103
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Bjarna Guðmundssonar og Halldóru G. Hákonardottur, dagsett 13. september 2016, þar sem sótt er um leyfi til að einangra og klæða hús þeirra, að Urðarteig 23 á Norðfirði. að utan
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
9.
735 Strandgata 12 - lóðamál
Málsnúmer 1301195
Lagt fram til kynningar tillaga að samkomulagi vegna lóðarmála Strandgötu 12 á Eskifirði.
10.
740 Hólsgata 6 - byggingarleyfi, svalir
Málsnúmer 1609047
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Krzysztof Zbigniew Sakaluk, dagsett 8. september 2016, þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir við hús hans að Hólsgötu 6 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
11.
735 Bleiksárhlíð 18, endurn. lóðarleigus. og afm. bílastæða
Málsnúmer 1507100
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur málið fyrir að nýju á næsta fundi nefndarinnar.
12.
750 Skólavegur 14 - Framkvæmdir á lóðmörkum
Málsnúmer 1609122
Lagt fram bréf Alberts Kemp, dagsett 13. september 2016, þar sem óskað er eftir svari á því hvort framkvæmdir á lóðarmörkum Skólavegar 12 og 14 séu í samræmi við samþykktir eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Að mati eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar eru framkvæmdir sem gerðar hafa verið á lóðarmörkum Skólavegar 12 og 14 ekki í samræmi við samþykkt nefndarinnar. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að sjá til þess að framkvæmdin sé í samræmi við samþykkt nefndarinnar.
13.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - eigna-,skipulags og umhverfisnefndar
Málsnúmer 1605156
Nefndin ræddi um fjárheimildir fyrir árið 2017.
14.
755 - Deiliskipulag Saxa
Málsnúmer 1208097
Lögð fram lýsing vegna skipulagsáætlunarinnar, dagsett 16. september 2016, unnin af Landmótun.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir lýsinguna fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar.