Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

155. fundur
3. október 2016 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson Embættismaður
Marinó Stefánsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Snjómokstur í Fjarðabyggð 2016/2017
Málsnúmer 1609102
Farið yfir skipulag og verklagsreglur á snjómokstri veturinn 2016 til 2017.
Sigurður Jóhannes Jónsson forstöðumaður þjónustu- og framkæmdamiðstoð fór yfir skipulag og verklagsreglur í sambandi við snjómokstur. Nefndin felur Sigurði að vinna áfram að málinu og hafa til hliðsjónar það fjármagn sem áætlað er til málaflokksins.
2.
Náttúrustofa Austurlands - kerfisbundin úttekt á villtu dýralífi í Fólkvanginum Neskaupstað
Málsnúmer 1608056
Frestað til næsta fundar
3.
750 Hlíðargata 42 - klæðning húss Byggingarleyfi
Málsnúmer 1609166
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jökuls Fannars Helgasonar, dagsett 28. september 2016, þar sem sótt er um leyfi til að einangra og klæða hús hans, að Hlíðargötu 42 á Fáskrúðsfirði, að utan.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
4.
740 Eyrargata 5 - umsókn um framlengingu á stöðuleyfi vinnubúða
Málsnúmer 1609024
Lögð fram beiðni Þuríðar Ingólfsdóttur fh. Héraðsverks ehf, dagsett 5. september 2016, um framlengingu á stöðuleyfi, sem veitt var VHE vegna uppbyggingar leikskóla á Neseyri. Afgreiðslu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur Sviðstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs og skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við forsvarsmenn Héraðsverks. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5.
735 Bleiksárhlíð 18, endurn. lóðarleigus. og afm. bílastæða
Málsnúmer 1507100
Lagt fram bréf Kristins Guðmundssonar og Nönnu Bjarnadóttur, dagsettur 29. mars 2016, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar þeirra að Bleiksárhlíð 18 á Eskifirði. Jafnframt er óskað eftir að tvö bílastæði á götunni, sitt hvoru megin við inngang að húsinu, verði merkt sem bílastæði Bleiksárhlíðar 18. Afgreiðslu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað. Nefndin getur ekki fallist á að bílasvæði á götu verði sér merkt Bleiksárhlíð 18.
6.
Leyfisveiting vegna skógræktarframkvæmda í Víkugerði
Málsnúmer 1609156
Lagt fram bréf Ólafar Sigurbjartsdóttur fh. Héraðs- og Austurlandsskóga, dagsett 23. september 2016, þar sem óskað er svara sveitarstjórnar á því hvort heimilt sé að hefja framkvæmdir við 39 ha skógræktarsvæði í landi Víkurgerðis í Fáskrúðsfirði.
Umrætt svæði er innan reits O20/N8/Hv6 í Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027. Svæðið er því samkvæmt aðalskipulagi opið svæði til sérstakra nota, náttúruverndarsvæði og hverfisverndarsvæði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að um framkvæmdaleyfisskylda framkvæmd sé að ræða þar sem umrætt svæði er innan verndarsvæðis og að tilkynna þurfi fyrirhugaðar framkvæmdir til Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum.
7.
Geymslusvæði og stöðuleyfi fyrir gáma og lausafé í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1402076
Frestað til næsta fundar.
8.
10.000 tonna framleiðsla á laxi í Stöðvarfirði - beiðni um umsögn
Málsnúmer 1609087
Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar, dagsett 8. september 2016, um umsögn um 10.000 tonna framleiðslu á laxi í Stöðvarfirði. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og hafnarstjórnar frá bæjarráði. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa og hafnarstjóra dagsett 3. október 2016.
Eigna-, skiplags- og umhverfisnefnd samþykkir að ganga frá umsögn á grundvelli umræðna á fundinum og draga að umsögn og vísar til bæjarráðs.
9.
10.000 tonna laxeldi í Mjóafirði og Norðfjarðarflóa - beiðni um umsögn
Málsnúmer 1609085
Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar, dagsett 8. september 2016, um umsögn um 10.000 tonna framleiðslu á laxi í Mjóafirði og Norðfjarðarflóa. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og hafnarstjórnar frá bæjarráði. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa og hafnarstjóra dagsett 3. október 2016.
Eigna-, skiplags- og umhverfisnefnd samþykkir að ganga frá umsögn á grundvelli umræðna á fundinum og draga að umsögn og vísar til bæjarráðs.
10.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - eigna-,skipulags og umhverfisnefndar
Málsnúmer 1605156
Farið yfir drög að fjárhagsáætlun ársins 2017. Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leiti og vísar til afgreiðslu í bæjarráði
11.
Áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum
Málsnúmer 1608100
Lagt fram til kynningar
12.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands árið 2016
Málsnúmer 1602074
Fundargerð 131. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.
13.
Girðing(steinhleðsla) og frágangur milli Skólavegs og Fáskrúðsfjarðakirkjugarðs
Málsnúmer 1403148
Bréf Eiríks Ólafssonar fh sóknarnefndar Fáskrúðskirkjugarðs um aðkomu Fjarðabyggðar að því að gera steinhlaðinn vegg meðfram Skólavegi. Nefndi samþykkir tillögu sviðstjóra að samstarfssamningi um verkefnið til þriggja ára.
14.
Beiðni um afslátt af rafmagnsverði
Málsnúmer 1609158
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að bæta við eftirfarandi grein við gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar um sölu á raforku:
Viðskiptakjör:
Heimilt er að veita stórum orkukaupendum sérstök viðskiptakjör við sérstakar aðstæður þar sem tekið er mið af stöðu Rafveitu Reyðarfjarðar, magni viðskipta og öðrum samkeppnisaðstæðum.
15.
Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla
Málsnúmer 1606146
Minnisblað umhverfisfulltrúa varðandi umsókn um styrk til Orkusjóðs til uppbyggingu á innviðum fyrir rafbíla lagt fram til kynningar.
16.
Förgun á menguðum jarðvegi
Málsnúmer 1005017
Mengaður jarðvegur af Neseyri hefur verið sendur til Noregs til förgunar samkvæmt tilmælum Haust.
17.
Framkvæmda og þjónustumiðstöð
Málsnúmer 1609128
Tekin umræða um framgang skipulags nýrrar framkvæmda- og þjónustumiðstöðvar