Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
157. fundur
24. október 2016
kl.
16:00
-
18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
Formaður
Svanhvít Yngvadóttir
Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson
Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
Varaformaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
Embættismaður
Marinó Stefánsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Aðgerðaráætlun um aukna úrgangsflokkun
Í Umhverfisstefnu Fjarðabyggðar er eitt af markmiðum stefnunar að dregið verði úr hvers kyns sóun verðmæta, myndun úrgangs og stuðlað sé að endurnýtingu og endurvinnslu. Í Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 er stefnt að því að leitast við að draga úr magni úrgangs og auka endurnýtingu og endurvinnslu. Verkefnastjóri kynnti fyrir nefndinni drög að aðgeraðaráætlun um aukna úrgangsflokkun, Verkefnastjóra falið að vinna áfram að aðgerðaráætlunni.
2.
Tillaga að fyrirkomulagi jarðgerðar
Verkefnastjóra umhverfismála kynnti kerfi um jarðgerð með hirðu úrgangs í 3ja tunnu kerfi. Verkefnastjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við bæjarstjóra í samræmi við umræðu á fundinum og leggja fyrir nefndina.
3.
Gjaldskrá Sorpmiðstöðvar - meðhöndlun úrgangs
Lögð fram minniblöð dags. 14. október og 21. október 2016 frá verkefnastjóra umhverfismála um tillögu að breytingum á gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti tillögu að gjaldskrá og vísar til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti tillögu að gjaldskrá og vísar til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
4.
755 Heiðmörk 12 Byggingarleyfi - breyting á húsnæði
Lagt fram bréf Andra Martin Sigurðssonar hjá Mannvit hf fh. Jóhanns Stefánssonar, dagsett 6. október 2016, þar sem óskað er eftir umsögn um fyrirhugaðar breytingar á lóð og jarðhæð Heiðmarkar 12 á Stöðvarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar útlitsbreytingar á húsinu en hefur ekki heimild til að veita undanþágu vegna lofthæðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar útlitsbreytingar á húsinu en hefur ekki heimild til að veita undanþágu vegna lofthæðar.
5.
750 Hafnargata 1 - byggingarleyfi, rífa niður geyma og byggja upp á nýtt
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Elís B. Eiríkssonar hjá Eflu hf. fh. Loðnuvinnslunnar hf, dagsett 17. október, þar sem sótt er um leyfi til að rífa þrjá blóðvatnsgeyma og byggja nýja olíu- og blóðvatnsgeyma við fiskimjölsverksmiðju félagsins að Hafnargötu 1 á Fáskrúðsfirði. Teikningar eru unnar af Eflu hf. Aðalhönnuður er Sigurjón Hauksson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
6.
735 Strandgata 78 - Byggingarleyfi, breytt notkun
Lögð fram umsókn Emils K Thoarensen fh. Ábata ehf, dagsett 17. október 2016, þar sem óskað er eftir heimild til að breyta Strandgötu 78 á Eskifirði fyrir hótel og gistiaðstöðu. Strandgata 78 er innan reits Í9/A6 samkvæmt aðalskipulagi. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 24. október 2016.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna með C línu ofanflóða sem nú liggur í gegnum húsið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna með C línu ofanflóða sem nú liggur í gegnum húsið.
7.
755 Sævarendi - umsókn um lóð undir jarðspennistöð
Grenndarkynningu, vegna lóðarmsóknar Guðmundar Hólm Guðmundssonar fh. RARIK ohf, dagsett 13. september 2016, þar sem sótt var um lóð undir jarðspennistöð yst við Sævarenda á Stöðvarfirði, er lokið.
Eina athugasemd barst. Lagt fram bréf eiganda Fjarðarbrautar 15, dagsett 16. október 2016. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 24. október 2016.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að athugasemd sé ekki þess eðlis að hafna beri lóðarúthlutuninni.
Endanlegri afgreiðslu vegna grenndarkynningar er vísað til bæjarstjórnar.
Eina athugasemd barst. Lagt fram bréf eiganda Fjarðarbrautar 15, dagsett 16. október 2016. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 24. október 2016.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að athugasemd sé ekki þess eðlis að hafna beri lóðarúthlutuninni.
Endanlegri afgreiðslu vegna grenndarkynningar er vísað til bæjarstjórnar.
8.
740 Eyrargata 5 - umsókn um framlengingu á stöðuleyfi vinnubúða
Lögð fram beiðni Þuríðar Ingólfsdóttur fh. Héraðsverks ehf, dagsett 5. september 2016, um framlengingu á stöðuleyfi, sem veitt var VHE vegna uppbyggingar leikskóla á Neseyri. Afgreiðslu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að stöðuleyfi fyrir lágmarksfjölda gáma verði veitt til fjögurra mánaða frá og með 1. nóvember næstkomandi. Umhverfi verði snyrtilegt.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að stöðuleyfi fyrir lágmarksfjölda gáma verði veitt til fjögurra mánaða frá og með 1. nóvember næstkomandi. Umhverfi verði snyrtilegt.
9.
Stöðuleyfi fyrir gám - beiðni um upplýsingar um úthlutun leyfa
Lagt fram til kynningar bréf Bjargar Ástu Þórðardóttur hjá Samtökum iðnaðarins þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvernig staðið er að úthlutun stöðuleyfa í Fjarðabyggð, reglum varðandi útgáfu stöðuleyfa og gjaldskrá.
10.
Geymslusvæði og stöðuleyfi fyrir gáma og lausafé í Fjarðabyggð
Farið yfir stöðu stöðuleyfa fyrir gáma og lausafé í Fjarðabyggð.
Nefndin ræddi útfærslur á áframhaldandi vinnu vegna stöðuleyfa. Skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt umhverfisstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundinum.
Nefndin ræddi útfærslur á áframhaldandi vinnu vegna stöðuleyfa. Skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt umhverfisstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundinum.
11.
Endurskoðun á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar
Farið yfir umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar.
Nefndin óskar eftir umsögn lögreglustjóra.
Nefndin óskar eftir umsögn lögreglustjóra.
12.
Gjaldskrá gatnagerðagjalda í Fjarðabyggð 2017
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa um gjaldskrá gatnagerðargjalda í Fjarðabyggð 2017.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
13.
Gjaldskrá framkvæmdaleyfis- og þjónustugjalda skipulagsfulltrúa 2017
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa um gjaldskrá framkvæmdaleyfis- og þjónustagjalda skipulagsfulltrúa í Fjarðabyggð 2017.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Nefndin samþykkir jafnframt að sameina gjaldskrá framkvæmdaleyfis- og þjónustugjalda skipulagsfulltrúa og byggingarleyfis-og þjónustugjalda byggingarfulltrúa í eina gjaldskrá.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Nefndin samþykkir jafnframt að sameina gjaldskrá framkvæmdaleyfis- og þjónustugjalda skipulagsfulltrúa og byggingarleyfis-og þjónustugjalda byggingarfulltrúa í eina gjaldskrá.
14.
Gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónsutugjalda byggingafulltrúa 2017
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa um gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda byggingarfulltrúa 2017.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Nefndin samþykkir jafnframt að sameina gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda byggingarfulltrúa og gjaldskrá framkvæmdaleyfis- og þjónustugjalda skipulagsfulltrúa í eina gjaldskrá.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Nefndin samþykkir jafnframt að sameina gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda byggingarfulltrúa og gjaldskrá framkvæmdaleyfis- og þjónustugjalda skipulagsfulltrúa í eina gjaldskrá.
15.
Gjaldskrá félagsheimila 2017
Tillaga um breytingu að gjaldskrá
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu sviðstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs um að breyta gjaldskrá, gjaldskráin hækkar almennt um 2%.
Gjaldskrár breytingar taka gildi 1. janúar 2017.
Nefndin vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu sviðstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs um að breyta gjaldskrá, gjaldskráin hækkar almennt um 2%.
Gjaldskrár breytingar taka gildi 1. janúar 2017.
Nefndin vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
16.
Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2017
Tillaga um breytingu að gjaldskrá
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu sviðstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs um að breyta gjaldskrá, gjaldskráin hækkar almennt um 2%.
Gjaldskrár breytingar taka gildi 1. janúar 2017.
Nefndin vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu sviðstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs um að breyta gjaldskrá, gjaldskráin hækkar almennt um 2%.
Gjaldskrár breytingar taka gildi 1. janúar 2017.
Nefndin vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
17.
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Fjarðabyggð 2017
Tillaga um breytingu að gjaldskrá
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu sviðstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs um að breyta gjaldskrá, gjaldskráin hækkar almennt um 2%.
Gjaldskrár breytingar taka gildi 1. janúar 2017.
Nefndin vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu sviðstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs um að breyta gjaldskrá, gjaldskráin hækkar almennt um 2%.
Gjaldskrár breytingar taka gildi 1. janúar 2017.
Nefndin vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
18.
Gjaldskrá tjaldsvæða í Fjarðabyggð 2017
Tillaga um breytingu að gjaldskrá
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu sviðstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs um að breyta gjaldskrá, gjaldskráin hækkar almennt um 2%.
Gjaldskrár breytingar taka gildi 1. janúar 2017.
Nefndin vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu sviðstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs um að breyta gjaldskrá, gjaldskráin hækkar almennt um 2%.
Gjaldskrár breytingar taka gildi 1. janúar 2017.
Nefndin vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
19.
Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2017
Tillaga um breytingu að gjaldskrá
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu sviðstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs um að breyta gjaldskrá, gjaldskráin hækkar almennt um 2%.
Gjaldskrár breytingar taka gildi 1. janúar 2017.
Nefndin vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu sviðstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs um að breyta gjaldskrá, gjaldskráin hækkar almennt um 2%.
Gjaldskrár breytingar taka gildi 1. janúar 2017.
Nefndin vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
20.
Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2017
Tillaga um breytingu að gjaldskrá
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu sviðstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs um að breyta gjaldskrá, gjaldskráin hækkar almennt um 2%.
Gjaldskrár breytingar taka gildi 1. janúar 2017.
Nefndin vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu sviðstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs um að breyta gjaldskrá, gjaldskráin hækkar almennt um 2%.
Gjaldskrár breytingar taka gildi 1. janúar 2017.
Nefndin vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
21.
Verkefni framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs 2016
Farið yfir stöðu framkvæmda á árinu 2016. Ljóst er að ekki tekst að ljúka þeim öllum þar sem verktakar hafa ekki fengist í þau. Sviðstjóra falið að vinna að framkvæmdum áfram.
22.
Eftirlitsskýrsla með opnum leiksvæðum á Reyðarfirði, Eskifirði, og Neskaupstað
Eftirlitsskýrsla frá HAUST lögð fram um opin leiksvæði. Sviðstjóra falið að vinna áætlun um úrbætur í samræmi við þær athugasemdir sem fram koma í skýrslunni.
23.
Gangbrautir og hraðahindrun í Hæðargerði á Reyðarfirði
Innsent erindi frá Ellen Rós Baldvinsdóttir um gangbrautir og hraðahindrun í Hæðargerði á Reyðarfirði. Nefndin þakkar ábendinguna og felur sviðstjóra að vinna úr erindinu.
24.
Lagfæring á veg frá Viðfirði út að Barðsnesi sunnan Norðfjarðar
Erindi frá Ingólfi Sveinssyni lagt fram til kynningar.
25.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - eigna-,skipulags og umhverfisnefndar
Sviðstjóri fór yfir forsendur fjárhagsáætlunar í veitum. Vísað til áframhaldandi vinnu í bæjarráði.