Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
159. fundur
6. nóvember 2016
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
Formaður
Svanhvít Yngvadóttir
Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson
Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
Varaformaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
Embættismaður
Marinó Stefánsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
Sviðsstjóri framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs
Dagskrá
1.
Drög að nýrri reglugerð um heimagistingu o.fl.
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarféla, dagsett 3. nóvember 2016, vegna kynningar og umsagnar um drög atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að skoða reglugerðina og vinna umsögnina til Sambands íslenskra sveitarfélaga ef ástæða er til.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að skoða reglugerðina og vinna umsögnina til Sambands íslenskra sveitarfélaga ef ástæða er til.
2.
Ósk um opinn fund vegna deiliskipulags við Hlíðarenda á Eskifirði
Lagt fram bréf Íbúasamtaka Eskifjarðar, dagsett 28. október 2016, þar sem óskað er eftir að haldinn verði opinn kynningarfundur til að fara yfir deiliskipulag Hlíðarenda. Vísað frá bæjarráði til ákvörðunar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að halda opinn fund um deiliskipulag Hlíðarenda mánudagskvöldið 21. nóvember kl 20:00 í Grunnskóla Eskifjarðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að halda opinn fund um deiliskipulag Hlíðarenda mánudagskvöldið 21. nóvember kl 20:00 í Grunnskóla Eskifjarðar.
3.
Mótmæli vegna fyrirhugaðs flutnings á Sjóminjasafni og Jenssenshúss út í Mjóeyrarvík - undirskriftarlisti
Lagðir fram undirskriftarlisti íbúa á Eskifirði er varðar fyrirhugaðan flutning Sjóminjasafns Austurlands og Jensenshúss út í Mjóeyrarvík.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að halda opinn fund um deiliskipulag Hlíðarenda mánudagskvöldið 21. nóvember kl 20:00 í Grunnskóla Eskifjarðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að halda opinn fund um deiliskipulag Hlíðarenda mánudagskvöldið 21. nóvember kl 20:00 í Grunnskóla Eskifjarðar.
4.
Lagfæring á veg frá Viðfirði út að Barðsnesi sunnan Norðfjarðar
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að ræða við vegagerðina og umhverfisstofnun um erindi bréfritara og þakkar erindið.
5.
Viðbygging við leikskólann Lyngholt
Lagt fram minnisblað fræðslustjóra og sviðstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs vegna nýtingar Félagslundar einnig lagt fram minnisblað frá Sigurði Harðarsyni arkitekt á Batteríinu.
Eigna-, skipulags- og umhvefisnefnd samþykkir tillögur í minnisblaði um að Félagslundur henti ekki sem skólahúsnæði.
Eigna-, skipulags- og umhvefisnefnd samþykkir tillögur í minnisblaði um að Félagslundur henti ekki sem skólahúsnæði.