Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
160. fundur
14. nóvember 2016
kl.
16:00
-
16:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
Formaður
Einar Már Sigurðarson
Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
Varaformaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
Embættismaður
Marinó Stefánsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
730 Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 breyting - stækkun akstursíþróttasvæðis og nýs skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði
Boðað var til íbúafundar og í kjölfarið skipulagið auglýst að nýju. Auglýsingartími er liðinn, tvær athugasemdir bárust. Fundað hefur verið með Skógræktarfélagi Reyðarfjarðar. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, vegna stækkunar akstursíþróttasvæðis og nýs skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði, skipulagsuppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla, dagsett 16. júní 2016. Nefndin telur að þær athugasemdir sem fram eru komnar séu ekki þessi eðlis að breyta þurfi tillögunni. Málsmeðferð verði í samræmi við 32. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Nefndin felur jafnframt umhverfisstjóra, í samráði við forsvarsmenn Skógræktarfélags Reyðarfjarðar, að skilgreina og gera samkomulag um framtíðar skógræktarsvæði í Reyðarfirði. Þá telur nefndin nausynlegt að skoðað verði frekara skipulag útivistarsvæða í Reyðarfirði og mun taka það til skoðunar. Lögð er áhersla á að starfsemi hefjist ekki á svæðinu fyrr en öllum kröfum um hljóðvist, öryggi og ásýnd séu uppfyllt.
Nefndin felur jafnframt umhverfisstjóra, í samráði við forsvarsmenn Skógræktarfélags Reyðarfjarðar, að skilgreina og gera samkomulag um framtíðar skógræktarsvæði í Reyðarfirði. Þá telur nefndin nausynlegt að skoðað verði frekara skipulag útivistarsvæða í Reyðarfirði og mun taka það til skoðunar. Lögð er áhersla á að starfsemi hefjist ekki á svæðinu fyrr en öllum kröfum um hljóðvist, öryggi og ásýnd séu uppfyllt.
2.
730 - Deiliskipulag aksturs- og skotíþróttasvæða vestan Bjarga
Boðað var til íbúafundar og í kjölfarið skipulagið auglýst að nýju. Auglýsingartími er liðinn, tvær athugasemdir bárust. Fundað hefur verið með Skógræktarfélagi Reyðarfjarðar. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag aksturs- og skotíþróttasvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði, skipulagsuppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla, dagsett 16. júní 2016. Nefndin telur að þær athugasemdir sem fram eru komnar séu ekki þessi eðlis að breyta þurfi tillögunni. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Nefndin felur jafnframt umhverfisstjóra, í samráði við forsvarsmenn Skógræktarfélags Reyðarfjarðar, að skilgreina og gera samkomulag um framtíðar skógræktarsvæði í Reyðarfirði. Þá telur nefndin nauðsynlegt að skoðað verði frekara skipulag útivistarsvæða í Reyðarfirði og mun taka það til skoðunar. Lögð er áhersla á að starfsemi hefjist ekki á svæðinu fyrr en öllum kröfum um hljóðvist, öryggi og ásýnd séu uppfyllt.
Nefndin felur jafnframt umhverfisstjóra, í samráði við forsvarsmenn Skógræktarfélags Reyðarfjarðar, að skilgreina og gera samkomulag um framtíðar skógræktarsvæði í Reyðarfirði. Þá telur nefndin nauðsynlegt að skoðað verði frekara skipulag útivistarsvæða í Reyðarfirði og mun taka það til skoðunar. Lögð er áhersla á að starfsemi hefjist ekki á svæðinu fyrr en öllum kröfum um hljóðvist, öryggi og ásýnd séu uppfyllt.
3.
755 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 breyting ? þéttbýlisuppdráttur fyrir Stöðvarfjörð, reitur I1
Lagt fram bréf Alberts Ó. Geirssonar fh. Kross ehf, dagsett 10. nóvember 2016, þar sem óskað er efir að Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 verði breytt þannig að hægt verði að útbúa íbúðir í húsinu að Sævarenda 1 á Stöðvarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að láta breyta aðalskipulagi til samræmis við óskir bréfritara. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að láta breyta aðalskipulagi til samræmis við óskir bréfritara. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
4.
750 Skólavegur 12 - endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lagt fram bréf Heimis Hjálmarssonar, Hjálmars Heimissonar og Kristínar Hönnu Hauksdóttur, dagsett 11. október 2016, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar þeirra að Skólavegi 12 á Fáskrúðsfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið á milli funda.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið á milli funda.
5.
750 Skólavegur 14 - endurnýjun á lóðasamningi
Lagt fram bréf Alberts Kemp, dagsett 13. september 2016, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Skólavegi 14 á Fáskrúðsfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið á milli funda.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið á milli funda.
6.
740 Hólsgata 8 - Byggingarleyfi /breyting úti
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Guðnýjar Ragnheiðar Guðnadóttur fh. Húsfélagsins Hólsgötu 8, dagsett 10. nóvember 2016, þar sem sótt er um leyfi til að byggja yfir núverandi steypt þak á útbyggingu á vestanverðu fjölbýlishúsinu að Hólsgötu 8 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
7.
Goðatindur framkvæmdaleyfi - ljósleiðari
Lögð fram umsókn Ingimars Ólafssonar fh. Mílu ehf, dagsett 11. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara sem áætlað er að leggja frá gangamunna Oddsskarðsganga að norðanverðu í fjarskiptahús við Goðatind.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu leyfis og áætlaða lagnaleið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu leyfis og áætlaða lagnaleið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið.
8.
Viðbyggingaþörf við leikskóla á Eskifirði og Reyðarfirði
Fyrir liggur minnisblað fræðslustjóra um viðbyggingarþörf við leikskólana á Eskifirði og Reyðarfirði, Dalborg og Lyngholt. Í minnisblaðinu kemur fram að elsta árgangi beggja skóla er kennt í húsnæði grunnkólanna þar sem húsnæði leikskólanna er orðið of lítð. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að óskastaðan væri að byggt væri við báða skóla tvær deildir auk bættrar aðstöðu fyrir aðra starfsemi s.s. starfsmannaaðstöðu og rými fyrir listgreinar og sérkennslu. Fræðslunefnd telur ljóst að stækka þurfi báða skóla. Vísað til frekari umræðu í Eigna-,skipulags- og umhverfisnefnd.
Eigna-,skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að viðbygging við Leikskólann Dalborg á Eskifirði verði hönnuð á árinu 2017 og á 2018 verði hönnun á viðbyggingu við leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði.
Eigna-,skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að viðbygging við Leikskólann Dalborg á Eskifirði verði hönnuð á árinu 2017 og á 2018 verði hönnun á viðbyggingu við leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði.
9.
Göngustígar í Fjarðabyggð
Unnið í þeim gögnum sem liggja fyrir varðandi framtíðaruppbyggingu göngu- og hjólastíga í Fjarðabyggð, vinnu fram haldið á næsta fundi.
10.
Verkáætlun Stapa er varðar neysluvatn, varmadælur og jarðhita fyrri hluta árs 2016
Nefndin fór yfir gögn frá Ómari Bjarka Smárasyni og felur sviðstjóra að vinna málið áfram.
11.
Viðhaldsvinna í Drangagili 2015 og 2016
Erindi frá Ofanflóðasjóði vegna viðhaldsverkefna á öryggisgirðingu á ofanflóðamannvirki í Drangagili, áætlaðurkostnaður er u.þ.b. 3,4 milljónir og er hlutfallsskipting milli Ofanflóðasjóðs og Fjarðabyggðar 60/40%. Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
12.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017
Framlagður listi með eignum Eignasjóðs. Farið yfir listan með tilliti til sölu eigna á árinu 2017 og samþykkir nefndin hugmyndir bæjarráðs. Áfram verður unnið með eignalistann
13.
Aðkeyrsla að Melbæ; 735
Lagt fram bréf frá félagi eldriborgara á Eskifirði dags.31.október 2016 um lagfæringu á aðkeyrslu að Melbæ, vísað frá bæjarráði. Nefndin felur sviðsstjóra að ræða við félag eldriborgara á Eskifirði.