Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

163. fundur
12. desember 2016 kl. 16:00 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Umsögn vegna frumvarps til laga um skipulag haf- og strandsvæða
Málsnúmer 1612045
Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða.
Vigdís Hasler og Guðjón Bragason kynntu umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga í upphafi fundar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa, bæjarstjóra og umhverfisstjóra að vinna umsögn um frumvarpið. Nefndin leggur á það áherslu að í þeirri umsögn verði haldið fram þeirri kröfu að sveitarfélagið hafi skipulagsvald í fjörðum sínum.
2.
Leigulönd í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1610078
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu umhverfisstjóra um gjaldskrá fyrir leigulönd í Fjarðabyggð fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
3.
Gældýrahald og dýraeftirlit í Fjarðabyggð - 2016-
Málsnúmer 1612039
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um gæludýrahald í Fjarðabyggð, dagsett 9. desember 2016.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytt fyrirkomulag ormahreinsunar sem lagt er til í minnisblaði.
4.
Uppbyggingarsjóður Austurlands - breyttar úthlutunarreglur og leiðbeiningar
Málsnúmer 1612032
Lagt fram til kynningar.
5.
Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir
Málsnúmer 1602108
Lögð fram tillaga Framkvæmdasýslu ríkisins að útboði, áfangaskiptingu og verktíma ofanflóðaframkvæmda við Ljósá.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að útboð vegna ofanflóðaframkvæmda við Ljósá verði auglýst 17. desember 2016. Frágangi í farvegi verði lokið 1. nóvember 2017 og endanlegum frágangi 15. júní 2018.
6.
Beiðni um framkvæmdaleyfi vegna lengingar á stálþilskanti við Egersund á Eskifirði
Málsnúmer 1612024
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Fjarðabyggðarhafna þar sem sótt er um leyfi til að til að hefja framkvæmdir við lengingu á stálþilskanti við Egersund á Eskifirði. Um er að ræða um 59 metra
lengingu, frá núverandi kanti til norðurs að vegi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið.
7.
740 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 breyting - stækkun reits O5 á Kirkjubólseyrum í Norðfirð
Málsnúmer 1510155
Auglýsingartími er liðinn. Ein athugasemd barst frá ábúendum Kirkjubóls. Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá og með 14. október 2016 til og með 25. nóvember 2016. Athugasemdarfrestur var til sama tíma.
Athugasemd hefur borist frá lögmanni ábúenda að Kirkjubóli í Norðfjarðarsveit, Ólafíu Einarsdóttur og Axels Jónssonar, dagsett. 23. nóvember 2016. Áður höfðu borist athugasemdir frá sömu aðilum sem tengdust þessu máli, sjá bréf dags. 28. júlí 2016 og 25. nóvember 2015. Þá höfðu áður verið samskipti milli sveitarfélagsins og ábúenda Kirkjubóls á grundvelli ábúðarsambands þeirra, en sveitarfélagið er eigandi jarðarinnar Kirkjubóls, sjá bréf sveitarfélagsins dags. 6. mars 2015 og bréf lögmanns ábúenda 18. mars 2015 og fundargerð frá fundi aðila þann 29. apríl 2015. Þá sendu ábúendur sjálfir bréf vegna málsins dags. 20. júlí 2016.
Fjallað er um athugasemdir ábúenda að Kirkjubóli. Farið er yfir umsögn skipulags- og byggingafulltrúa, dagsett 2. desember 2016 og fjallað um hverja athugasemd fyrir sig.
Fyrir liggur að eigi síðar en 1998 var ákveðið að byggja upp aðstöðu fyrir hestamenn á Norðfirði á því svæði sem hér um ræðir og gengur tillaga að breytingu á aðalskipulagi út á að stækka það svæði um 11,6 ha. til að mæta þörfum þeirra sem nú nýta svæðið og skapa svigrúm fyrir frekari þróun og vöxt hestaíþróttar¬innar. Eftir að hafa skoðað athugasemdir ábúenda og þeirra sjónarmið um áhrif aðalskipulagsbreytinga á búskap þeirra og þess sem fram kom á fundi með ábúendum 29. apríl 2015 um raunveruleg áhrif, þá telur nefndin að ekki sé gengið lengra í breytingu aðalskipulags en þörf er á til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með því.
Af athugasemdum ábúenda verður ráðið að lagst er gegn gildistöku breytinga aðalskipulags í heild sinni, en ekki eru gerðar sérstakar kröfur um breytingar á því. Fram hefur komið að áður en tillagan var sett fram hafi verið fundað með ábúendum og í framhaldi af því leitast við að taka tillit til þeirra sjónarmiða, að því marki sem slíkt var talið unnt.
Með vísan til þessa og áðurnefnds minnisblaðs er það afstaða nefndarinnar að ekki sé unnt að verða við mótmælum ábúenda. Mælir nefndin með því að bæjarstjórn samþykki breytingartillögu á aðalskipulagi án breytinga.
8.
740 - Deiliskipulag Kirkjuból, hesthúsa og búfjársvæði
Málsnúmer 1306026
Auglýsingartími er liðinn. Ein athugasemd barst frá ábúendum Kirkjubóls. Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá og með 14. október 2016 til og með 25. nóvember 2016. Athugasemdarfrestur var til sama tíma.
Athugasemd hefur borist frá lögmanni ábúenda að Kirkjubóli í Norðfjarðarsveit, Ólafíu Einarsdóttur og Axels Jónssonar, dagsett. 23. nóvember 2016. Áður höfðu borist athugasemdir frá sömu aðilum sem tengdust þessu máli, sjá bréf dags. 28. júlí 2016 og 25. nóvember 2015. Þá höfðu áður verið samskipti milli sveitarfélagsins og ábúenda Kirkjubóls á grundvelli ábúðarsambands þeirra, en sveitarfélagið er eigandi jarðarinnar Kirkjubóls, sjá bréf sveitarfélagsins dags. 6. mars 2015 og bréf lögmanns ábúenda 18. mars 2015 og fundargerð frá fundi aðila þann 29. apríl 2015. Þá sendu ábúendur sjálfir bréf vegna málsins dags. 20. júlí 2016.
Fjallað er um athugasemdir ábúenda að Kirkjubóli. Farið er yfir umsögn skipulags- og byggingafulltrúa, dagsett 2. desember 2016 og fjallað um hverja athugasemd fyrir sig.
Fyrir liggur að eigi síðar en 1998 var ákveðið að byggja upp aðstöðu fyrir hestamenn á Norðfirði á því svæði sem hér um ræðir og gengur tillaga deiliskipulagi m.a. út á að stækka það svæði um 11,6 ha. til að mæta þörfum þeirra sem nú nýta svæðið og skapa svigrúm fyrir frekari þróun og vöxt hestaíþróttarinnar. Eftir að hafa skoðað athugasemdir ábúenda og þeirra sjónarmið um áhrif deiliskipulagsins á búskap þeirra og þess sem fram kom á fundi með ábúendum 29. apríl 2015 um raunveruleg áhrif, þá telur nefndin að ekki sé gengið lengra í tillögu að deiliskipulagi en þörf er á til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með því.
Af athugasemdum ábúenda verður ráðið að lagst er gegn gildistöku deiliskipulagsins í heild sinni, en ekki eru gerðar sérstakar kröfur um breytingar á því. Fram hefur komið að áður en tillagan var sett fram hafi verið fundað með ábúendum og í framhaldi af því leitast við að taka tillit til þeirra sjónarmiða, að því marki sem slíkt var talið unnt.
Með vísan til þessa og áðurnefnds minnisblaðs er það afstaða nefndarinnar að ekki sé unnt að verða við mótmælum ábúenda. Mælir nefndin með því að bæjarstjórn samþykki tillögu að deiliskipulagi Kirkjubóls, hesthúsa og búfjársvæðis án breytinga.
9.
750 Berunes - byggingarleyfi - fjárhús
Málsnúmer 1612041
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Magnúsar Stefánssonar fh. eiganda Beruness, dagsett 7. desember 2016, þar sem sótt er um leyfi til að rífa fjárhús á jörðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
10.
740 Hafnarbraut 2 - byggingarleyfi - breytingar innanhús
Málsnúmer 1612033
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Gunnars Stefánssonar hjá Mannvit hf. fh. SÚN , dagsett 6. desember 2016, þar sem sótt er um leyfi til að breyta innanhúss í verslun félagsins að Hafnarbraut 6 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
11.
Endurskoðun á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar 2016
Málsnúmer 1604018
Umsögn Lögreglustjóra Austurlands liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að taka málið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
12.
750 Notkun fjöleignarhússins að Búðavegi 35
Málsnúmer 1510182
Lagt fram bréf eiganda neðri hæðar Búðavegar 35, dagsett 4. desember 2016. Lagt fram til kynningar bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dagsett 9. desember 2016, þar sem upplýst er að ákvörðun eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar um að afturkalla byggingarleyfi vegna efri hæðar Búðavegar 35 hafi verið kærð til nefndarinnar.
Erindi eiganda neðri hæðar er vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.
13.
715 Úrskurður í kærumáli - Fjörður 1 í Mjóafirði
Málsnúmer 1502071
Lagt fram bréf Brynjars Ármannsonar, dagsett 18. nóvember 2016, vegna frests sem gefin var vegna óleyfisframkvæmda í Firði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu meðan unnið er í málinu.
14.
735 Strandgata 12 - lóðamál
Málsnúmer 1301195
Lögð fram tillaga að samningi vegna lóðarmála Strandgötu 12 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að samkomulag verði gert um lóðina. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
15.
Raforkukaup Rafveitu Reyðarfjarðar 2017
Málsnúmer 1611018
Framlögð drög að samningum um orkukaup Rafveitu Reyðarfjarðar af Landsvirkjun.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.
16.
Samningur um þjónustu við Netorku - framlenging til 5 ára
Málsnúmer 1612056
Framlögð drög að samningi við Netorku um framlengingu samnings frá 25. apríl 2007 til fimm ára.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.
17.
Kauptilboð - Skólavegur 98-112 grunnur Fáskrúðsfirði.
Málsnúmer 1508067
Lagt fram til kynningar bréf Lúðvíks Berg Bárðarsonar fh. Fylkis ehf, dagsett 9. desember 2016, þar sem óskað er eftir lengingu á tímafrestum sem ákveðnir voru við afsal Fjarðabyggðar á mannvirkjum á lóðunum við Skólaveg 98-112 á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og leggja fyrir nefndina að nýju.
18.
Vatns- og fráveitumál 2016/2017
Málsnúmer 1612057
Lagðir fram til kynningar punktar HAUST vegna vatns- og fráveitumála 2016-2017.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd ræddi stöðu vatns- og fráveitumála og áætlanagerði í þeim efnum. Verður unnið áfram á næstu fundum nefndarinnar.
19.
Framskrið í Helgustaðahreppi nóv 2015
Málsnúmer 1511102
Lögð fram til kynningar samantekt á vinnu og niðurstöðum mælinga Veðurstofu Íslands fyrir jarðsigssvæðið utan Eskifjarðar frá því í október 2015. Lítil hreyfing hefur verið á svæðinu undanfarna mánuði. Veðurstofan mun halda áfram rannsóknum og vöktun á svæðinu.