Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

164. fundur
2. janúar 2017 kl. 16:00 - 18:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Skoðun á möguleikum á aðstöðu í landi vegna laxeldis
Málsnúmer 1612109
Farið yfir málefni varðandi fyrirhugað laxeldi í Reyðarfirði og skoðun Laxa fiskeldis ehf á mögulegum staðsetningum fyrir starfsemi þeirra í landi.
2.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands árið 2016
Málsnúmer 1602074
Lögð fram til kynningar fundargerð 132. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands.
3.
Brúarvegrið við Vattarnesveg yfir Kikjubólsá, Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1612094
Lagt fram bréf hestamanna á félagssvæði Hestamannafélagsins Goða á Fáskrúðsfirði, dagsett 7. desember 2016, þar sem óskað er eftir leyfi fyrir léttri trébrú yfir Kirkjubólsá gegnt Goðatúni 9 eða á öðrum hentugum stað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki fallist á að hestaumferð verði um Nesveg og telur að breikkun brúar yfir Kirkjubólsá sé heppilegri kostur. Nefndin felur sviðstjóra að ræða hugmyndina frekar í samráði við hestamenn og Vegagerðina.
4.
740 Sæbakki 10 - viðbygging - byggingarleyfi
Málsnúmer 1612086
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Elísabetar G. Birgisdóttur, dagsett 14. desember 2016, þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við hús hennar að Sæbakka 10 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari gagna vegna umsóknarinnar.
5.
740 deiliskipulag fólkvangs Neskaupstaðar
Málsnúmer 1606100
Kynnt tillaga að deiliskipulagi Fólkvangs Neskaupstaðar.
Tekið fyrir að nýju á nesta fundi í samræmi við umræður í nefndinni.
6.
Endurskoðun á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar 2016
Málsnúmer 1604018
Lögð fram umsögn Lögreglustjóra Austurlands vegna breytinga á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir ýmsa liði samþykktarinnar og tekur hana fyrir að nýju á næsta fundi.
7.
Starfshópur um göngu- og hjólreiðastíga
Málsnúmer 1510014
Farið yfir þær tillögur sem fyrir liggja vegna göngu- og hjólreiðastíga. Umhverfisstjóra falið að vinna málið áfram á milli funda.
8.
Efnistaka við Ljósá í Reyðarfirði - framkvæmdarleyfi Skipulagsstofnunar
Málsnúmer 1701007
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Fjarðabyggðarhafna þar sem sótt er um leyfi til allt að 120.000 m3 efnistöku á allt að 46.500 m2 svæði við Ljósa í Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið.