Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

165. fundur
9. janúar 2017 kl. 16:00 - 16:50
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Lagfæring á veg frá Viðfirði út að Barðsnesi sunnan Norðfjarðar
Málsnúmer 1610002
Lögð fram umsögn Náttúrustofu Austurlands, dagsett 5. janúar 2017,- og umsögn Umhverfisstofnunar, dagsett 4. janúar 2017, vegna lagfæringar á veg frá Viðfirði út að Barðsnesi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að upplýsa umsækjanda um umsagnir.
2.
Umsjónarsamningar - Helgustaðanáma og Hólmanes
Málsnúmer 1612008
Lögð fram drög að samningi um umsjón og rekstur friðlandsins í Hólmanesi ásamt minnisblaði umhverfisstjóra, dagsettu 6. janúar 2017.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra í samráði við bæjarstjóra að vinna málið áfram.
3.
Tilkynning um fyrirhugaða 4.000 tonna laxeldisstöð Laxar fiskeldis ehf. í sjókvíum í Fáskrúðfirði
Málsnúmer 1201079
Lögð fram til kynningar ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fallist sé á matsáætlun framkvæmdaaðila, með athugasemdum, vegna framleiðslu á allt að 4000 tonnum af laxi í Fáskrúðsfirði, dagsett 28. desember 2016.
4.
Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES
Málsnúmer 1411143
Framlagt til kynningar minnisblað merkt trúnaðarmál, um stöðu ljósleiðaravæðingar dreifbýlis í Fjarðabyggð og umsóknir um styrki til verkefnisins á árinu 2017. Bæjarráð hefur samþykkt að sótt verði um ríkisstyrk til Fjarskiptasjóðs vegna ljósleiðaravæðingar dreifbýlis í Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði að sunnanverðu upp í gegnum Daladal og innanverðan Reyðarfjörð sunnan Sléttuár. Jafnframt verði sótt um ríkisstyrk vegna dreifbýlis á Norðfirði. Áhugi íbúa í dreifbýli á þessum svæðum verði kannaður samhliða umsókn. Bæjarstjóra falið að kanna hjá Fjarskiptasjóði hvernig staða hringtengingar fjarskipta Norðfjarðar og Eskifjarðar standi með hliðsjón af Mjóafirði. Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar frá bæjarráði.
5.
740 Urðarbotnar, Nes- og Bakkagil - ofanflóðavarnir
Málsnúmer 1606084
Lagt fram minnisblað og umsókn Ara Benediktssonar hjá Mannvit hf. fh. Fjarðabyggðar, dagsett 2. janúar 2017, þar sem óskað er eftir leyfi til að gera 11 borholur til að fylgjast með grunnvatnsstöðu í byggð neðan fyrirhugaðra varnargarða undir Urðarbotnum og Nes- og Bakkagiljum á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar staðsetningar borhola.
6.
Húsnæði Sólvalla í Neskaupstað
Málsnúmer 1612142
Lagt fram til kynningar bréf níu einstaklinga, dagsett 20. desember 2016, þar sem óskað er eftir að hætt verði við sölu á fyrrum húsnæði leikskólans við Blómsturvelli í Neskaupstað og þess í stað teknar upp viðræður við hópinn um leigu á húsnæðinu til atvinnustarfsemi. Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frá bæjarráði.
7.
Drög að nýrri reglugerð um heimagistingu o.fl.
Málsnúmer 1611016
Í tengslum við lög nr. 67/2016, um breytingar á lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, hefur Samband Íslenskra sveitarfélaga tekið saman upplýsingar um ferðamál og heimagistingu. Lagt fram til kynningar.
8.
Almenningssamgöngur - ungmennaráð
Málsnúmer 1606037
Frá bæjarstjórnarfundi. Umræða um af hverju er ekki frítt í almenningssamgöngur fyrir 16 - 18 ára.
Máli vísað til bæjarráðs og eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum fyrr i dag og setti í ákveðinn farveg og mun nefndin bíða niðurstöðu þess.
9.
Loftræsting í íþróttahúsum
Málsnúmer 1701018
Frá bæjarstjórnarfundi. Umræða um hvort það þurfi ekki að yfirfara loftræsismál í íþróttahúsum í Fjarðabyggð. Máli sé vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Framkvæmdasviði er falið að yfirfara stöðu loftræsimála íþróttahúsa í Fjarðabyggð.
10.
Upphitun Fjarðabyggðarhallarinnar
Málsnúmer 1701016
Frá bæjarstjórnarfundi. Umræða um hvort það sé kominn tími til að hita upp Fjarðabyggðarhöllina.
Máli vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og íþrótta- og tómstundanefndar.
Framkvæmdasviði er falið að taka saman kostnað við einangrun og upphitun Fjarðabyggðarhallarinnar og þá möguleika sem til staðar eru í því og leggja fyrir nefndina.