Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

166. fundur
16. janúar 2017 kl. 16:00 - 17:50
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Lausaganga stórgripa
Málsnúmer 1403118
Lögð fram drög að samþykkt um bann við lausagöngu strórgripa ásamt minnisblaði umhverfisstjóra, dagsett 9. janúar 2017. Sent til umfjöllunar frá landbúnaðarnefnd.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að senda drögin til umsagnar hjá hagsmunaaðilum.
2.
Starfshópur um göngu- og hjólreiðastíga
Málsnúmer 1510014
Áframhaldandi vinna við skipulag á hjóla- og göngustíga.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að kostnaðarmeta 1. áfanga í göngu- og hjólreiðastígum milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Samhliða því verður kallað eftir áhættumati á 3. áfanga samkvæmt tillögu að breytingum, svo og tengingum stígs við álver og Mjóeyrarhöfn. Jafnframt verði unnin kostnaðaráætlun vegna stígagerðar sem þegar er gert ráð fyrir í staðfestu deiliskipulagi sundurliðað eftir byggðarkjörnum.
3.
735 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027. breyting - Stækkun hafnarsvæðis
Málsnúmer 1701099
Bæjarstjórn hefur samþykkt beiðni hafnarstjórnar um að breyta Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna stækkunar hafnarinnar á Eskifirði. Tilboð hafa borist vegna skipulagsvinnu.
Hugmyndir um stækkun hafnarinnar lagðar fram til kynningar.
4.
Deiliskipulag Leira 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu - breyting, stækkuna hafnarsvæðis
Málsnúmer 1701100
Bæjarstjórn hefur samþykkt beiðni hafnarstjórnar um að breyta deiliskipulagi Leiru 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu vegna stækkunar hafnarinnar á Eskifirði. Tilboð hafa borist vegna skipulagsvinnu. Hugmyndir um stækkun hafnarinnar lagðar fram til kynningar.
5.
740 deiliskipulag fólkvangs Neskaupstaðar
Málsnúmer 1606100
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag Fólkvangs Neskaupstaðar í auglýsingu, skipulagsuppdráttur og greinargerð, dags. 1. desember 2016.
Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
6.
730 - Beiðni um framkvæmdaleyfi vegna annars áfanga Mjóeyrarhafnar
Málsnúmer 1701032
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Fjarðabyggðarhafna þar sem sótt er um leyfi til að hefja annan áfanga Mjóeyrarhafnar. Gert er ráð fyrir 160 m hafnarkanti og fyllingum. Efnistaka verður rétt austan við vöruhöfnina á Reyðarfirði og við Ljósá.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið.
7.
750 Hafnargata 1, byggingarleyfi - hreinsivirki
Málsnúmer 1701034
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Elís B. Eiríkssonar hjá Eflu hf. fh. Loðnuvinnslunnar hf, dagsett 6. janúar 2017, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 639,8 m2 og 2665,9 m3 hreinsivirki við fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins að Hafnargötu 1 á Fáskrúðsfirði. Teikningar eru unnar af Eflu hf. Hönnuðir eru Sigurjón Hauksson og Elís B. Eiríksson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
8.
740 Egilsbraut 1, byggingarleyfi - klæðning utanhúss
Málsnúmer 1701044
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Sigurðar J. Jónssonar fh. Fjarðabyggðar, dagsett 5. janúar 2017, þar sem sótt er um leyfi til að klæða félagsheimilið Egilsbúð, að Egilsbraut 1 á Norðfirði, að utan með sléttri álklæðningu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
9.
740 Skólavegur 12, byggingarleyfi - klæðning utanhús
Málsnúmer 1701043
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Sigurðar J. Jónssonar fh. Fjarðabyggðar, dagsett 5. janúar 2017, þar sem sótt er um leyfi til að klæða Nesskóla, að Skólavegi 12 á Norðfirði, að utan með sléttri álklæðningu ásamt byggingar á tæknirými við skólann.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
10.
Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir
Málsnúmer 1602108
Lögð fram fyrirspurn frá bjóðenda vegna tilboðsgerðar í ofanflóðavarnir í Ljósá, Eskifirði.
Spurt er hvort leyft verði að færa rennsli í Ljósá yfir í farveg Hlíðarendaár á meðan á framkvæmd stendur, hvort til greina komi að færa hjáleið við Strandgötu niður fyrir götuna og hvort nota megi sprautusteypu í leiðigarða ofan Steinholtsvegar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn tímabundinni færslu Ljósár að fenginni jákvæðri umsögn Skógræktarfélags Eskifjarðar og UST ásamt hönnuða varna í Hlíðarendaá. Nefndin leggst ekki gegn færslu hjáleiðar og samþykkir framlagt samkomulag um frágang í verklok. Nefndin leggst ekki gegn notkun sprautusteypu að fenginni jákvæðri umsögn hönnuðar.
11.
Eftirlit með vatnsveitum Fjarðabyggðar 2016
Málsnúmer 1701049
Lagðar fram til kynningar skýrslur Heilbrigðiseftirlits Austurlands um eftirlit með vatnsveitum Fjarðabyggðar á síðastliðnu ári. Samkvæmt sýnatökum eru vatnsveitur Fjarðabyggðar að skila góðu neysluvatni.
12.
Endurskoðun á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar 2016
Málsnúmer 1604018
Lögð fram breytingatillaga að umferðasamþykkt Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir ýmsa liði samþykktarinnar og felur forstöðumanni framkvæmdamiðstöðvar og skipulags- og byggingarfulltrúa að uppfæra gögnin í samræmi við umræðu og taka fyrir að nýju á næsta fundi.
13.
Landbúnaðarnefnd - 17
Málsnúmer 1701006F
Samþykkt