Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

171. fundur
20. mars 2017 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson Embættismaður
Marinó Stefánsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðstjóri framkvæmda- og umhvefissviðs
Dagskrá
1.
Viðbragðsáætlun vegna Öskufalls
Málsnúmer 1703028
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir drögin og samþykkir fyrir sitt leiti
2.
Viðbragðsáætlun vegna ofanflóða, skriðufalla og snjóflóða
Málsnúmer 1703027
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir drögin og samþykkir fyrir sitt leiti
3.
Viðbragðsáætlun vegna hópslysa
Málsnúmer 1703026
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir drögin og samþykkir fyrir sitt leiti
4.
Vatns- og holræsagjöld á ótengdar fasteignir
Málsnúmer 1702223
Framlögð greinargerð og tillaga fjármálastjóra vegna vatns- og holræsagjalda á eignir sem ekki eru tengdar veitukerfum Fjarðabyggðar. Lagt er til að fallið verði frá álagningu gjalda á slíkar eignir í ljósi breytinga á lögum. 1.mgr. 19.gr. orðist svo; "Af þeim fasteignum í sveitarfélaginu þar sem tenging er fyrir hendi við mörk fasteignar, skal árlega greiða fráveitugjald (holræsagjald) og skal því varið til þess að standa straum af rekstri og viðhaldi fráveitu sveitarfélagsins." Bæjarráð hefur tekið vel í tillögu en óskar eftir að eigna- skipulags- og umhverfisnefnd taki ákvörðun í málinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu fjármálastjóra og vísar breytingu á gjaldskrá til samþykktar bæjarráðs.
5.
Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi 23.mars
Málsnúmer 1703044
Aðalfundarboð á aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar felur sviðstjóra að sækja fundinn.
6.
Vinnuskóli 2017
Málsnúmer 1703035
Vinnuskóli Fjarðabyggðar sumarið 2017, umhverfisstjóri leggur fyrir fundinn tillögu um að vinnutími unglinga 8. og 9. bekkjar grunnskóla Fjarðabyggðar verði einungis fyrir hádegi, frá kl. 08-12 á daginn. Vinnutímabilið sem þeim býðst í ár eru 10 vikur, vika 23 (6. júní) til og með viku 33 (18.ágúst).
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir frekari upplýsingum frá umhverfisstjóra.
7.
Umsókn um stöðuleyfi fyrir 12 x 24 m2 dúkskemmur á lóð Loðnuvinnslunnar hf, Hafnargötu 1 á Fáskrúðsfirði,
Málsnúmer 1703067
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Elísar B. Eiríkssonar hjá Eflu hf. fh. Loðnuvinnslunnar hf, dagsett 8. mars 2017, þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir 288 m2 dúkskemmu á lóð fyrirtækisins að Hafnargötu 1 á Fáskrúðsfirði. Sótt er um stöðuleyfi til 7. mars 2018.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi.
8.
730 Fagradalsbraut 10 og 12 - Byggingarleyfi, hesthús
Málsnúmer 1703062
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Önnu Berg Samúelsdóttur, dagsett 8. mars 2017, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 145,6 2 og 548,7 m3 hesthús á lóðinni Fagradalsbraut 10-12 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
9.
740 deiliskipulag fólkvangs Neskaupstaðar
Málsnúmer 1606100
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, tillögu að deiliskipulagi Fólkvangs Neskaupstaðar, skipulagsuppdráttur og greinagerð, dags. 9. janúar 2017. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
10.
Ofanflóðavarnir - Ljósá - framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1702085
Framlagður til kynningar verksamningur vegna ofanflóðavarna við Ljósá á Eskifirði að fjárhæð 208.049.372 kr. Bæjarráð hefur samþykkt samninginn.
11.
Almenningssamgöngur - ungmennaráð
Málsnúmer 1606037
Frá fyrri fundi bæjarráðs. Lagt fram minnisblað framkvæmda- og umhverfissviðs um áætlaðan kostnað við gjaldfrjálsar almenningssamgöngur fyrir aldurshópinn 16 til 18 ára. Bæjarráð felur framkvæmda- og umhverfissviði að útfæra reglur vegna endurgjaldslausra afnota ungmenna 16 til 18 ára. Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
12.
Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir
Málsnúmer 1602108
Ofanflóðaframkvæmdir við Ljósá, fundargerð frá fyrsta verkfundi lögð fram til kynning
13.
Breyting á byggingarreglugerð - frestur til 27.mars
Málsnúmer 1703099
Lagðar fram til kynningar fyrirhugaðar breytingar á byggingarreglugerð nr. 112/2012.
14.
740 Sæbakki 10a - byggingarleyfi, viðbygging
Málsnúmer 1703103
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Elísabetar Guðrúnar Birgisdóttur, dagsett 14. mars 2017, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 13 m2 og 27,8 m3 viðbyggingu við hús hennar að Sæbakka 10 á Norðfirði. Samþykki nágranna liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
15.
730 Sunnugerði - botnlangi
Málsnúmer 1611002
Íbúum við Sunnugerði á Reyðarfirði hafa verið kynntar hugmyndir um að gera götuna að botnlangagötu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tilraun verði gerð með að gera Sunnugerði að botnlangagötu. Tilraunin verði frá 1. apríl til 1. október næstkomandi. Lokun verður milli Sunnugerðis 12 og 14.
16.
234. mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgangna (innleiðing alþjóðlegra skuldbindinga, EES-reglur),
Málsnúmer 1703110
Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgangna (innleiðing alþjóðlegra skuldbindinga, EESreglur),234. mál.
17.
Ályktun frá aðalfundi KFF um málefni Eskjuvallar
Málsnúmer 1611048
Aðalfundur Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar haldinn á Reyðafirði 6.október 2016 skorar á Fjarðabyggð að koma að gerð uppbyggingaráætlunar fyrir aðalleikvöll til knattspyrnuiðkunar á Eskifirði fyrir komandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins með knattspyrnufélagi Fjarðabyggðar, þar sem fram kæmi hvernig sveitarfélagið hyggst byggja upp boðlegan völl til knattspyrnu.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur rætt við forsvarsmenn KFF og þeir telja mikilvægt að það sé gerð áætlun um hvenær og hvernig ráðist verður í umbætur á vellinum. Félagið myndi huga vinnu sinni við völlinn mismunandi eftir því hvort ráðist verði í þær framkvæmdir eftir 1, 3 eða 10 ár og því nauðsynlegt að félagið sé upplýst og að sveitarfélagið sé með einhverja áætlun í gangi. Í ár væri t.d. frábær tími til að taka völlinn í gegn þar sem liðið spilar í 2. deildinni, en liðið mætti þá spila alla sína leiki á Norðfjarðarvelli. Líklegast þarf að hækka völlinn um 70-120 cm auk þess sem það þarf að taka ákvörðun um hvort gerður verði þar gervisgrasvöllur í fullri stærð eða farið í umbætur á grasinu.

Eigna-, skipulags- og umhvefisnefnd þakkar erindið og mun skoða þessi mál.
18.
755 Bankastræti 2 og 4 - Beiðni um að Fjarðabyggð leysi til sín lóð
Málsnúmer 1210191
Lögð fram drög að afsölum vegna lóðanna við Bankastræti 2 og 4 á Stöðvarfirði en eigendur lóðanna hafa lýst yfir áhuga á að Fjarðabyggð leysi lóðirnar til sín þar sem þær verða ekki nýttar frekar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við afsölin fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
19.
750 Stekkholt 20 - Umsögn um rekstrarleyfi
Málsnúmer 1701228
Lagt fram bréf Elínar Helgu Kristjánsdóttur og Gests Valgeirs Gestssonar, Stekkholti 20 á Fáskrúðsfirði, dagsett 14. mars 2017, vegna breytinga sem orðið hafa á lögum og reglum varðandi sölu gistingar til ferðamanna og þeirra áhrifa sem þær hafa á þann rekstur sem þau hafa haft í húsinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur falið skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna drög að stefnu sveitarfélagsins vegna gisti- og veitingasölu,bréfi vísað í þá vinnu.
20.
Útboð á viðhaldsmálum grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Málsnúmer 1703119
Lögð fram drög að útboðsgögnum fyrir þær framkvæmdir sem fyrirhugað er að bjóða út í grunnskólanum á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að vinna málið áfram.
21.
Leigulönd í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1610078
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir tillöguna og felur vinnuhópnum að vinna að málinu áfram á milli funda.
22.
740 Egilsbraut 26 - byggingarleyfi - breytt notkun
Málsnúmer 1703123
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Hákons Guðröðarsonar, dagsett 16. mars 2017, þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun Egilsbrautar 26 á Norðfirði úr sjóhúsi í veitingastað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
23.
740 Hafnarbraut 17 - endurnýjun á lóðarleigusamning
Málsnúmer 1703133
Lögð fram tillaga að lóðarblaði Hafnarbrautar 17 á Norðfirði vegna breytinga í samræmi við deiliskipulag.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.