Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
172. fundur
27. mars 2017
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
Formaður
Svanhvít Yngvadóttir
Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson
Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
Varaformaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
Embættismaður
Marinó Stefánsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Lokaskýrsla starfshóps sambandsins um stefnumótun í úrgangsmálum
Lagt fyrir lokaskýrsla starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélag um stefnumótun í úrgangsmálum dags. í október 2016 ásamt minnisblaði verkefnastjóra umhverfismála um skýrsluna.
VErkefnastjóra umhverfismála falið að ganga frá viðbrögðum á grundvelli minnisblaði og umræðu á fundinum.
VErkefnastjóra umhverfismála falið að ganga frá viðbrögðum á grundvelli minnisblaði og umræðu á fundinum.
2.
Vinnuskóli 2017
Síðustu ár hefur verið í boði í vinnuskóla Fjarðabyggðar að velja vinnutíma fyrir og eftir hádegi, kl. 08-12 og kl. 13-17.
Í ljósi þess hve fá börn hafa sótt um vinnu eftir hádegi síðustu ár samþykkir nefndin að á komandi sumri verði vinnuskólinn fyrir hádegi.
Í ljósi þess hve fá börn hafa sótt um vinnu eftir hádegi síðustu ár samþykkir nefndin að á komandi sumri verði vinnuskólinn fyrir hádegi.
3.
Leigulönd í Fjarðabyggð
Tillaga vinnuhóps lögð fyrir nefndina, Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela vinnuhópnum að funda með hestamönnum að nýju 6. aprílog kynna fyrir þeim drög að tillögum nefndarinnar.
4.
Landsáætlun og Framkvæmdasjóður ferðamannastaða
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að senda inn beiðni til stjórnar sjóðsins um ástæður þess að Fjarðabyggð fékk ekki úthlutað úr sjóðnum til þeirra verkefna sem eru á forgangslista sveitarfélagsins samkvæmt landsáætlun og drögum að áætlun vegna verkefna ársins 2017.
5.
Geymslusvæði og stöðuleyfi fyrir gáma og lausafé í Fjarðabyggð
Lögð fram drög að reglum um lausafjármuni í Fjarðabyggð.
Eigna,- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti reglur um lausafjármuni í Fjarðabyggð og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar.
Eigna,- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti reglur um lausafjármuni í Fjarðabyggð og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar.
6.
730 Hraun 1 - Byggingarleyfi 341 kerskálastjórnstöð
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Halldórs Eiríkssonar, TBL architects fh. Alcoa Fjarðaál sf, dagsett 24. mars 2017, þar sem sótt er um samþykki reyndarteikninga fyrir 341 Kerskálastjórnstöð fyrirtækisins að Hrauni 1 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
7.
740 Egilsbraut 9, byggingarleyfi - Bílskúr
Lagður er fram tölvupóstur, dags. 20.3.2017, með andmælum eigenda Egilsbrautar 9, Norðfirði, vegna bréfs byggingarfulltrúa dags. 28. febrúar 2017.
Með vísan til gagna málsins samþykkir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að eigendum Egilsbrautar 9, fastanr. 216-9037 og 216-9038, á Norðfirði verði gert að færa bygginguna Egilsbraut 9 til fyrra horfs, enda er breyting á kjallara hússins í bílskúr óleyfisframkvæmd og felur í sér óheimila breytingu á notkun húseignar, sbr. 55. og 56. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010. Með færslu til fyrra horfs felst að bílskúrshurð verði fjarlægð, hurðaropi lokað, ytra byrði hússins hafi sama útlit og fyrir gerð bílskúrshuðarops. Innra skipulag húss skal fært til fyrra horfs í samræmi við heimila notkun sem íbúðarhúsnæði.
Frestur til að framkvæma lagfæringar á mannvirkinu er veittur til 30. júní 2017. Með vísan til 2. mgr. 56. gr. mannvirkjalaga skulu dagsektir að fjárhæð kr. 50.000,-, falla á eigendur Egilsbrautar 9 frá 30. júní 2017, hafi þær lagfæringar sem krafist er, ekki farið fram. Dagsektir má innheimta með fjárnámi og hefur sveitarfélagið Fjarðabyggð lögveð fyrir kröfu sinni í Egilsbraut 9.
Byggingarfulltrúi tilkynnir hlutaðeigandi um afgreiðslu málsins.
Með vísan til gagna málsins samþykkir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að eigendum Egilsbrautar 9, fastanr. 216-9037 og 216-9038, á Norðfirði verði gert að færa bygginguna Egilsbraut 9 til fyrra horfs, enda er breyting á kjallara hússins í bílskúr óleyfisframkvæmd og felur í sér óheimila breytingu á notkun húseignar, sbr. 55. og 56. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010. Með færslu til fyrra horfs felst að bílskúrshurð verði fjarlægð, hurðaropi lokað, ytra byrði hússins hafi sama útlit og fyrir gerð bílskúrshuðarops. Innra skipulag húss skal fært til fyrra horfs í samræmi við heimila notkun sem íbúðarhúsnæði.
Frestur til að framkvæma lagfæringar á mannvirkinu er veittur til 30. júní 2017. Með vísan til 2. mgr. 56. gr. mannvirkjalaga skulu dagsektir að fjárhæð kr. 50.000,-, falla á eigendur Egilsbrautar 9 frá 30. júní 2017, hafi þær lagfæringar sem krafist er, ekki farið fram. Dagsektir má innheimta með fjárnámi og hefur sveitarfélagið Fjarðabyggð lögveð fyrir kröfu sinni í Egilsbraut 9.
Byggingarfulltrúi tilkynnir hlutaðeigandi um afgreiðslu málsins.
8.
740 Egilsbraut 21 - byggingarleyfi - breyta í gistiheimili
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jakobs Vigfússonar, dagsett 23. mars 2017, þar sem sótt er um til að breyta hluta hússins að Egilsbraut 21 á Norðfirði í gistiheimili. Egilsbraut 21 er skráð sem verslunar og skrifstofuhúsnæði á iðnaðar og athafnalóð. Breytt notkun samræmist skiplagsskilmálum svæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
9.
735 Strandgata 31 - byggingarleyfi - breyting á húsnæði
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Magnúsar Skúlasonar fh. Ríkiseigna, dagsett 21. mars 2017, þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun röntgenherbergis í aðstöðu fyrir sérfræðinga ásmat því að bæta þar við glugga í stíl hússins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
10.
Kortlagning tækifæra á litlum vatnsaflsvirkjunum
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að vinna tillögur að virkjunarkostum smávirkjana undir 10 kw í Fjarðabyggð.
11.
204.mál til umsagnar frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög),
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa og umhverfisstjóra að fara yfir umrætt frumvarp og leggja fyrir nefndina ef þurfa þykir.
12.
Kynning á tillögu að kerfisáætlun 2016-2025 og umhverfisskýrslu
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að fara yfir áætlunina og leggja umsögn fyrir nefndina.
13.
Slóðir og smalavegir
Framlögð áskorun félags leiðsögumanna um að sveitarfélög nýti það fjármagn sem fáanlegt er úr styrkvegasjóði til endurbóta á vegaslóðum vegna hreindýraveiða. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar áskorunina og felur sviðstjóra að skoða málið.