Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

174. fundur
21. apríl 2017 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson Embættismaður
Marinó Stefánsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
Endurskoðun á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar 2016
Málsnúmer 1604018
Lagðar fram umsagnir forsvarsmanna Tanna travel og Austjarðarleiða vegna breytinga á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir umsagnir og endanleg drög af samþykktinni og samþykkir þau fyrir sitt leyti. Formanni og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að yfirfara orðalag og framsetningu. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
2.
Lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð - nr. 325/1999
Málsnúmer 1602082
Lögð fram drög að lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð til samræmis við drög til umsagnar. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
3.
Ný reglugerð um heimagistingu, gististaði og skemmtanahald - verkferlar ofl.
Málsnúmer 1611016
Lagðar fram til kynningar og umræðu reglur vegna sölu gistingar í Fjarðabyggð ásamt minnisblaði um breytingar á reglugerð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir reglurnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið og leggja fyrir nefndina að nýju.
4.
730 Hafnargata 1 - umsókn um stækkun lóðar
Málsnúmer 1704092
Lagt fram bréf Árna Más Valdimarssonar fh. Sesam ehf / Sesam Brauðhús, dagsett 19. apríl 2017, þar sem sótt er um stækkun lóðar fyrirtækisins að Hafnargötu 1 á Reyðarfirði um 4,5 metra til norðurs. Gert er ráð fyrir útisvæði fyrir gesti á hluta stækkunar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, stækkun lóðarinnar að Hafnargötu 1 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
5.
Norðfjarðargöng - umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1303010
Lagt fram bréf Sveins Sveinssonar fh. Vegagerðarinnar, dagsett 22. apríl 2017, þar sem farið er yfir ástæður efnistöku úr fyllingu sunnan sundlaugarinnar á Eskifirði. Mun meira af efni fór í fyllingar og önnur verkefni á Eskifirði, ótengd framkvæmdum við Norðfjarðargöng en gert var ráð fyrir. Af þessum sökum vantar nú efni í vegagerð Eskifjarðarmegin.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fellst á skýringar Vegagerðarinnar en hvetur jafnframt til að framkvæmdatími verði jafn stuttur og mögulegt er og að allra leiða verði leitað til að takmarka ónæði nágranna vegna efnisvinnslu og flutninga.
6.
Hraðakstur við leikskólann Dalborg Eskifirði
Málsnúmer 1704100
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir áhyggjur foreldrafélags Dalborgar af hraðakstri og felur sviðstjóra að kanna með uppsetningu á hraðahindrun.
7.
333. mál til umsagnar frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir dyrkkjarvörur(EES-Reglur ofl.)
Málsnúmer 1704063
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES reglur o.fl.), 333. mál.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerr ekki athugasemdir við frumvarpið.
8.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2017
Málsnúmer 1702115
Fundargerð 134. fundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands lögð fram til kynningar.
9.
Útboð á viðhaldsmálum grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Málsnúmer 1703119
Opnuð voru tilboð í fyrsta áfanga í viðhaldi á Grunnskólanum á Fáskrúðsfirði, viðhald vegna myglu.
Eitt tilboð barst frá Launafli upp á 78.999.591 kr eða 114% af kostnaðaráætlun sem var 69.547.555. í Fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir 55.000.000 kr í þetta verkefni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að semja við tilboðsgjafa á þeim forsendum að framkvæmdin haldist innan áætlaðs fjarmagns og leggja fyrir nefndina að nýju.
10.
Blómsturvellir 26-32 - sala (leikskólinn Sólvellir)
Málsnúmer 1703037
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykktir tillögu sviðstjóra að Hafnarsjóður Fjarðabyggðar nýti færanlegu kennslustofuna sem aðstoðuhús á Mjóeyrarhöfn.
11.
Búlandsborgir Norðfirði
Málsnúmer 1311150
Fyrir fundinum lá sú tillaga að taka afstöðu til framtíðarnota jarðarinnar Búlandsborga í Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur bæjarstjóra að vinna drög að útboði á leigu hluta jarðarinnar.