Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

176. fundur
13. maí 2017 kl. 16:00 - 17:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson Embættismaður
Marinó Stefánsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
730 Sléttuá - framkvæmdaleyfi, efnistaka
Málsnúmer 1703094
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Eflu Austurlands fh. Sigurðar Baldurssonar, dagsett 26. apríl 2017, ásamt greinagerð og uppdrætti þar sem sótt er um leyfi til allt að 45.000 m3 efnistöku úr árfarvegi Sléttuár á þremur stöðum auk vinnslusvæðis á samtals 2,3 ha svæði. Fyrirhugað er að efnistaka úr námunni standi yfir í fimm ár. Á framkvæmdatíma og við verklok verða gerðar bakkavarnir í ánni. Námu- og vinnslusvæði verur fellt að umhverfinu í verklok en ekki er gert ráð fyrir að græða námusvæðin upp þar sem svæðið er allt ógróið. Umsagnir Landgræðslu Ríkisins og Fiskistofu liggja ekki fyrir. Efnistakan fellur undir lið 2.04, flokk C í 1. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkvæmdin sé ekki umhverfismatsskyld og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið þegar umsagnir liggja fyrir.
2.
Garð- og malarefni
Málsnúmer 1609089
Tilfærsla á lóð undir garða- og malarefni. Óskað er eftir að taka lóðina Hjallaleira 25. í stað lóðarinnar Hjallaleira 27.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðin verði nýtt undir garða- og malarefni.
3.
Kynning á tillögu að kerfisáætlun 2016-2025 og umhverfisskýrslu
Málsnúmer 1611077
Lagt fram til kynningar
4.
Fólkvangur Neskaupstaðar - ástand friðlandsins 2017
Málsnúmer 1705104
Framlagt minnisblað umhverfisstjóra um ástand göngustíga í Fólkvangi Neskaupstaðar. Sökum snjóaleysis s.l. og aukinnar umferðar um svæðið hafa stígarnir gefið undan og brýrnar illa farnar.
Mikilvægt er að grípa til aðgerða í sumar, lagfæra stíga á mýrarsvæðum, byggja nýjar brýr og leiðbeina um gönguleiðir og loka hentugleikastígum.
Það fékkst ekki styrkur frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar samkvæmt nýju deiliskipulagi.
Umhverfisstjóra falið að yfirfara kostnað og leggja aftur fyrir nefndina
5.
740 Naustahvammur 67-69 byggingarleyfi
Málsnúmer 1705034
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Síldarvinnslunnar hf, dagsett 3. maí 2017 þar sem sótt er um leyfi til endurbóta á þaki fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins. Settar verða upp steinullareiningar í stað bárustáls. Teikningar eru frá Mannvit hf.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
6.
Stefnumótun í fiskeldismálum
Málsnúmer 1703120
Drög að stefnumótun í fiskeldi í Fjarðabyggð sem merkt er sem trúnaðarmál. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og hafnarstjórnar til umsagnar. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur drögin vera í samræmi við þá vinnu sem farið hefur fram í nefndinni og samþykkir drögin fyrir sitt leyti
7.
730 Hraun 1 - byggingarleyfi - 800 Súrálsgeymir, lyfta
Málsnúmer 1705013
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Halldórs Eiríkssonar, TBL architects fh. Alcoa Fjarðaál sf, dagsett 28. apríl 2017, þar sem sótt er um leyfi til þess að setja upp utanáliggjandi lyftu á súrálsgeymi fyrirtækisins að Hrauni 1 á Reyðarfirði samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
8.
750 Skólavegur 12 -óleyfisframkvæmd
Málsnúmer 1701090
Byggingarfulltrúi kynnir fyrir nefndinni feril og stöðu málsins, ásamt rökstuðningi að baki ákvörðun sem hann hefur í hyggju að taka í málinu. Ákvörðunin felur í sér að lóðarhafa að Skólavegi 12 verði veittur frestur til 20. júní n.k. til að fjarlægja það pallaefni sem í óleyfi er. Nefndin lýsir sig sammála þessari afgreiðslu og gerir hana einnig að sinni.
Á fundi nefndarinnar þann 5. desember 2016 var bréf eiganda Skólavegar 14 frá 3. desember 2016 kynnt fyrir nefndinni og í framhaldi af því svaraði byggingarfulltrúi bréfinu í samræmi við umræðu á fundi nefndarinnar. Í fundargerð láðist að bóka um þá afgreiðslu og er hér fært til bókar að svarbréf byggingafulltrúa, dags. 19. desember 2016, var í samræmi við umræðu á fundinum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að gera lóðarhafa að Skólavegi 12 að fjarlægja pallaefni það sem er á milli skjólveggjar og girðingar á lóðarmörkum Skólavegar 12 og 14, Fáskrúðsfirði, fyrir 20. júní 2017. Byggingarfulltrúa falið að taka ákvörðun um dagsektir eða fjarlægingu efnisins á kostnað lóðarhafa, verði ekki farið eftir ákvörðuninni.
9.
730 Hafnargata 1 - byggingarleyfi - útisvæði
Málsnúmer 1703219
Lagt fram að nýju, eftir samþykkt um stækkun lóðar, bréf Árna Más Valdimarssonar fh. Sesam ehf / Sesam Brauðhús, dagsett 31. mars 2017 þar sem óskað er eftir leyfi til að setja skjólvegg við hellulagt svæði norðan húss fyrirtækisins að Hafnargötu 1 á Reyðarfirði. Jafnframt er óskað eftir leyfi til að setja upp skilti við n-a horn lóðarinnar og að Fjarðabyggð komi fyrir bekkjum með borðum og rusladalli á grassvæði norðan lóðarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir uppsetningu skjólveggar og skiltis. Frágangur á grassvæði verði í samráði við sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs.
10.
755 - Deiliskipulag Söxu
Málsnúmer 1208097
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, tillögu að deiliskipulagi Söxu við Stöðvarfjörð til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 1. janúar 2017 og felur meðal annar í sér að gert er ráð fyrir áningarstöðum, bílastæðum og göngustígum til að auka aðgengi og öryggi við sjávarhverinn Söxu. Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
11.
Breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs - gistiþjónusta í landi Ketilsstaða
Málsnúmer 1702128
Lögð fram til kynningar, á vinnslustigi, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna áforma um gistiþjónustu í landi Ketilstaða.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
12.
730 Öldugata 6 - afnot af skúr
Málsnúmer 1705085
Innsent erindi frá Sælínu Sigurjónsdóttir Öldugötu 8 Reyðarfirði varðandi afnot af skúr sem stendur á lóðinni Öldugötu 6 Reyðarfirði sem ákveðið hefur verið að rífa. Óskar Sælína eftir því að fá afnot af skúrnum til fimm ára með nokkrum kvöðum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að ræða við bréfritara
13.
750 Skólavegur 94 - byggingarleyfi - varmadæla
Málsnúmer 1705080
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Högna Páls Harðarsonar, dagsett 9. maí 2017, þar sem sótt er um leyfi til setja upp varmadælu við hús hans að Skólavegi 94 á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
14.
740 Hlíðargata 12 - byggingarleyfi - klæða hús að utan
Málsnúmer 1702200
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Gísla Gylfasonar, dagsett 22. febrúar 2017, þar sem sótt er um leyfi til að einangra- og klæða að utan hús hans að Hlíðargötu 12 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
15.
735 Dalbraut 4 - byggingarleyfi, tengivirki
Málsnúmer 1705101
Lagt fram bréf Landsnets hf, dagsett 10. maí 2017, þar sem byggingaráform nýs tengivirkishúss á lóð fyrirtækisins að Dalbraut 4 á Eskifirði vegna spennuhækkunar á flutningskerfinu á austurlandi eru kynnt ásamt drögum af mögulegu umfangi byggingarinar. Reiknað er með um 300 m2 byggingu með fjörum 132 kV rofareitum. Mesta þakhæð er áætluð 7,5 m. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa um skipulagsskilmála lóðarinnar við Dalbraut 4, dagsett 12. maí 2017.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið frekar og leggja fyrir nefndina aftur.
16.
Umsókn um lóð að Bólsvör 2 Stöðvarfirði undir gámasvæði
Málsnúmer 1705106
Lögð fram lóðarumsókn Steinþórs Péturssonar fh. Fjarðabyggðahafna, dagsett 12. maí 2017, þar sem sótt er um lóðina Bólsvör 2 á Stöðvarfirði undir gámasvæði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni að Bólsvör 2 til Hafnarstjórnar og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
17.
730 Mánagata 5 - byggingarleyfi
Málsnúmer 1705081
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Kolbeins Guðnasonar, dagsett 9. maí 2017, þar sem sótt er um leyfi til að rífa húsið sem stendur á lóðinni að Mánagötu 5 á Reyðarfirði. Fyrirhugað er að byggja nýtt hús á lóðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
18.
Umhverfisvöktun 2016 - Alcoa Fjarðaál - Ársskýrsla
Málsnúmer 1705028
Lögð fram til kynningar ársskýrsla Alcoa Fjarðaál umhverfisvöktun 2016.
19.
Bundið slitlag á bút milli nýja Norðfjarðarvegar og slitlags við golfvöllinn
Málsnúmer 1705107
Innsent erindi frá Golfklúbbnum Byggðarholt, Eskifirði. Varðar að fá bundið slitlag á þann kafla sem verður eftir á milli nýja kaflans og að þeim sem fyrir er. Þarna er mjór malarvegur í dag.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að funda með fulltrúa Vegagerðarinnar og bréfritara.