Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

177. fundur
19. maí 2017 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson Embættismaður
Marinó Stefánsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Refa- og minkaveiði fyrirkomulag 2017
Málsnúmer 1701232
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirkomulag refa- og minkaveiða fyrir komandi veiðitímabil og felur umhverfisstjóra að gera samning við veiðimenn.
2.
406. mál til umsagnar frumvarp til laga um landgræðslu,
Málsnúmer 1705135
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd veitir ekki umsögn
3.
407.má til laga um skóga og skógrækt, .
Málsnúmer 1705136
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd veitir ekki umsögn.
4.
408.mál til laga um skipulag haf- og strandsvæða,
Málsnúmer 1705137
Ágæti viðtakandi, umhverfis og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf og strandsvæða, 408. mál.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir umsögn bæjarráðs
5.
730 Brekkugata 4 - endurnýjun lóðarleigusamnings
Málsnúmer 1705054
Lagt fram bréf Ásgríms Sigurðssonar, dagsett 5. maí 2017, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Brekkugötu 4 á Reyðarfirði ásamt heimild til að reisa allt að 2 m háann skjólvegg á lóðarmörkum á austurhlið lóðarinnar. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað. Uppsetning skjólveggjar er jafnframt samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út leyfi vegna skjólveggjar þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
6.
750 Notkun fjöleignarhússins að Búðavegi 35
Málsnúmer 1510182
Lagður fram til kynningar úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli E-17/2017. Héraðsdómur hefur hafnað kröfu Fjarðabyggðar um frávísun frá dómi.
7.
730 Hjallavegur 1 - endurnýjun lóðaleigusamnings
Málsnúmer 1704101
Lagt fram bréf Adam Cieszynski, dagsett 21. apríl 2017, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Hjallavegi 1 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
8.
735 Bleiksárhlíð 16, endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 1704023
Lagt fram bréf Guðna þórs Magnússonar og Ragnheiðar Þórólfsdóttur, dagsett 3. apríl 2017, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar þeirra að Bleiksárhlíð16 á Eskifirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
9.
730 Brekkugata 13 - endurnýjun á lóðarleigusamningi
Málsnúmer 1703005
Lagt fram bréf Þórdísar Pálu Reynisdóttur, dagsett 3. apríl 2017, þar sem í umboði kaupenda og seljanda er óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðarinnar við Brekkugötu 16 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
10.
730 Mánagata 5 - endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 1705083
Lagt fram bréf Kolbeins Guðnasonar fh. Hobart ehf, dagsett 10. maí 2017, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar fyrirtækisins að Mánagötu 5 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
11.
740 Hafnarnaust 6 - byggingarleyfi, stakkageymsla
Málsnúmer 1705149
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Síldarvinnslunnar hf, dagsett 18. maí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja stakkageymslu við hreinsistöð fiskiðjuvers fyrirtækisins að Hafnarnausti 6 á Norðfirði. Teikningar eru frá Mannvit hf.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
12.
Efnistaka í sjó, undirbúningsvinna - Reyðarfjörður og Norðfjarðarflói
Málsnúmer 1703139
Lagt fram til kynningar drög að matsáætlun vegna 600 þ m3 leyfi til efnistöku í sjó við Eyri í Reyðarfirði ásamt rannsóknarleyfi því tengdu.
13.
735 Mjóeyri - umsókn um framkvæmdaleyfi, gerð tjarnar
Málsnúmer 1705158
Lagt fram bréf Sævars Guðjónssonar og Berglindar Ingvarsdóttur fh. Mjóeyri ehf, dagsett 19. maí 2017, þar sem óskað er eftir heimild til að gera tjörn með tilheyrandi göngustígum og umhverfisfrágangi á n-v horni Mjóeyrar við Eskifjörð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir. Nýting vatnsveitu við tjörnina verði í samráði við sviðstjóra veitusviðs.
14.
750 Hafnargata 1 - framkvæmdaleyfi, efnistaka og fylling lóðar
Málsnúmer 1705159
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Eflu Austurlands fh. Loðnuvinnslunnar hf ásamt uppdráttum, dagsett 19. maí 2017, þar sem sótt er um leyfi til að gera 6000 m2 landfyllingu austast á lóð fyrirtækisins að Hafnargötu 1 á Fáskrúðsfirði. Syðsti hluti fyllingar verður í sömu línu og núverandi fylling. Framan á fyllingu er gert ráð fyrir grjótvörn. Áætlað er að losa um 8000 m3 af efni nyrst og austast á lóðinni, laus skering eru um 2000 m3 og föst skering um 6000 m3. Losað efni verður fært í fyllingu. Skering og fylling til stækkunar er innan afmörkunar lóðarinnar að Hafnargötu 1 og samræmist deiliskipulagi Hafnarsvæðis 05 sem gildir um svæðið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið.
15.
Kjarasamningur KÍ vegna FG - Vegvísir samstarfsnefndar SNS
Málsnúmer 1701123
Lagðar fram úrbótaáætlanir grunnskólanna í Fjarðabyggð í tengslum við Bókun 1 (2016) í kjarasamning KÍ vegna FG sem gildir frá 1. desember 2016 til 30. nóvember 2017. Viðhaldsmálum og endurbótum á húsnæði vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til skoðunar í tengslum við viðhaldsáætlun ársins 2017. í minnisblaði er farið yfir kostnað við þær framkvæmdir sem eru í úrbótaáætlunni á þessu ári og hvað var sett í viðhald á hverja stofnun á þessu fjárhagsári.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd ræddi og samþykkir áætlunina.
16.
Útboð á viðhaldsmálum grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Málsnúmer 1703119
Lagður fram verksamningur við Launafl um endurbætur á Skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði að fjárhæð 68,6 milljónir kr. Bæjarráð hefur samþykkt verksamning og vísar samningi til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til yfirferðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að ganga frá samningi við Launafl eins og hann er lagður fram.
17.
Eignarsjóður viðhaldsmál 2017
Málsnúmer 1703079
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir og ræddi þau verkefni sem áætlað er að fara í, í sumar í götum, hjóla- og göngustígum, gangstéttum og viðhaldi fasteigna. nefndin samþykkir það sem lagt er fram í minnisblaði sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs.
18.
Afgreiðslur byggingafulltrúa - 76
Málsnúmer 1705014F
Samþykkt
19.
Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla
Málsnúmer 1606146
Lagt er fram erindi frá Austurbrú dags. 22. maí 2017 um heimild til þess að óska eftir tilboðum í kaup á hleðslustöðvum og þjónustu/rekstur á þeim. Samþykkt er að hægt sé að semja við þriðja aðila um rekstur og þar af leiðandi sölu á rafmagni í gegnum stöðvarnar. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita Austurbrú heimild til að óska eftir tilboðum í kaup á hleðslustöðvum, þjónustukerfi og fullan rekstur stöðva.
Einnig samþykkir nefndin að nota stöðina sem fékkst sem gjöf frá Orkusölunni sem hluta af þeim 5 stöðvum sem settar verða upp fyrir almenning í sveitarfélaginu.