Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
178. fundur
4. júní 2017
kl.
13:00
-
15:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
Formaður
Einar Már Sigurðarson
Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
Varaformaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
Embættismaður
Marinó Stefánsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
Sviðstjóri umhverfis- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Tjón vegna stíflu í holræsakerfi
Bæjarstjóra falin úrvinnsla málsins. Mál fært í trúnaðarmálabók.
2.
735 Strandgata 2 Byggingaráform - löndunarhús og lagnir
Lagt fram bréf Gunnars Larssonar hjá Mannvit hf. fh. Eskju hf, dagsett 2. júní 2017, þar sem byggingaráform Eskju hf eru kynnt vegna stækkunar löndunarhúss, lagningar dælulagna frá löndunarhúsi að hrognavinnslu að Strandgötu 12a ásamt úrbótum í fráveitumálum með tengingu löndunarhúss, Strandgötu 14a og fiskimjölsverksmiðju við hreinsistöð fyrirtækisins að Leirubakka 4. Einnig er gert ráð fyrir áframhaldandi lagnavinnu síðasta árs, ásamt viðbótum sem fela í sér löndunarlögnum að hafnarkanti, lögnum frá löndunarhúsi að fiskiðjuveri og sjólögnum frá sjódælustöð að fiskimjölsverksmiðju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og vísar því til umsagnar í hafnarstjórn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og vísar því til umsagnar í hafnarstjórn.
3.
730 Heiðarvegur 20 - byggingarleyfi - varmadæla
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ásmundar P. Svavarssonar og Þuríðar R. Sigurjónsdóttur, dagsett 22. maí 2017, þar sem sótt er um leyfi til að setja upp varmadælu á vesturhlið húss þeirra að Heiðarvegi 20 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
4.
740 Marbakki 1 - byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Sturlu Þórðarsonar, dagsett 21. maí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 21 m2 sólskála við vesturhlið húss hans að Marbakka 1 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
5.
750 Skólavegur 98-112 - byggingarleyfi, nýbygging
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Fylkis ehf, dagsett 24. maí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að hefja að nýju framkvæmdir við húsin við Skólaveg 98-112 á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn og samþykktir liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn og samþykktir liggja fyrir.
6.
Leyfisveiting vegna skógræktarframkvæmda í Víkugerði
Lagður fram tölvupóstur Jónínu Óskarsdóttur landeiganda Víkurgerðis í Fáskrúðsfirði þar sem óskað er eftir að Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 verði breytt svo hægt verði að gera ráð fyrir skógrækt innan jarðarinnar. Öll jörðin er samkvæmt aðalskipulagi innan verndarsvæða sem ekki heimila skógrækt.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að aðalskipulagi verði breytt þannig að hægt verði að gera ráð fyrir skógrækt innan jarðarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að aðalskipulagi verði breytt þannig að hægt verði að gera ráð fyrir skógrækt innan jarðarinnar.
7.
750 Loðnuvinnslan hf - framkvæmdaleyfi, dælulögn frá Hafnargötu 1 að 36
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Elísar Eiríkssonar hjá Eflu hf fh. Loðnuvinnslunnar hf ásamt uppdráttum, dagsett 6. maí 2017, þar sem sótt er um leyfi til að grafa 110 mm dælulögn í fjöru og syðst í lóðum eða uppfyllingum milli Hafnargötu 1 og Hafnargötu 32-36 á Fáskrúðsfirði. Tilgangur lagnarinnar er að dæla vatni, þ.m.t. fitu, vegna vinnslu á uppsjávarafurða í Fram, Hafnargötu 32-36, í hreinsun í hreinsivirki fyrirtækisins að Hafnargötu 1.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir lagnaleiðina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir lagnaleiðina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið.
8.
750 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027,breyting - grjótnáma kappeyri
Lögð fram skipulags- og matslýsing vegna breytingar á dreifbýlisuppdrætti Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna grjótnámu í landi Kappeyrar við Fáskrúðsfjörð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skipulags- og matslýsinguna fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skipulags- og matslýsinguna fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
9.
Nytjaréttur af æðarvarpi á jörðinni Búlandsborg á Norðfirði
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir auglýsingu um leigu nytjaréttar af æðarvarpi á jörðinni Búlandsborg í Norðfirði. Leigutímabilið er frá 1. október 2017 til 30. september 2022.
10.
Ástandsskýrsla - Íþróttahús Eskifjarðar
Lögð fram til kynningar ástandsskýrsla - íþróttahússins á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir því við íþrótta- og tómstundanefnd að tekin verði umræða um framtíðarnýtingu íþróttahússins með tilliti til íþróttagreina.
Afrakstur þeirrar umræðu verði sent til ESU og tekin til frekari umræðu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir því við íþrótta- og tómstundanefnd að tekin verði umræða um framtíðarnýtingu íþróttahússins með tilliti til íþróttagreina.
Afrakstur þeirrar umræðu verði sent til ESU og tekin til frekari umræðu.
11.
Call out for creatives - Neskaupstaður Art Attack 2017
Hákon Guðröðarson kom á fundinn og kynnti verkefnið Call out for creatives - Neskaupstaður Art Attack 2017 fyrir nefndinni.
Hákon óskaði eftir aðkomu sveitfélagsins að verkefninu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að taka þátt í verkefninu með það sem að nefndinni snýr. Nefndin felur sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og skipulags- og byggingarfulltrúa að útfæra svæði og fleti í samstarfi við forsvarsmenn verkefnisins.
Hákon óskaði eftir aðkomu sveitfélagsins að verkefninu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að taka þátt í verkefninu með það sem að nefndinni snýr. Nefndin felur sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og skipulags- og byggingarfulltrúa að útfæra svæði og fleti í samstarfi við forsvarsmenn verkefnisins.