Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

179. fundur
19. júní 2017 kl. 16:00 - 17:10
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Afréttarmál - Héraðsfé
Málsnúmer 1608075
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra í samstarfi við formann landbúnaðarnefndar og formann eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar að ræða um stöðu málsins við Vegagerðina og Fljótsdalshérað.
2.
735 Smiðjustígur 2 - byggingarleyfi
Málsnúmer 1706051
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Sigrúnar Hörpu Bjarnadóttur, dagsett 7. júní 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við vesturhlið húss hennar að Smiðjustíg 2 á Eskifirði. Viðbyggingin er steyptur kjallari og hæð úr timbri í sama stíl og eldra hús. Samþykki Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
3.
730 Brekkugata 2 - umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 1706050
Lögð fram umsókn Valgeirs Kjartanssonar, dagsett 7. júní 2017, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Brekkugötu 2 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
4.
755 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 breyting, þéttbýlisuppdráttur fyrir Stöðvarfjörð, reitur I1
Málsnúmer 1611050
Auglýsingartími er liðinn. Engar athugasemdir bárust.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, reitur I1 á Stöðvarfirði. Uppdráttur með greinagerð, dags. 24. apríl 2017. Málsmeðferð verði í samræmi við 32. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
5.
735 Strandgata 12 - stálgrindarhús - byggingarleyfi
Málsnúmer 1701186
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Gunnars Larssonar hjá Mannvit hf, fh. Egersund Ísland ehf, dagsett 15. júní 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 730 m2 og 5128,8 m3 dúkklætt stálgrindarhús á lóð fyrirtækisins að Strandgötu 12 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina enda verði dúkklæðning hússins aðeins til bráðabirgða til fimm ára sbr. bréf Egersund, dagsett 31. mars 2017, vegna byggingaráforma á lóðinni. Að þeim tíma liðnum verði stálgrindin klædd yleiningum. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
6.
750 Skólavegur 68a - byggingarleyfi - klæðing húss
Málsnúmer 1706086
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Krzysztof Adam Kaluziak, dagsett 15. júní 2017 þar sem sótt er um leyfi til að einangra og klæða hús hans að Skólavegi 68a á Fáskrúðsfirði að utan ásamt því að skipta um sex glugga.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
7.
730 Eyrarstígur 3 - endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 1705176
Lögð fram umsókn Arnars Más Eiríkssonar, dagsett 22. maí 2017, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Eyrarstíg 3 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
8.
750 Hafnargata 1 - umsókn um stöðuleyfi - Spennustöð
Málsnúmer 1706070
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Elísar B. Eiríkssonar hjá Eflu hf. fh. Loðnuvinnslunnar hf, dagsett 16. júní 2017, þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir spennistöðvargám sunnan löndunarhúss á lóð fyrirtækisins að Hafnargötu 1 á Fáskrúðsfirði. Sótt er um stöðuleyfi til 20. júlí 2019. Umsögn eldvarnareftirlits liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi.
9.
750 Hlíðargata 56 - byggingarleyfi endurbætur úti og inni
Málsnúmer 1706087
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 16. júní 2017, þar sem sótt er um leyfi vegna endurbóta innan og utanhúss á eldri hluta Skólamiðstöðvarinnar á Fáskrúðsfirði. Helstu verkefni eru gólfhiti í plötur á jarðhæð, ílögn og gólfefni, frárennslislagnir og jarðvinna, endurnýjun á neysluvatnslögnum, klæðning á austur gafl, loftræsikerfi, endurnýjun lýsingar og brunavarna o. fl.
Aðalhönnuður er Efla hf.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
10.
Ársskýrlsa 2016 - Náttúrustofa Austurlands
Málsnúmer 1706065
Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2016 lögð fram til kynningar
11.
Hraðakstur á Heiðarvegi Reyðarfirði
Málsnúmer 1706025
Lagt fram bréf Kristjáns H. Jónssonar, dagsett 6. júní 2017, þar sem óskað er eftir við nefndina að lausn verði fundin á hraðakstri um Heiðarveg með fleiri og betri hraðahindrunum en fyrir eru.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar bréfritara erindið og felur sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að koma með tillögur að úrlausn og leggja fyrir nefndina að nýju.
12.
Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlitsins 2016
Málsnúmer 1706032
Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands lögð fram til kynningar
13.
Gatnagerð í hesthúsabyggð á Reyðarfirði
Málsnúmer 1706028
Bréf Önnu Berg Samúelsdóttur og Stefáns Hrafnkelssonar er varðar deiliskipulag hesthúsabyggðar á Reyðarfirði og gerð vegar inn í hesthúsahverfið Koll í Reyðarfirði. Vísað frá bæjarráði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og skipulags- og byggingarfulltrúa að skoða málið og leggja fyrir nefndina að nýju.
14.
Tillaga að sölu íbúða í eigu Fjarðabyggðar árið 2016.
Málsnúmer 1606124
Lagt fram minnisblað sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs um sölu fasteigna í eigu Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að sölulista verði vísað til vinnu um húsnæðisáætlun. Jafnframt samþykkir nefndin að grunnar við Búðamel 4 a, b, c, og Búðamel 10 a, b, og c verði auglýstir til sölu með áberandi hætti.
15.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018
Málsnúmer 1705194
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra er varðar fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018 til 2022, reglur um Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018-2021 og drög fjármálastjóra að römmum til úthlutunar fyrir fjárhagsáætlun ársins 2018.
Minnisblaði og tillögu fjármálastjóra að bráðabirgðafjárhagsrömmum vísað til fastanefnda.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissvið að hefja undirbúning að fjárhagsáætlunarvinnu og leggja fyrir nefndina.